Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2019, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2019, Blaðsíða 52
52 PRESSAN 1. mars 2019 E nginn dagur er eins í ís- lenskum réttarsölum. Lög- fræðingar og síðan dómarar takast á við fjölbreytt, erf- ið og stundum kostuleg mál, sem snerta allt litróf mannlífsins. Mál- in geta verið furðuleg og stundum ótrúlega fyndin. Hér ætlum við að rifja upp eftirminnileg mál í gegnum tíðina sem einnig ættu að kitla hláturstaugarnar og af nægu er að taka. Hildur Líf varð þjóðþekkt fyrir svokallað VIP-partí og fyrir vitnisburð í sér- stæðu dómsmáli gegn Ríkharð Júlíusi Rík- harðssyni sem þá var foringi Black Pistons, og D avíð Frey Rúnars- syni. Þetta var árið 2011. Hún játaði við aðalmeð- ferð í málinu að hafa farð- að þolanda í málinu eftir hrottafengn- ar árásir mannanna. Í nær- mynd DV frá því í september 2011 kom fram að Hildur lýsti sér sem skynsamri lítilli prinsessu með harða skel. Hildur Líf var mikil íþróttakona sem lifði fyrir hand- bolta. Hún þykir afar klár og marg- slunginn karakter. Á þessum árum var hún iðin við að koma sér á framfæri sem glamúrfyrirsæta og tók þátt í Samkeppni Samúels 2010. Þar sagðist hún vera dæmigerð stein- geit: „Ég er frek/ákveðin stelpugeit með bein í nefinu, er samt inn á milli skynsöm, lítil prinsessa … með harða skel 8 […] Ég hef alltaf verið í sporti. Mamma henti of- virka barninu sínu í fimleika þriggja til fjögurra ára gömlu. Síð- an hef ég æft nánast allt sem hægt er að æfa og fer líka reglulega í ræktina.“ Þá kom fram í nærmynd DV að Hildur Líf hefði verið þolandi ofbeldis en fyrrverandi kærasti hennar, Skúli Steinn Vilbergsson, Skúli Tyson, var sakfelldur fyrir að kasta bjórglasi í andlit hennar á skemmtistað í Keflavík í janúar 2009. Hildur Líf nefbrotnaði og hlaut nokkra skurði í andliti. Eftir dómsmálið dró Hildur Líf sig í hlé og úr Kastljósi fjölmiðla. Þeir Ríkharð og Davíð Smári voru sakaðir um að hafa svipt ungan mann frelsi og misþyrmt hon- um hrottalega dagana 11. og 12 maí 2011. Samkvæmt kæru hót- uðu þeir að beita unga manninn og hans nánustu ofbeldi ef hann útvegaði þeim ekki tíu milljónir í reiðufé, ferðatölvu, tvo flatskjái, tvö mótorhjól og bifreið. Þeir áttu að hafa veist að honum með högg- um og spörkum í höfuð og lík- ama auk þess að hafa lamið hann með rafmagnssnúrum, belti, sam- úræjasverði í slíðri og moppu- skafti. Sömu moppu á fórnar- lambið að hafa notað til að þrífa upp sitt eigið blóð. Þeir hótuðu að skera á sinar mannsins, draga úr honum tennur og af honum negl- ur. Fórnarlambið gerði í buxurnar af hræðslu. Maðurinn bjóst ekki við að sleppa lifandi. Hildur Líf var svo beðin um að farða unga manninn og síð- ar var farið með hann í klippingu til Karls Berndsen. Hildur Líf bar vitni í réttarsal og var lýsingin svo hljóðandi í DV: „Gera þurfti hlé á þinghaldinu á meðan beðið var eftir Hildi Líf. Þingvörður hringdi ítrekað í hana og alltaf sagðist hún vera skammt undan. Þó bólaði ekkert á henni. Brynjar Níelsson, verjandi Rík- harðs, lét þau orð falla að þetta væri ekki sennilega nógu mikið VIP fyrir Hildi. Að lokum kom hún ásamt vin- konu sinni en bað um að fá að fara á snyrtinguna áður en hún bæri vitni. En vildi svo ekki koma það- an aftur af því hún var í svo miklu stresskasti, eins og þingvörðurinn orðaði það þegar hann afsakaði töfina. Eftir nokkrar mínútur og málaleitanir saksóknara tókst að fá hana inn í dómsalinn. Dómari þurfti ítrekað að biðja hana um að hækka róminn. Þegar dómari fór yfir skyldur og ábyrgð vitna greip Hildur fram í fyrir honum og sagðist ekkert heyra hvað hann væri að segja. Hann endurtók ræðuna en aftur greip Hildur Líf fram í fyrir hon- um og sagði hann þurfa að tala hærra þar sem hún heyrði ekk- ert á öðru eyra. Saksóknari byrj- aði á að spyrja hana hvað hún hefði verið að gera heima hjá Rík- harð umræddan morgun. Hild- ur horfði til beggja hliða og hvísl- aði í hljóðnemann að það væri einkamál. Dómarinn bað hana um að tala hærra og hún sagði þá „einkamál“ aðeins hærra. Dóm- arinn sagði þá: „Nei, það er ekki hægt að segja. Samkvæmt lög- um er þér skylt að segja hvað þú varst að gera þarna umræddan morgun.“ Hildur Líf fór hjá sér og sagði lágt en ákveðið að það væri bara hennar einkamál. „Mér er ekki skylt að svara því. Það er bara rosalega prívat.“ Greip þá Brynjar Níelsson inn í og sagði að þarna væri smá misskilningur á ferð. Hún héldi að hún ætti að upplýsa um sín „einkamál“. Umorðaði þá sak- sóknari spurninguna. Hún svar- aði því að þau hefðu bara verið þarna tvö að tala saman. Síðan hefðu Davíð og „einhver strákur komið“. Saksóknari spurði hver hefði beðið hana um að farða strákinn og Hildur svaraði því til að hann hefði sjálfur beðið hana um að farða sig. Saksóknari sagði hana hafa svarað í skýrslutöku hjá lög- reglu að Ríkharð hefði beðið hana um að farða hann. Hildur þrætti fyrir það og sagði: „Ég hef þá bara misskilið mig.“ Þegar saksóknari benti henni á að vitnisburður hennar hjá lögreglu væri til á hljóðupptöku snöggreiddist Hildur Líf og sagði við saksóknara: „Þetta eru bara stælar í þér.“ Dómari ávítti þá Hildi Líf og sagði henni að vera kurteis. Dóm- arinn þurfti ítrekað að biðja Hildi Líf að færa sig nær hljóðnem- anum. Hann útskýrði þá fyr- ir henni að hún yrði að sitja ná- lægt hljóðnemanum til þess Furðuleg og erfið mál í réttarsal Hægt að nota úti og inni festist á flísar og í baðkör HREIÐUR.IS K ÍK TU V IÐ Á SMELLTU H ÉR FÆ ST Í A UÐB REKKU 6. KÓPAVOGI AÐLAGAR SIG AÐ UMHV ER FIN UBílabrautin HREIÐUR.IS VEgakort án hindrana fyrir Leyfðu hugmyndafluginu að ráða brautin festist á flísar og í baðkör
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.