Náttúrufræðingurinn - 2019, Blaðsíða 55
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
55
Gísli Pálsson
Furðukames Fullers
Nokkrir fuglAáhugAmeNN og fuglafræðingar hafa bent á að Geir-
fuglabók Johns Wolleys frá 1858 (Gare-Fowl Books),1 dagbækur
hans sem varðveittar eru á Bókasafni Cambridge-háskóla, séu ein-
stæð heimild; þær segi frá veiðum geirfugla á fyrri hluta nítjándu
aldar, þátttakendum í síðustu geirfuglaleiðöngrunum, uppstoppun
fugla og frá sölu þeirra og andvirði á erlendum mörkuðum. Wolley
heldur frásögnum leiðangursmanna samviskusamlega til haga í
Geirfuglabókinni en torlæsileg skýrslan með rithönd hans rykfellur á
bókasafninu í Cambridge og fáir hafa gefið henni gaum. Samferða-
maður hans í Íslandsferðinni, Alfred Newton, sem síðar varð pró-
fessor í náttúrufræði við Cambridge-háskóla og einn af brautryðj-
endum fuglaverndar, ritaði stutt en mikilvægt yfirlit um niðurstöður
leiðangursins að Wolley látnum.2 Þrátt fyrir það er Geirfuglabók
Wolleys, nokkur hundruð síður í fimm hlutum, enn vannýtt heimild.3
Errol Fuller hugar að geirfuglseggi á heimili sínu. Ljósm. Gísli Pálsson.
Náttúrufræðingurinn 89 (1–2), bls. 55–62, 2019