Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2019, Blaðsíða 50

Náttúrufræðingurinn - 2019, Blaðsíða 50
Náttúrufræðingurinn 50 Ýmsir munu hafa tekið eftir ljósgrænum, sívölum eða slöngulaga þráðum sem getur að líta í lygnum ám og lækjum, og við strendur tjarna og stöðuvatna, einkum með lindavatni. Þeir eru botnfastir á steinum eða klettum, og flaksast með hreyfingum vatnsins. Þræðirnir eru mislangir, oft á bilinu 25–50 cm, en geta náð 2 m við hentugar aðstæður. Sama er að segja um sverleikann, sem getur verið 0,5–5 mm. Oftast eru þræðirnir með þrengslum hér og þar en víkka á milli þeirra, og líkjast því kindagörnum, sem margir kannast við frá fyrri tíðar matargerð. Af því er íslenska nafnið lækjagörn dregið, fyrst notað í bók höfundar, Veröldin í vatn- inu, 1979, en þar er einnig notað orðið grængörn.1 Það fyrrnefnda hafa aðrir tekið upp, og má því telja það viður- kennt heiti, þó að lindagörn væri meira réttnefni. Fræðinafnið er Tetraspora cylindrica. Við nánari athugun kemur í ljós að þessir hnúðóttu þræðir eru hlaup- eða slímkenndir og stundum holir að innan. Þeir falla oft sundur þegar þeir eru teknir úr vatninu. Við smásjárskoðun reyn- ast þeir vera alsettir grænum, kúlulaga frumum, sem oftast eru tvær eða fjórar saman, og ber hver þeirra tvo þræði sem ná út úr hlaupinu en þó er oft torvelt að greina. Það varð tilefni kvíslarnafnsins Tetraspora, af grísku orðunum tetra = fjórir, og spora = fræ, gró. Johann H.F. Link (1767–1851) prófessor í Berlín gaf kvíslinni þetta heiti, hefur ef til vill haldið frumurnar vera gró. GARNAÞÖRUNGUR Ættkvíslin Tetraspora (Tetraspora Link. ex Desvaux 1818), sem kalla má garnaþörunga, tilheyrir grænþör- ungum (Chlorophyta), nánar tiltekið bálkinum Tetrasporales og ættinni Tetrasporaceae. Þá ætt skipa einfrum- ungar sem oftast búa margir saman í hlaupkenndum massa með ýmislega löguðu formi. Frumur þeirra innihalda safabólur sem geta dregist saman. Vaxt- arstig þeirra hafa ekki eiginlegar svipur (e. flagella), eins og frændur þeirra í bálkinum Volvocales. Hins vegar hafa sumir þeirra svipulíki (e. pseudocilia), fíngerð hár sem líkjast svipum en eru ekki hreyfanleg, og þannig er því háttað hjá Tetraspora-kvíslinni. Hlutverk hár- anna er óljóst, en skoða má þau sem leifar af svipum sem orðið hafi gagns- lausar þegar einfrumungar tengdust saman í hlaupmassa. Kynfrumur ætt- kvíslarinnar eru hins vegar búnar tveim svipum sem þær nota til sunds. Þær verða til síðsumars, geta sameinast tvær og tvær í frjóvgun og myndað okfrumu sem geymir líf þörungsins yfir veturinn. Garnaþörungar eru flestir blöðru- eða slöngulaga í fyrstu, og fastir við undirlagið, en rifna oft og breiða úr sér með aldri, og losna stundum upp og rekur. Ein tegund, T. lemmermanni Fott., er kúlulaga, smásæ og sviflæg, óþekkt hér á landi. Tegundaskipting garnaþörunga hefur lengi verið á reiki, og er varla orðin end- anleg. Um 25 tegundum hefur verið lýst en aðeins átta teljast gildar. Nokkrar sviflægar tegundir voru klofnar úr kvíslinni á síðustu öld, svo sem Pau- loschulzia pseudovolvox (Schulz) Skuja (1948), sem er algeng í Mývatni og fleiri vötnum hérlendis. Í vatnaþörungaflóru Bretlands (2002) er þrem tegundum lýst.2 Algengust þar er Tetraspora gelatinosa (Vaucher) Desvaux, sem einnig vex á megin- landi Evrópu, og var valin sem nafn- Lækjagörn í lindatjörn á Látraströnd við Eyjafjörð í ágúst 1961. – Tetraspora cylindrica in springwater in Látraströnd, Eyjafjörður, N-Iceland, August 1961. Ljósm./Photo: Hörður Kristinsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.