Náttúrufræðingurinn - 2019, Síða 42
Náttúrufræðingurinn
42
7. mynd. Sandfok norðvestur af Heklu; meðaltal tveggja ára (2008 og 2009). Númerin gefa til kynna
mælistöðvar með Fryrear-gripgildrum. Litur gefur til kynna þekju sands í yfirborðinu. Þykkt svartra
örva gefur til kynna sandburðarmagn á ári og stefnan átt sandburðar. Mest sandfok er nyrst á svæð-
inu þar sem vatn flytur sand inn á svæðið. – Sandflux in the area NW of Mt. Hekla, measured at 31
points. Arrows indicate direction and amount of sand each year in kg/m/yr. Sand cover indicated
by colour (%). Blue lines indicate seasonally active waterways (major waterways are dark-blue,
smaller are light blue). Largest amounts of sand are transported within the NE part of the area.
5. mynd. Spönn fyrir þröskuldsvindhraða fyrir
fjórar helstu gerðir yfirborðs á sandsvæðum.
Miðað er við vindstyrk í 2 m hæð og þurrar
aðstæður (hækkar með vaxandi loft- og jarð-
vegsraka). – Threshold velocities for the main
types of sandy surfaces in Iceland (wind at 2
m height). The range represents dry conditions
while more humid conditions would result
in higher threshold velocities than indicated.
From left to right: silt, fine sand and fine glacio-
fluvial deposits (flæður); sand; sandy lavas and
sandy lag-gravels; and lag-gravel surfaces.
6. mynd. Dæmigert hlutfall fokefna eftir hæð.
Þegar 100 g hafa borist í neðstu gildruna (10
cm hæð, punktur lengst til hægri) eru um 30
g í næstneðstu gildru (30 cm hæð) o.s.frv. –
Typical sandflux relative to height. When 100
g of materials are collected in the lowest dust
trap (right), 30 g are collected at 30 cm height
but low amounts in the trap at 150 cm height
(left). The shape of the curve tends to be stable
for each site regardless of storm intensities.
eða þar sem mikið uppfok og áfok á sér
stað. Enda eru þessi landsvæði illa gróin
nú á dögum, einkum á hálendi, þar sem
gróður hefur verið lágvaxinn og veitt
litla viðspyrnu. Áfoksgeirar sem hafa
gengið suður frá Langjökli sjást vel á inn-
rauðum gervihnattamyndum (8. mynd).
Sandur hefur gengið fram beggja vegna
Hlöðufells og suður á Rótarsand austan
við fjallið.38 Ummerki um áfoksgeira og
sandleiðir liggja sunnan afrennslisleiða
frá Hagavatni og suður af Sandvatni, sem
ógnaði byggð í Biskupstungum og víðar
áður en sandflaumurinn var stöðvaður.
Sigurður Greipsson39 hefur rakið þróun
sandfoks á svæðinu, meðal annars
með áherslu á mikilvægi mikilla flóða
sem komið hafa í Farið sem rennur úr
Hagavatni. Áfoksgeirarnir í Landsveit og
á Rangárvöllum ollu gríðarlegu tjóni á
ofanverðri 19. öld og fram á 20. öld, en þeir
hafa nú verið stöðvaðir. Mikil flæmi, svo
sem við Hellu og Gunnarsholt, eru nú vel
gróin nytjasvæði en áður svartur sandur.19
Áfoksgeirar eru víða virkir í
Þingeyjarsýslum. Þeir virkustu hafa þó
verið girtir af og gripið til aðgerða til að
hefta framrás sandsins. Hólsfjallageirinn
er hvað víðfeðmastur en hann ógnaði
byggð í Öxarfirði um miðja síðustu öld
þegar hann var stöðvaður (9. mynd t.v.).
Girt var um 300 m norðan við geir-
ann á grónu landi árið 1954 til að friða
svæðið fyrir beit. Um haustið var
sandurinn kominn norður að girðingunni
en var þá haminn með sáningu melgresis