Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2019, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2019, Blaðsíða 54
54 PRESSAN 1. mars 2019 að vitnis burður hennar næðist á upptöku. Þá snöggreiddist Hildur aftur og sagði hátt: „Ég er ekki þroskaheft.“ Þá heyrðist frá vinkonu hennar sem sat meðal áheyranda: „Heyr, heyr.“ Meðal annarra spurninga var hvort hún myndi eftir að hafa farðað fórnarlambið. Svaraði þá Hildur: „Geturðu lýst þessu nán- ar. Meinarðu hvernig ég málaði hann?“ Hún sagðist svo hafa gef- ið sér góðan tíma í að farða hann, enda hefði hann verið með sér- þarfir. Hún sagðist svo sjálf vera fórnarlamb ofbeldis og að hún vildi ekki tengjast „svona fólki“.“ Á meðal þeirra sem báru vitni í málinu var hárgreiðslumaðurinn og stílistinn Karl Berndsen. Hann var beðinn um að lýsa sinni að- komu að málinu. Hann hefði komið inn á Bjútí- bar og þá séð ungan mann sitja í sófa frammi í biðstofu. „Þeir voru komnir inn þegar ég kom. Annar þeirra lá í sófanum frammi á biðstofu og mér fannst það mjög undarlegt. Þeir voru einu viðskiptavinirnir á stofunni og ég veitti þeim kannski sérstaka eftirtekt út af útliti þeirra.“ Hann sagði þá þannig útlít- andi að þeir væru ekki eftirsóknar- verðir kúnnar. Aðspurður sagðist hann ekki hafa tekið eftir áverk- um á fórnarlambinu og ekki tekið eftir því að það væri þar gegn eig- in vilja. „Þeir litu út fyrir að vera vinir,“ sagði Karl. Farsi Kio Briggs Í september árið 1998 kom til landsins frá Bretlandi maður að nafni Kio Briggs. Hann átti eftir að verða einn dáðasti sakamaður á Ís- landi. Hann var dæmdur í héraðs- dómi í sjö ára fangelsi fyrir smygl á rúmum 2000 e-töflum. Hann var síðan sýknaður í Hæstarétti. Kio Briggs harðneitaði að hafa vitað um töflurnar í töskunni og sagðist vera kominn til Íslands til að leita sér að plássi á togara. Var hann viss um að töflunum hefði verið laumað í íþróttatösku hans. Í bókinni Ísland í aldanna rás segir: „Þá höfðu fundist í vasa á stuttbuxum í tösku hans teikningar af aðstæðum í komusalnum í Leifs- stöð. Inn á teikningarnar var merkt hvar löggæslu- menn hefðu aðsetur. En Kio Briggs stóð enn fastur á sínu og sagðist aldrei hafa séð þessar teikn- ingar áður né heldur stuttbuxurnar.“ Á meðan Kio Briggs beið dóms varð hann fjölmiðlastjarna á Ís- landi. Í Ísland í aldanna rás segir: „Ótal viðtöl voru tek- in við hann og vöktu þau mikla athygli. Maður- inn var enda fjallmyndarlegur og tilfinningaríkur með ágætum og ekki laust við að ýmsir hrærðust til meðaumkunar þegar hann lýsti því fjálglega hve kramið hjarta hans væri yfir því að hafa setið svo lengi saklaus í fangelsi.“ Þann 30. júní 1999 var kveðinn upp dómur yfir Kio Briggs í hér- aðsdómi. Farið var ítarlega yfir málið og meðal annars mátaði Kio Briggs frammi fyrir dómnum stuttbuxur þær sem teikningarnar af Leifsstöð höfðu fundist í. Hélt hann því fram að þær væru of stórar á sig sem sannaði að hann ætti ekkert í þessum buxum. Þar eð Kio Briggs var maður afar há- vaxinn var vont að vita hvaða tröll kynni þá að hafa átt þessar stutt- buxur. En eftir að hafa virt Kio fyrir sér íklæddan stuttbuxunum var niðurstaða dómaranna sú ein að því yrði ekki slegið föstu að full- yrðing hans væri röng. Má segja að þarna hafi verið leikinn sami leik- ur og í máli O.J. Simpson í Banda- ríkjunum sem látinn var máta leð- urhanska í réttarsal. Í stuttu máli, þá var Kio Briggs sýknaður. Í Ís- land í aldanna rás segir: „Kio Briggs brást ekki aðdáend- um sínum með óhaminni gleði sinni í réttarsalnum þegar sýknu- dómurinn hafði verið kveðinn upp.“ Hrópaði hann upp yfir sig af gleði og féll í fang lögmanns síns sem virtist þykja framganga skjól- stæðingsins heldur vandræðaleg. Kio Briggs var einnig sýknaður í Hæstarétti. Hann fór síðan fram á bætur fyrir að hafa setið í marga mánuði í gæsluvarðhaldi. Líklegt er að Kio Briggs hefði fengið ein- hverjar bætur, en það breyttist allt þegar hann var handtekinn í Dan- mörku fyrir að smygla e-töflum. Helgi Jóhannesson, lög- maður Kio Briggs, sagði í samtali við DV um mál- ið að sýknudómurinn yfir Kio væri eitt af hans mestu afrekum á ferlin- um. Helgi sagði: „Þetta var og er enn mjög í minnum haft og hef ég oft sagt að þetta sé næstfrægasta saka- mál Íslandssögunnar á eftir Njálsbrennu. Enn þann dag í dag, 19 árum síðar, eru menn að minn- ast á þetta mál enda vakti málið og ákærði mikla athygli hér á landi á þess- um tíma.“ Auðir bleðlar sem breytast í evrur Sunday Osemwengie og Nosa Ehi- orobo, Nígeríumenn búsettir á Spáni, voru stöðvaðir á Keflavíkur- flugvelli með 100 þúsund evrur í reiðufé 17. mars árið 2006. Í þeirra fórum fundust einnig hvítir miðar í peningaseðlastærð, joð, vaselín, einnota hanskar, álpappír og flú- orlampi. Þeir voru ákærðir fyrir fjársvik og dæmdir til 15 mánaða fangels- isvistar þann 28. apríl sama ár fyrir að hafa haft peningana af íslensk- um feðginum sem þeir höfðu ver- ið í sambandi við fyrir komuna. Faðirinn pantaði leiguíbúð fyrir þá og dóttirin greiddi fyrir kvöldverð. Þann dag lögðu þau níu milljónir króna inn á reikning sem voru teknar út í evrum samdægurs. Sögðust mennirnir geta þrefaldað fjárhæðina með efnahvarfi en innan löggæslunnar er talað um „Black Money Fraud“. Dómurinn fór ekki fyrir Hæstarétt. Sveinn Andri og Vilhjálmur H. voru verjendur Nígeríu- mannanna. Þeir voru ákærðir og dæmdir fyrir fjársvik með því að hafa sannfært íslenska fjölskyldu um að mörg búnt af hvítum bleðl- um væru í raun evrur sem aðeins þyrfti að hafa í bréfpoka og sprauta í pokann tilteknum vökva sem þeir voru með, þá myndi hvíta duftið fara af evrunum. Um væri að ræða eina milljón evra sem þeir sannfærðu Ís- lendingana um að kaupa á 100.000 evrur. Það tæki efnið átta klukku- stundir að hvarfast í burtu. Það var akkúrat sá tími sem félagarn- ir töldu sig þurfa til að komast úr landi. Dómarinn í málinu hafði á orði að væri heimska refsiverð, þyrftu fórnarlömbin í málinu að dúsa lengi í fangelsi. Ástþór og tómatsósan Ástþór Magnússon, forsetafram- bjóðandinn fyrrverandi, sprautaði úr tómatsósu í húsakynnum Hér- aðsdóms Reykjavíkur í maí 2005. Veittist Ástþór að ljósmyndara DV og sprautaði úr tómatsósuflösku í átt til hans. „Við þurfum að taka á þessu tómatsósumáli,“ sagði Barbara Björnsdóttir, skrifstofustjóri Hér- aðsdóms Reykjavíkur. Ástþór kom fyrir héraðsdóm þegar tekið var til aðalmeðferðar m ál sem Lögreglu- stjórinn í Reykjavík höfðaði gegn honum. Ástþóri var gefið að sök að hafa þrifið stafræna myndavél í eigu Flugblaðs Iceland Express og mölbrotið hana inni á skemmti- staðnum Glaumbar. Ljósmyndari DV var í hér- aðsdómi og þegar hann hugðist mynda Ástþór á leið inn í dóm- sal rann á Ástþór æði. Hann veitt- ist að ljósmyndaranum vopnað- ur Hunt’s-tómatsósubrúsa og hóf að sprauta í átt til ljósmyndarans. Starfsfólk dómsins segir að gólf og veggir hafi verið „löðrandi“ í tómatsósu, svo langan tíma tók að þrífa upp eftir forsetaframbjóð- andann fyrrverandi. Þetta var ekki í fyrsta skipti sem framkoma Ástþórs í dómsölum vekur athygli. Ekki heldur fyrsta skiptið sem tómatsósa kemur við sögu. Hann mætti eitt sinn útbíað- ur í tómatsósu þegar hann þurfti að svara fyrir tölvupóst þar sem hann varaði við mögulegum árás- um hryðjuverkamanna á Ísland. Eitt sinn mætti Ástþór í hér- aðsdóm klæddur í jólasveinabún- ing en athygli vakti að í það skiptið hafði hann samband við blaða- ljósmyndara og lét vita af fyrirhug- uðu uppátæki sínu í von um að það yrði fest á mynd. Afstaða Ástþórs til ljósmynda- töku í húsakynnum héraðsdóms hafði þarna breyst því í næstu tvö skipti sem hann mætti þangað, veittist hann að ljósmyndurum. n Mottur setja punktinn yfir i-ið á heimilinu. Persía er sérdeild innan Parka með stök teppi og mottur. Við bjóðum upp á sérvalin handhnýtt austurlensk teppi og fjölbreytt úrval af vönduðum vélofnum gervi- og ullarteppum. Bjóðum aðeins það besta fyrir þig. Parki ehf. • Dalvegi 10-14 • 201 Kópavogi • www.parki.is • parki@parki.is • sími: 595 0570 VIÐARPARKET • UTANHÚSSKLÆÐNINGAR • VÍNYLPARKET • FLÍSAR • HURÐIR • TEPPI • KERFISLOFT • HARÐPARKET • INNRÉTTINGAR Karl Berndsen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.