Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2019, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2019, Blaðsíða 48
48 1. mars 2019 Tímavélin Gamla auglýsinginVísir 3. maí 1952 Suðurlandsbraut 14 • 108 Reykjavík • Sími 588 0188 • slysabaetur@slysabaetur.is VIÐ SÆKJUM BÆTURNAR Ekki flækja málin. Hrafninn var einn vinsælasti bjórlíkisstaðurinn n Guðmundur blandaði bjórlíki fjórtán ára n Rod Stewart smakkaði B jórinn á Íslandi fagnar nú þrjátíu ára afmæli sínu en hann var leyfður þann 1. mars árið 1989. Á níunda áratugnum var kominn mik- ill þrýstingur frá almenningi um að fá að kaupa bjór og drekka án þess að það kostaði utanlands- ferð. Útlandaferðir voru þá orðnar tíðari og Íslendingar þekktu bjór- krárnar ytra vel. Árin 1983 til 1989 blönduðu íslenskir veitingamenn pilsner saman við vodka og viskí og kölluðu það bjórlíki, sem var geysivinsælt. DV ræddi við Guð- mund Hrafnkelsson sem starf- aði hjá föður sínum á Hrafninum í Skipholti og blandaði bjórlíki á unglingsaldri. Blandaði bjórlíki fjórtán ára Veitingastaðurinn Hrafninn stóð í Skipholti 37, þar sem Lumex er nú til húsa. Þar var seldur matur á daginn en á kvöldin kom fólk til að fá bjórlíki. Þar var einnig spiluð lif- andi tónlist. Hrafnkell Guðjónsson opnað staðinn haustið 1984. Hann hafði áður stofnað samlokufyrir- tækið Júmbó og rekið bílaleigu og fasteignafélag svo eitthvað sé nefnt. Guðmundur sonur hans starfaði hjá föður sínum frá unga aldri. „Bjórlíkið var aðalaðdráttar- aflið,“ segir Guðmundur. „Ég var fjórtán eða fimmtán ára farinn að blanda það í skúrnum heima þar sem það var ekki aðstaða á staðn- um. Þetta var svo mikið magn.“ Hrafnkell pantaði tunnur af pilsner frá Vífilfelli og var 2,25 lítr- um tappað af tunnunum og tveim- ur flöskum af kláravíni og svolitlu af Glenfield-maltviskíi hellt í stað- inn. Þú varst mjög ungur í þessu? „Já, það var enginn miskunn hjá gamla. Ég var farinn að vinna fyrir hann sex ára þegar hann rak biljarðstofuna Júnó,“ segir Guð- mundur. Varst þú stundum að stelast í bjórlíkið? „Nei, ég byrjaði ekki að drekka fyrr en ég var nítján ára, í kringum bjórdaginn sjálfan. Ég vissi aldrei hvort þetta var gott eða vont bjór- líki sem ég var að blanda. Mér var bara sagt að blanda þetta í ákveðn- um hlutföllum og vanda mig. Fimmtán kúta fyrir hvert kvöld. Ég prófaði að blanda bjórlíki aftur fyr- ir nokkrum árum og það var ekki bragðgott.“ Ekkert til sparað Þrátt fyrir að bragðið af bjórlíki jafnist ekki á við alvöru bjór þá var það geysivinsælt og Hrafninn troð- fullur allar helgar. Guðmundur segir að eina helgina hafi selst fyrir jafn mikið og nýi Daihatsu Charade föður hans kostaði. Í dag væri það um þrjár milljónir króna. „Stundum kom það fyrir að magnið dugði ekki og ég var vak- inn um miðnætti til að blanda meira.“ Guðmundur vann á Hrafni eft- ir skóla og allan daginn um helg- ar, fram á kvöld. „Það yrði ábyggi- lega tekið hart á þessu í dag,“ segir hann og skellir upp úr. Var hann þá í uppvaski, að tína af borðum og fleira. Hrafnkell fékk enga aukvisa til starfa á Hrafni. Einn þekktasti barþjónn landsins, Valur Kristinn Jónsson, var fenginn af Hótel Sögu eftir tuttugu ára starf á Mímisbar. Yfirkokkurinn Jóhann Bragason kom af Naustinu. Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is Guðmundur Hrafnkelsson Starfaði hjá föður sínum frá unga aldri. Íslendingar hin útvalda þjóð Á rið 1937 gaf breski dul- spekingurinn Adam Rutherford út rit sem kom flatt upp á marga. Bar það heitið Iceland’s Great Inheritence og fékk mikla út- breiðslu. Í ritinu var því haldið fram að íslenska þjóðin væri í raun framhald af ættbálki Benja- míns í landinu helga. Ritið féll inn í þá stefnu sem upp kom undir lok 20. aldarinnar að nor- rænu þjóðirnar væru allar af- komendur gyðinganna. Hér á Íslandi bergmálaði þingmaður- inn Jónas Guðmundsson þessar skoðanir um arfleifð Íslands. Litlar, blandaðar og umburðar- lyndar þjóðir Ættbálkur Benjamíns var einn af hinum tólf ættbálk- um Ísraels, stað- settur sunnan við Júdeu. Ruther- ford dregur fram ýmis líkindi með íslensku þjóðinni og þess- um ættbálki, svo sem smæðina og aldurinn. Benjamín var yngsti sonur Jakobs og ættbálkur hans sá smæsti. Önnur líkindi samkvæmt kenningu Rutherford voru hinn blandaði uppruni. Landnemar hér á Íslandi hafi að stórum hluta verið norrænir karlmenn en konurnar þrælar frá Bret- landseyjum. Þetta samsvari sér vel við þá kenningu að allar kon- ur ættbálks Benjamíns hafi verið drepnar í stríði við aðra gyðinga á tólftu öld fyrir Krist. Hafi eft- irlifandi karlar ættbálksins þá sótt konur frá bænum Jabesh- -Gilead, austan við ána Jórdan. Enn önnur líkindi væru um- burðarlyndið og frelsið. Líkt og í ættbálki Benjamíns væri hér á Íslandi mikið umburðarlyndi gagnvart öðrum trúarbrögðum. 2.520 ár Með því að sýna fram á þessi líkindi og fleiri vildi Rutherford sýna að Íslendingar væru útvalin Jónas Guð- mundsson Þingmaður úr Múlasýslum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.