Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2019, Side 41

Náttúrufræðingurinn - 2019, Side 41
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 41 4. mynd. Tengsl sandflæðis og vindhraða við fok Eyjafjallagjósku (efri myndir) og við fok fínkorna sands í tveimur stormum á Hóls- fjöllum (neðri myndir, stormar 5 og 7). Mismunandi kvarðar eru á myndunum. – Relationship between sandflux and wind speed. Sandflux indicated by Sensit instrument pulses (grain impacts). Tephra from Eyja- fjallajökull 2011 in a major storm (upper graphs) and silty materials in two moderate storms at Hólsfjöll, NE Iceland. Note different scales between the graphs. Closed circles indicate average wind speed per minute, open circles show maximum gusts within each minute interval. ÁFOKSGEIRAR Þegar sandur gengur yfir gróið land á þykkum og grófum jarðvegi getur ferlið undið upp á sig þegar hin grófu mold- arefni ganga í lið með áfoksefnunum. Við þetta verða eins konar snjóbolta- áhrif, sífellt meiri sandur safnast upp á mótum auðnar og gróðurlendis þar sem hann gengur inn á gróðurinn og kæfir hann. Hugtakið áfoksgeiri er notað um sérstaka rofmynd við kortlagningu jarð- vegsrofs á Íslandi,21 og er tungulaga sandsvæði sem gengur inn yfir gróið land. Útlínur rofbakka þar sem áfoks- geirar hafa gengið yfir landið einkennast iðulega af beinum línum í landslaginu, þar sem fokefni rjúfa gróðurbakkann undan meginfokáttinni. Þessar beinu línur sjást vel á gervihnattamyndum (9. mynd). Fokefnin eiga sér yfirleitt uppruna í gjöfulum upptakasvæðum, svo sem í lægðum þar sem jökulár skila af sér miklu seti í flóðum eða í kjölfar hamfarahlaupa. Áfoksgeirar geta líka myndast þar sem jarðvegsefni fylla upp í lægðir vegna vatnsrofs ofan við þær. Jökulár sem renna inn í stöðuvötn valda setmyndun en síðan geta fokefni borist frá ströndum þegar lækkar í vötnunum. Einnig geta miklar breytingar á farvegi jökulvatna og hörfun jökla opnað fyrir miklar námur fokefna (sandur og silt). Hæð gróðurs og gróðurgerð skiptir meginmáli um áhrif sandflæðis á gróður og möguleika vistkerfa til að þola sand- burð og öskufall.29,30 Rannsóknir Borg- þórs Magnússonar og Olgu Kolbrúnar Vilmundardóttur á Blöndusvæðinu beindust meðal annars að þolmörkum gróðurs gagnvart slíku áfoki í um 480 m hæð. Niðurstöðurnar sýna að krítísk þykkt er um 10 cm í fjalldrapamóa.31,32,33 Mun minna áfok olli varanlegum skemmdum á mosaþembu við Blöndu (0,6 cm) og í mólendi í 625 m hæð við bakka Hálslóns (2 cm).34,35 Áhrif áfoksgeira eru hvað alvarlegust þar sem fyrir er grófur jarðvegur með miklum sandi sem bætist við mengi sandfoksefnanna, svo sem við gosbeltin í nágrenni virkra eldstöðva, við jökla Að fArA í sANd Orðalagið „að fara í sand“ er notað til að lýsa umhverfisbreytingum sem verða þegar fokefni (sandur og silt) eyða þeim vistkerfum sem fyrir voru. Yfirleitt beinist athygli fyrst að gróðurþáttum, svo sem þekju og tegundum gróðurs, þegar miklar vist- kerfisbreytingar eiga sér stað. Moldarþættirnir eru þó ekki síður mikilvægir.36 Þegar sandur verður ráðandi hverfur nær öll næring og orka (kolefni) úr kerfinu og nær- ingarhringrásir rofna. Áhrifin á vatnshringrásina skipta líklega mestu máli, ekki síst þar sem úrkoma er allajafna lítil. Sandur hefur ekki eiginleika til að binda vatn og miðla. Enda þótt úrkoma kunni að vera mikil að meðaltali eru kerfin ákaflega þurr – nokkurra daga þurrkur veldur fullkominni vatnsþurrð og plöntur visna. Þegar þetta allt er lagt saman, skortur á gróðurþekju, tap á orku og næringarefnum og að ekki er lengur til staðar mold sem miðlar vatni, þá hrynur vistkerfið (sbr. skilgreiningar Blands o.fl. á vist- kerfishruni37). Því geta áhrif áfoksgeira verið örlagarík og hefur ferlið stundum verið nefnt „sandification“ á ensku. R af p úl sa r á m ín út u / P ul se s p er m in ut e Vindhraði / wind speed; m/s 6 8 10 12 14 16 20 40 60 80 100 120 140 160 180 200 Stormur 7 Meðalvindhraði á mínútu / Mean wind speed each minute Mesta hviða á mínútu / Max wind speed per minute Vindhraði / Wind speed; m/s 6 8 10 12 14 16 20 40 60 80 100 120 Stormur 5 R af p úl sa r á m ín út u / P ul se s p er m in ut e Meðalvindhraði / Mean wind speed; m/s 5 10 15 20 25 30 35 Allur stormurinn / Entire storm Mesti vindhraði / Max wind speed each minute; m/s 15 20 25 30 35 40 2000 4000 6000 8000 Hvassasti hluti stormsins / Windiest part of the storm 2000 4000 6000 8000

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.