Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2019, Blaðsíða 64

Náttúrufræðingurinn - 2019, Blaðsíða 64
Náttúrufræðingurinn 64 Vaka-Helgafell gaf út þetta nýja glæsilega rit undir lok ársins 2018. Því er skipt í tvo hluta, sá fyrri er ýtarleg og vel skrifuð kynning á grasafræði en sá síðari og umfangsmeiri inniheldur lýs- ingar á tegundum og teikningar gerðar af vísindalegri nákvæmni. Fyrri hluti bókarinnar hefur að mínu mati mikið gildi og er sérlega vel skrif- aður. Megintilgangur þess hluta er að gefa þeim sem ekki þekkja til grasafræði innsýn í grunnhugtök eins og líffræði, þróun, flokkunarfræði, útlitsfræði, líf- efnafræði, líflandafræði og vistfræði plantna. Höfundar ná að setja þessi flóknu viðfangsefni fram með aðgengi- legum hætti og draga saman í stutta samantekt helstu grundvallarþekkingu í grasafræði. Þessi kafli getur því reynst verulega hjálplegur áhugafólki, bæði almenningi og háskólastúdentum sem eru að byrja að feta stigu grasafræðinnar. Byggist þessi hluti bókarinnar á nýjustu rannsóknum og þekkingu og er efnið sett fram á auðskilinn og aðgengilegan hátt. Í lokakafla fyrri hlutans er gott yfirlit yfir sögu grasafræðirannsókna á Íslandi. Það sýnir vel ríka hefð slíkra rannsókna á Íslandi, sem Íslendingar mega vera stoltir af. Í seinni hluti bókarinnar er að finna lýsingar á einstökum tegundum ásamt sérlega vönduðum teikningum af öllum innlendum og mörgum ílendum tegundum flórunnar. Við hverja teg- undarlýsingu kemur fram bæði íslenska tegundarheitið og hið latneska, og í sumum tilfellum einnig eldri latnesk samheiti. Útlitslýsingar eru einfaldar en ýtarlegar, og nægilega skýrar til að gefa lesandanum góða hugmynd um hvernig plantan lítur út í raun. Hverri tegund fylgir einstaklega vel gerð teikning af slíkri vísindalegri nákvæmni að hún nýtist við greiningu tegundarinnar. Auk útlitslýsingar er fjallað um líffræði einstakra tegunda og vistfræði þeirra, sagt frá útbreiðslu tegundanna bæði á Íslandi og á heims- vísu og gefnar nákvæmar upplýsingar um fyrstu skráningu hverrar tegundar hér á landi. Þessi ýtarlegu efnistök eru gagnleg jafnt fyrir lærða sem leika og verðugt framtak að safna saman á einn stað öllum þessum mikilvæga fróðleik. Afurðin er aðgengi- legt uppflettirit sem nýtist fjölmörgum og er einstakt í hópi evrópskra plönturita. Undirrituðum er að minnsta kosti ekki kunnugt um annað sambærilegt rit um flóru einstakra svæða í Evrópu. Í öllum ritdómum er mikilvægt að fjalla um það sem betur má fara og skorast ég ekki undan því að benda á örfáa hnökra af hálfu höfunda. Það eru einkum fjögur atriði sem að mínu mati þarf að ræða. Flokkunarfræðileg nálgun er yfirleitt vel ígrunduð en engu að síður er notkun vísindalegra heita í bókinni á stundum villandi. Sem dæmi má taka skarfa- kál, íslenska tvílitna tegund af ætt- kvíslinni Chochlearia. Hún er skráð sem Cochlearia officinalis subsp. islandica. Þetta er ekki rangt í sjálfu sér en þetta fræðiheiti er ekki gilt heiti og á því ekki heima í vísindalegu riti. Heitið í Flóru Íslands hefur aldrei verið birt formlega í ritrýndri útgáfu en Reidar Elven notaði það „óformlega“ í Ark- tíska gátlistanum á netinu, „Annotated Checklist of Panarctic Flora (PAF)“. Betur hefði farið á því að nota heitið Cochlearia islandica Pobed., sem var birt árið 1968 í Novostí sístematíkí vysshíkh rasteníj (5: 130). Nú þegar hafa tvílitna afbrigði annars staðar í Evrópu öðlast viðurkenningu sem tegundir. Er því ekki eðlilegt að meðhöndla íslenska tvílitna skarfa- kálið sem tegund frekar en afbrigði? Á svipaðan hátt benda rannsóknir Olsens, „Genetic structure of diploid (2n = 12, 14) Scurvygrasses (Cochlearia) with emphasis on Icelandic populations“ (2015), til þess að fjallaskarfakál til- heyri Cochlearia groenlandica. Því hefði mátt tiltaka tvær tegundir skarfakáls á Íslandi, þ.e. Cochlearia islandica Pobed. og Cochlearia groenlandica L. Slík framsetning hefði dregið enn betur fram þann líffræðilega fjölbreytileika sem finnst meðal íslenskra stofna af ættkvíslinni Cochlearia. Framsetningin hjá höfundum í Flóru Íslands gerir hins vegar hið gagnstæða, þ.e. dregur úr fjölbreytileikanum með því að gert er ráð fyrir að einungis sé um að ræða tvö afbrigði sömu tegundar. Í ritinu hefði mátt gera skýrari grein fyrir uppruna einstakra tegunda á Íslandi, þ.e. hvort um upprunalega eða ílenda tegund er að ræða. Þótt þær upplýsingar séu til- teknar í tegundar- lýsingunum getur reynst erfitt fyrir lesandann að finna þær í þeim viða- mikla texta og hefði að ósekju mátt gera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.