Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2019, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2019, Blaðsíða 6
6 1. mars 2019FRÉTTIR PIZZERIA DALVEGI 2, 201 KÓPAVOGI DALSHRAUNI 13, 220 HAFNARFIRÐI KRABBAMEINSMEÐFERÐ Í REYKJAVÍK HEFUR KOSTAÐ LINDU HÁLFA MILLJÓN L inda er 36 ára gömul og býr á Egilsstöðum ásamt unnsta sínum, Steinari Inga Þor- steinssyni, og börnum sínum þeim Esjari, tveggja ára, og Önju, tólf ára. Þá býr níu ára stjúpdóttir Lindu, hún Móeiður hjá móður sinni á Egilsstöðum. Rúmlega tveir mánuðir eru síðan Linda greindist með með þrí-neikvætt krabbamein í hægra brjósti. „Greiningin kom 20. desember og daginn eftir fékk ég símtal um að ég ætti að mæta í fyrsta læknatímann 27. desember, og síðan fleiri myndatökur þann 2. janúar,“ segir Linda í samtali við blaðamann. Linda og Steinar hafa fjórum sinnum flogið til Reykjavíkur eftir greininguna og hafa ferðirnar ver- ið allt frá fjórum nóttum upp í tíu. „Við höfum ekki viljað sleppa því að fara án hvort annars í þessar ferðir, þar sem um mikilvæg lækna- viðtöl er að ræða ásamt aðgerðum og fleiru. Við höfum þurft að taka tveggja ára son okkar með í allar ferðir suður þar sem hann er of lítill til að vera eftir. Eldri stelpan mín, 12 ára, hefur komið með í „alvarlegri“ heimsóknirnar en til að missa sem minnst úr skóla og tómstundum hefur hún fengið að gista hjá bekkjarsystur sinni hér, sem við erum óendanlega þakklát fyrir,“ segir Linda. „En auðvitað á ég ekki að þurfa að vera svona mikið frá börn- unum mínum, eða þau svona mikið án mín meðan á þessu ferli stendur. Það er óhugnanlegt að eiga mömmu sem er veik af krabbameini og horfa upp á all- ar tilfinningarnar sem herja á. Svo ekki sé minnst á öll veikindin sem fylgja.“ Hafa greitt tæpa hálfa milljón króna Linda segir allar þessar ferðir hafa komið upp með tiltölu- lega stuttum fyrirvara og því hafi ekki verið annað í boði en að rífa heimilis lífið upp með rótum og fljúga suður. Skiljanlega fylgi því töluverður kostnaður að að þurfa sífellt að fljúga á milli landshluta. „Við höfum lagt út hátt yfir 500.000 krónur þessa tvo mánuði sem eru liðnir frá greiningu. Við leggjum út fyrir öllum flugferðun- um og fáum greitt til baka mín flug eftir dúk og disk. Við leggjum sjálf út fyrir flugum barnanna og maðurinn minn fær endurgreitt ef hann er í sama flugi og ég. Það setur smá strik í reikninginn, því þá þurfum við að velja hvort að maðurinn minn taki sér frí úr vinnu til að ég geti sótt þjónustu í Reykjavík, eða við fljúgum saman rétt fyrir viðtöl svo hann missi ekki óþarflega mikið úr vinnu.“ Fargjöldin eru þó ekki eini kostnaðarliðurinn í ferlinu en líkt og Linda bendir á eru takmörkuð gistiúrræði í boði fyrir landsbyggðarfólk sem sæk- ir tímabunda læknismeðferð í höfuðborgina. Krabbameins- félag Íslands á og rekur átta leigu- íbúðir á Rauðarárstíg í Reykjavík sem ætlaðar eru fyrir sjúklinga og aðstandendur meðan á meðferð stendur. Landspítalinn annast rekstur og úthlutun íbúðanna en Linda segir íbúðirnar þaulsetnar og hefur fjölskyldan því ekki getað nýtt sér þann kost. „Við áttum bókaða íbúð um áramótin hjá AFL stéttarfélagi sem við höfðum bókað fyrir grein- inguna mína. Hana fengum við ekki endurgreidda þrátt fyrir að hafa aðgang að íbúð Krabba- meinsfélagsins svo við greiddum tæplega 40.000 fyrir hana.“ Þá stendur fjölskyldunni ekki til boða að gista í íbúð BHM, sem er stéttarfélag Lindu, þar sem sú íbúð er ónothæf. Linda bendir á að AFL eigi einnig svokallaða sjúkra- íbúð í Reykjavík, en þá íbúð þurfi að sækja um með tveggja vikna fyrirvara. Þar sem að ferðir Lindu og fjölskyldunnar eiga sér yfirleitt stuttan fyrirvara þá kemur það úrræði ekki til greina. Fjölskyldan þarf því að reiða sig á vini og vandamenn þegar kemur að gistingu í höfuðborginni. „Við höfum gist hjá foreldrum mínum, sem eru alltaf tilbúnir til að færa húsgögn til og breyta öllu heima hjá sér til að koma okkur á dýnu á gólfinu. Vinir okkar hafa verið duglegir að bjóða okk- ur heimilin sín ef þeir eru að fara út úr bænum og nú síðast vorum við í íbúð Barnaspítala Hringsins, en Krabbameinsfélagið og Barna- spítalinn lána íbúðir sín á milli ef það er laust hjá þeim. En þá erum við auðvitað í þeirri stöðu að þurfa að fara úr íbúðinni ef fjölskylda með veikt barn þarf að komast að.“ Nauðsynlegt að hafa fastan samastað Þá er ónefndur margvíslegur kostnaður sem fylgir því að gangast undir krabbameinsmeð- ferð. „Auk þess völdum við að fara í meðferð hjá LIVIO til að frysta fósturvísa, en mjög miklar líkur eru á því að krabbameinsmeð- ferðin sem ég fer í muni hafa neikvæð áhrif á eggjaframleiðslu líkama míns. Þrátt fyrir að fá 65 prósent endurgreidd frá Sjúkra- tryggingum Íslands þurfum við að leggja út fyrir kostnaðinum, sem er rúmlega 140 þúsund krónur, og einnig lyfjunum, sem er í kringum 50 þúsund krónur. Áður en farið er í krabba- meinslyfjameðferð þarf að athuga tannheilsu því meðferðin hefur jú áhrif á tannheilsuna. Ég þurfti að láta taka úr mér endajaxl áður en ég hóf meðferðina og kostaði það mig 80.000 krónur. Svo þarf ég auðvitað að greiða fyrir lyfin sem ég þarf að taka eftir lyfjameðferðina. Stera og velgju- lyf og einnig sprautu á þriðja degi, sem örvar hvítu blóðkornin mín.“ Linda tekur undir með því að mikilvægt sé fyrir fjölskyldur í þessum aðstæðum að hafa fastan gististað. „Sérstaklega þegar um er að ræða yngri börn sem þarf alltaf að aðlaga að nýrri íbúð í hvert skipti sem við fáum íbúð.“ Hvað finnst þér að þurfi að gera (fyrst og fremst) til að koma til móts við landsbyggðarfólk í þessari aðstöðu? „Það á enginn að þurfa að fara í gegnum þetta tímabil einn, og það er erfitt að vera makinn heima og geta ekki tekið þátt út af pen- ingaleysi. Mér finnst einnig að taka þurfi tillit til þess að sumir eru í þeirri stöðu að þurfa að ferð- ast með börn á milli staða og aðstæður leyfa ekki að þau séu skilin eftir. Í sambandi við íbúðarmál þá þarf að fjölga íbúðum sem hægt er að sækja um, en íbúðir Krabba- meinsfélagsins standa alls ekki undir aðsókn. Vissulega er í boði sjúkrahótel, en ég býð ekki tveggja ára syni mínum og tólf ára dóttir minni upp á dvelja á litlu hótel- herbergi í allt að heila viku, þar sem aðstæður leyfa ekki mikla dagskrá.“ n Linda Sæberg, íbúi á Egilsstöðum greindist með brjóstakrabbamein í desember síðastliðnum og hef- ur síðan þá þurft að ferðast reglulega til Reykjavíkur til að sækja þjónustu lækna og heilbrigðisstarfsfólks. Hún segir þjónustu við krabbameinsgreinda hér á landi oft á tíðum góða en engu að síður sé takmark- að komið til móts við íbúa á landsbyggðinni sem þurfa að sækja mikilvæga læknisþjónustu á borð við krabbameinsmeðferð í höfuðborgina. Auður Ösp Guðmundsdóttir audur@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.