Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2019, Síða 43

Náttúrufræðingurinn - 2019, Síða 43
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 43 8. mynd. Innrauð gervihnattamynd af hálendi Íslands. Gróður er rauður á myndinni en auðnir grá- eða grænleitar. Örvar sýna suma af þeim áfoksgeirum sem minnst er á í greininni, svo sem sunnan Langjökuls, á Eyvindarstaðaheiði norðvestan Hofsjökuls, í jöðrum Ódáðahrauns og á Hólsfjöllum. – Infrared satellite image of Central Iceland. Arrows indicate some of the advancing sandfronts discussed in the paper. og öðrum aðgerðum (Sveinn Þórarinsson, munnl. uppl. 1981). Hólsfjallageirinn myndar í raun samfellda 25–30 km sandleið allt frá Jökulsá á Fjöllum á svæðinu við Grímsstaði á Fjöllum og norður undir byggð í Öxarfirði. Fokefnin hafa borist niður Jökulsá í stórflóðum en sest til þar sem straumhraði í ánni minnkar á sléttum. Síðan hafa gróf jarðvegsefni sem fyrir voru á svæðinu blandast við fokefnin (9. mynd t.h.). Nú berst ekki mikið efni inn á svæðið en sandfokið getur tekið sig upp að nýju í kjölfar flóða í Jökulsá á Fjöllum samfara eldsumbrotum undir Vatnajökli. Miklu skiptir því að efla gróðurþekju meðfram þeim svæðum þar sem fínkorna jökulárset (jökulgor, jökulgormur) sest til í stórflóðum, helst með kjarrlendi. Það er hvað virkast við að brjóta niður vind og þolir meira áfok en lágvaxinn gróður. Sandefni (sandur og silt) berast með vatni niður á milli Bláfjalls og Sellanda- fjalls40,41 og myndaði áfoksgeira sem ógnaði náttúruperlunni Dimmuborgum (sést á 8. mynd). Landgræðslan og heima- menn hafa nú stöðvað framrás þessa áfoksgeira og sums staðar er komin veru- leg gróðurþekja.42 Hólasandur er allt að 7,5 km breið tunga af lítt grónu landi sem nær frá svæðinu norðvestan Mývatns og yfir 20 km til norðurs. Upptök sandfoks- ins virðast vera í sendnum hjöllum syðst á svæðinu en síðan hefur ferlið undið upp á sig undan hvössum SV-áttum með þróun dæmigerðs áfoksgeira og myndun þessarar víðáttumiklu sandauðnar.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.