Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2019, Blaðsíða 56

Náttúrufræðingurinn - 2019, Blaðsíða 56
Náttúrufræðingurinn 56 Rithöfundurinn og málarinn Errol Fuller er einn þeirra sem hafa kannað Geirfuglabókina. Stórvirki hans, Geir- fuglinn,4 tekur við af öðru stórvirki, geirfuglabók Symingtons Grieves sem fyrst kom út árið 1885.5 Fuller segir í sínu riti (bls. 378): Áhugafólk um geirfuglinn hefur yfirleitt ekki gert sér grein fyrir gildi Geirfuglabókar Wolleys. Hún er ein af merkustu heimildum sem völ er á um líf og dauða geirfuglsins. Án hennar hefðu nöfn eins og Vilhjálmur Hákonarson, Sigurður Ísleifsson, Ketill Ketilsson, Jón Brandsson og Sigríður Þorláksdóttir horfið sporlaust á vit gleymskunnar. Það er fyrst og fremst John Wolley að þakka að varðveist hefur haldgóð vitneskja um síðasta leiðangurinn í Eldey í júní 1844. Geirfuglinn sem Fuller tók saman er ríkulega myndskreytt bók í stóru broti, greinargott og ýtarlegt yfirlit um flest það sem vitað er um geirfuglinn, og um fuglshamina og eggin sem varðveist hafa og til eru á söfnum víða um heim, sögu þeirra og örlög. TUNBRIDGE WELLS Það var líklega geirfuglabók Fullers sem vakti athygli mína á Geirfuglabók Wolleys. Ég nota tækifærið þegar ég held til Cambridge fyrir skömmu að kanna skjöl sem varða Íslandsferð Wol- leys og Newton, félaga hans, og tek járn- brautarlest til Tunbridge Wells, skammt fyrir sunnan London, þar sem Fuller býr. Ég þarf að ræða við hann um síðustu geir- fuglaferðirnar frá Suðurnesjum og dag- bækur Wolleys. Fuller hefur aldrei komið til Íslands en hann þekkir furðu vel til geirfuglaskerja. Ég hafði spurnir af því að Fuller hefði málað athyglisverðar myndir af geirfuglum og ætti mikið safn minja um geirfugla. Allt þetta langar mig að sjá. Safn Fullers, ef safn skyldi kalla, er ekki opið almenningi, en Fuller fellst á að veita mér viðtal og sýna mér verk sín og safn. Það er sunnudagur þegar mig ber að garði, í byrjun desember, ys og þys á lestarstöðvunum. Fuller tekur á móti mér á stöðinni í Tunbrigde Wells og leiðir mig inn í furðuveröld sem hann hefur skapað á heimili sínu. Ég verð ekki fyrir vonbrigðum. Einbýlishús hans er þrjár hæðir og þar verður hvergi þverfótað fyrir munum sem hann hefur sankað að sér um ævina. Í fljótu bragði sé ég ekkert skipulag í safninu og ég efast stórlega um að eigandinn haldi nákvæma skrá um hlutina sem skipta þúsundum; á öllum hæðum ægir saman uppstoppuðum fuglum, sjaldgæfum eða útdauðum, fuglseggjum, uppstopp- uðum öpum og fiskum, fornmunum, glerskápum, hljóðfærum, steingerv- ingum, höggmyndum, dýrabeinum, bókum, handritum, skjölum og mál- verkum. Í einum glerskápnum eru tugir uppstoppaðra kólibrífugla sem hafa verið haganlega festir á trjágreinar. Á vegg í baðherbergi eru tveir risavaxnir humrar í glerskápum, eins og þeir hafi Geirfuglseggið í stofuskáp Errols Fullers. Ljósm. Gísli Pálsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.