Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2019, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2019, Blaðsíða 20
20 FÓKUS - VIÐTAL 1. mars 2019 É g held að þetta hafi verið byrj­ unin á átröskuninni. Ég fékk þá hugmynd að ef ég myndi líta öðruvísi út, yrði ég sam­ þykkt,“ segir Margrét Edda Gnarr um eineltið sem hún varð fyrir í æsku. Margrét er atvinnumaður í bikinífitness og einkaþjálfari. Hún er nú í hléi frá keppni til að ná bata en hún hefur glímt við lystarstol og lotugræðgi frá því að hún var unglingur. Snemma fékk Margrét þá hugmynd að ef hún liti öðruvísi út myndu aðrir vera góð­ ir við hana. Sú hugsun hefur litað hennar líf síðan. Margrét er með svarta beltið í taekwondo og hef­ ur orðið heimsmeistari í bikiní­ fitness. Í viðtali við DV opnar Mar­ grét sig um átröskunina, eineltið, atvinnuferil hennar í bikinífitness og virðinguna sem hún fann innan taekwondo­samfélagsins. Við viljum vara við innihaldi og myndefni viðtalsins (TW). Þurfti mikla hreyfingu Margrét var alltaf mikið í íþróttum í æsku. Hún æfði meðal annars ballett, fimleika og listdans á skaut­ um. Þá íþrótt æfði hún um sex ára skeið, samhliða öðrum greinum. Margrét segist alltaf stefna hátt í því sem hún tekur sér fyrir hend­ ur og var ákveðin í því að komast á Ólympíuleika í íþróttinni, fyrst Ís­ lendinga. Meiðsli urðu þó til þess að hún þurfti að segja skilið við þann draum fjórtán ára gömul. Prófaði taekwondo aftur Margrét hafði kynnst bardaga­ íþróttinni taekwondo þegar hún var sjö ára gömul og æfði íþróttina um skeið. Þegar hún lagði skautana á hilluna ákvað hún að byrja að æfa taekwondo á nýjan leik með vin­ konu sinni og þá var ekki aftur snúið. „Á fyrstu æfingunni minni varð ég ástfangin af þessari íþrótt, aftur. Ég byrjaði að æfa ógeðslega mikið. Fyrst þrisvar í viku, svo fór ég að æfa með systrafélagi Ármanns, sem var í Hafnarfirði. Ég bjó í Austurbænum, nálægt tjörninni, og fór oft á rúllu­ skautum á æfingu í Hafnarfirði ef ég átti ekki pening fyrir strætó. Ég varð að komast á æfingu. Ég elskaði að fara á æfingar. Mér fannst sérstak­ lega gaman hvað allir voru vinaleg­ ir,“ segir Margrét brosandi og verður svo ögn alvarlegri á svipinn. „Ég var lögð í mikið einelti í skóla og þetta var eini staðurinn þar sem mér leið rosalega vel. Það var enginn að stríða mér eða segja neitt andstyggilegt við mig. Það er mikið lagt upp úr virðingu í taekwondo og ég varð gjörsamlega heltekin. Mig langaði að vera þar alla daga, allan daginn,“ segir Margrét. „Ég var orðin hrædd um líf mitt“ Margrét Gnarr var komin með hjartsláttartruflanir vegna átröskunar Guðrún Ósk Guðjónsdóttir gudrunosk@dv.is MYND: HANNA/DV
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.