Náttúrufræðingurinn - 2019, Síða 53
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
53
Hólarnir eru framhlaupshólar, sem
líklega heita Steindyrahryggur, kenndur
við bæinn Steindyr, sem var sunnan
við hólana. Svo vel vill til að Hörður
Kristinsson var þarna á ferð sumarið
1961, og náði þá ágætri mynd af tegund-
inni, sem hér er birt með leyfi hans.
Á árunum 1970–1971 rannsakaði
höfundur lífríki Mývatns og Laxár í
Suður-Þingeyjarsýslu. Helstu niður-
stöður birtust í skýrslunni Rannsóknir
á svifi í Mývatni og Laxá 1970–71.18 Þar
segir (bls. 46): „Tetraspora sp. er algeng
við strendur Mývatns, en kemur sjaldan
í svifsýni. Er það sennilega tegundin T.
cylindrica Ag. “ Um Laxá er sagt (bls.
24): „Í hægum straumi er allvíða mikið
af Tetraspora sp., sem myndar langa,
garnalaga þræði.“
Í framhaldi af þessari rannsókn var
lífsýnum safnað 1971–1976 úr nokkrum
tugum tjarna, stöðu- og straumvatna á
Vestfjörðum, Norðurlandi og Austur-
landi. Kom þá í ljós að lækjagörn var
allvíða að finna í þessum landshlutum.
Á Vestfjörðum fannst hún í Vatns-
fjarðarvatni 1971, sem áberandi slý á
steinum, þræðir um 1 mm á breidd og
1–2 cm langir, einnig í tjörn á Breiða-
dalsheiði, um 550 m y.s. Á Norðurlandi
vestra í Víðidalsá og Fitjaá í júlí 1973,
og í Flókadalsvatni í Fljótum í júlí 1972
(leifar). Á miðhálendinu í Mjóavatni og
Sandá á Auðkúluheiði, og í Galtará og
Haugakvísl á Eyvindarstaðaheiði í júlí
1976, 450–550 m hæð y.s. Í Galtará var
hún óvenju stórvaxin. Auk þess hefur
Hörður Kristinsson myndað hana í
lindalæk á Hofsafrétti, upp af Vesturdal
í Skagafirði, í 700–750 m hæð y.s. Þar var
hún líka stór og breiðvaxin. Má því ætla
að hún sé nokkuð tíð á miðhálendinu.
Í Eyjafirði voru tekin fjölmörg sýni
en lækjagörn fannst þar aðeins í Nykur-
tjörn í Svarfaðardal, í um 600 m hæð
y.s., í október 1971, fremur smávaxin. Í
Suður-Þingeyjarsýslu var hennar getið
á Látraströnd og í Laxá og Mývatni. Auk
þess fannst tegundin í Djúpá í Ljósavatns-
skarði 1971, Vestmannsvatni í Reykjadal
1970, Másvatni á Mývatnsheiði 1972 og
Íshólsvatni, Bárðardal 1974.
Í Norður-Þingeyjarsýslu myndaði
þessi tegund viðamikið slý í lindalæk
í botni Vesturdals í Jökulsárgljúfrum,
í ágúst 1971, allt að 5 mm breiðar og 2
m langar tægjur (vatnshiti 4,2°C). Auk
þess fannst hún í Presthólalóni 1968.19
Merkilegt er að í Tunguá í Hólmatungum, sem
er dæmigerð lindá, fannst Tetraspora ekki 1971,
en hins vegar allmikið af grænþörungi sem var
greindur sem Blidingia minima (Kütz.) Kylin.,
tegund sem er algeng í sjávarfjörum, og Helgi
Jónsson (1903) nefnir Enteromorpha intestina-
lis f. minima (Näg.) Rosenv. Það mun vera sama
tegund og Sigurður Pétursson nefnir Enter-
omorpha sp. í fyrrnefndri grein 1948, og fann á
Suður- og Suðvesturlandi. Skýrist það líklega af
háu sýrustigi vatnsins, sem mældist 8,5–9 í ánni.
Á Austurlandi fannst lækjagörn 1976
í Sænautavatni á Jökuldalsheiði, 525
m y.s. Fyrr í þessari grein var hennar
getið á Droplaugarstöðum, bæði úr
Lagarfljóti og við Hrafnsgerðisá. Sum-
arið 2004 fann höfundur hana víða við
strendur Lagarfljóts þar sem ferskvatn
sytrar út í það, meðal annars við Ket-
ilsstaði á Völlum, og síðan í Eiðavatni
2006. Þar myndaði hún ljósgrænt slý á
steinum við ströndina, þræðir 0,5–1 mm
í þvermál og 1–2 cm á lengd.
Skarphéðinn G. Þórisson náði góðum
myndum af lækjagörn í lindalæk við
Eyvindará, austur af Fjallaskarði á
Lækjagörn í lindum í Vatnsviki, Þingvallavatni í maí 2019. – Tetraspora cylindrica in freshwater springs in Lake Thingvallavatn in May 2019.
Ljósm./Photo: Gunnar Steinn Jónsson.