Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2019, Síða 59

Náttúrufræðingurinn - 2019, Síða 59
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 59 Frægasta geirfuglaverk Errols Fullers, Geirfuglar í mistri. Birt með leyfi málarans. Fljótlega eftir að hann komst í tæri við málverkin á Ríkislistasafn- inu einsetti hann sér að feta í fótspor Rembrandts og „mála eins og hann“. Hann þaulskoðaði verk Rembrandts hvert af öðru, einblíndi á strigann, pen- silförin, formin og litina. Þegar þau mæðginin komu heim úr verslunarleið- öngrum hóf hann tilraunir með pensla og liti á borðstofuborðinu. Á einum veggnum í furðukamesi Fullers, þar sem við settumst niður og tókum tal saman, er stórt málverk eftir hann af geirfuglum. Verkið krefst skilyrðislaust athygli allra þeirra sem stíga inn í þetta herbergi. Margar geirfuglamyndir sýna spengilega uppstoppaða fugla, eins og þeir séu steinrunnir, handan við líf og tíma, kannski til að undirstrika aldauða tegundar. Það er hins vegar eins og fugl- arnir lifni við á striga Fullers, busli í mistri í fjöruborðinu við einhvern varp- stað á Norður-Atlantshafi. Fuller segir að þetta málverk hafi vakið meiri athygli en öll önnur verk hans. Myndir af því hafa víða ratað og oft verið notaðar, meðal annars á bókakápur. Þegar Fuller hafði nýlokið við að mála verkið hugn- aðist honum ekki árangurinn og vildi helst henda því, en vinkona hans taldi honum hughvarf. Margur hefur gert til- boð í verkið en það er ekki til sölu. GEIRFUGLARNIR Íslendingar eignuðust geirfugl árið 1971, sama ár og handritin komu „heim“ frá Kaupmannahöfn.9,10,11 Landinn þurfti að halda öllu til haga í sínu furðukamesi. Fuller var kunnugt um uppboðið þar sem fuglinn var í boði. Hann hafði áhuga á honum en réð ekki við kaupin. Nú myndi þessi fugl kosta margfalt meira, telur hann, en fátítt sé orðið að geirfuglar geri vart við sig á uppboðum. Flestir þeirra hafa fengið varanlega gistingu á söfnum. Fuller eignaðist hins vegar geirfugl mörgum árum síðar, rétt- ara sagt „ítök“ í fugli, eins og komist er að orði í fornum íslenskum lagatextum. Um 2005 festi hann kaup á fugli frá Eldey í félagi við vin sinn. „Það voru mistök,“ segir hann. Þeir höfðu báðir augastað á fuglinum, en hvorugur hafði nægilegt handbært fé. Félagsbú var eina lausnin. Fuller geymdi fuglinn um skeið og naut þess að hafa hann nálægt sér og virða hann fyrir sér, en þar kom að meðeigandi hans sagði „nú er komið að mér“. Fuller varð að láta fuglinn af hendi. Kannski skildu þeir báðir að fuglinn gat ekki verið á sífelldu flakki, eins og samviskusamur farfugl. Með- eigandi Fullers fékk gott boð í fuglinn, gekk frá kaupunum í hasti án samráðs við Fuller en sendi honum sinn hlut. Kaupandi fuglsins reyndist vera fyrrverandi menntamálaráðherra í Katar, Sheikh Saud Al-Thani, sem varð vinur Fullers. Saud Al-Thani andaðist skömmu síðar og fugli hans var komið fyrir á safni. Fuglinn sem nú gistir Katar var einn af tuttugu og fjórum fuglum sem Brandur Guðmundsson í Höfnum og menn hans veiddu vorið 1833 og færðu Sigríði Þorláksdóttur frá Njarð-

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.