Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2019, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2019, Blaðsíða 27
KYNNINGARBLAÐ 1. mars 2019 Gott betra BEST Láttu hrífast með Mótettukórnum Mótettukór Hallgrímskirkju heldur fjölda tónleika ár hvert með margbreytilegri dagskrá og lagavali sem höfðar til fjölbreytts áheyrendahóps. Að þessu sinni verður flutt rómantísk kórtónlist eftir þá Brahms, Bruckner og Mendelssohn. Tónleikarnir verða haldnir í Hallgríms- kirkju, sunnudaginn 10. mars klukkan 17.00. Falleg og glæsileg tónlist úr róm- antíkinni „Rómantíska tímabilið, sem hófst skömmu fyrir 1800 og lauk um alda- mótin 1900, gat af sér ótrúlega falleg og innlifuð tónverk sem hafa staðist tímans tönn. Við ætlum að einblína á þessa tónlist á tónleikunum 10. mars og ég get lofað því að þetta verður ákaflega falleg stund. Verkin eru hefðbundin og tignarleg enda hefur alltaf einhver klassi verið yfir þessu tímabili sem mönnum hefur ekki tekist að leika eftir síðar. Þetta er alveg tilvalið fyrir þá sem langar að mæta á tónleika og láta hríf- ast og vilja gleyma stað og stund,“ segir Katrín Sverrisdóttir, formaður Mótettukórsins. Fagmenn í hverju horni „Mótettukórinn syngur á tónleikunum en Björn Steinar Sólbergsson leik- ur á orgel. Hann er einn af fremstu orgelleikurum á Íslandi. Okkar ástkæri Hörður Áskelsson stjórnar af sinni einstöku list. Ásta Marý Stefánsdóttir sópransöngkona er sjálf úr röðum kórfélaga og syngur einsöng með kórnum í einu verki, en Ásta sigraði í söngkeppninni Vox Domini árið 2018. Ég hvet alla til þess að næla sér í miða á viðburðinn sem fyrst á midi.is eða í miðasölu í Hallgrímskirkju. Þetta eru tónleikar sem enginn unnandi fagurrar tónlistar má missa af,“ segir Katrín. Ásta Marý Stefánsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.