Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2019, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2019, Blaðsíða 56
56 1. mars 2019 E inn góðan veðurdag í ágúst 2005 var Stephen Slevin, 46 ára Bandaríkjamaður, á ferð um suðurhluta Nýju- -Mexíkó. Þar sem hann ók eftir þjóðvegi í dreifbýli þar um slóð- ir, án efa hugsandi um allt og ekk- ert, var för hans stöðvuð af vega- lögreglu fyrir, að sögn, óreglulegan akstursmáta. Hann var handtekinn fyrir að hafa ekið undir áhrifum áfengis og einnig sakaður um eitthvert smá- vægilegt aksturstengt. Hann var handjárnaður og síðan settur í ein- angrun og síðan gleymdist hann – í tvö ár – hann var aldrei ákærð- ur, sá aldrei dómara eða kviðdóm enda fór mál hans aldrei fyrir dóm. Sá aldrei bláan himin Stephen losnaði úr prísundinni árið 2007 og sennilega mun aldrei verða skýrt til fullnustu hvers vegna hann hafði verið látinn dúsa í 22 mánuði, að stórum hluta í ein- angrun, í fangelsi Dona Ana -sýslu. Hann var aldrei dæmdur fyrir eitt eða neitt, mánuðirnir liðu án þess að hann fengi að fara í bað, eða nyti einföldustu hreinlætisað- stöðu. Stephen komst aldrei und- ir bert loft eða naut samvista við annað fólk þessi tvö ár. Eins og villimaður Neglur Stephens uxu óhirtar og tóku með tíð og tíma að sveigj- ast og beygjast. Honum var neit- að um lyf og þjónustu tannlækn- is og rakara. Hann neyddist til að juða skemmdum tönnum fram og til baka til að losna við þær og þegar upp var staðið leit hann út eins og versti ódámur; hárið sítt og skeggið villt að sjá og fyrir vik- ið kaus starfsfólk fangelsisins að sniðganga hann eins og frekast var kostur. 18. desember, 2008, var Bretinn Robert Clive Napper, nefnd-ur The Plumstead Ripper, dæmdur til vistunar á Broad-moor-sjúkrahúsinu, stofnun fyrir geðsjúka glæpamenn, í ótilgreindan tíma. Bernska Napper var ekki hamingjurík. Hjónaband foreldra hans einkenndist af miklu ofbeldi og iðulega varð hann vitni að því er faðir hans gekk í skrokk á móður hans. Leiða má líkur að því að Napper hafi ekki gengið heill til skógar frá þeirri upplifun, Þann 15. júlí, 1992, stakk Napper unga móður, Rachel Nickell, 49 sinn- um með hníf, fyrir framan tveggja ára son hennar. Að sögn hélt sonur hennar, Alex, dauðahaldi í móður sína og grátbað hana um að vakna. Napper var yfirheyrður vegna málsins og annarra svipaðra, en ekki talinn bendlast þeim og sleppt. Í nóvember, 1993, lét Napper til skarar SAKAMÁL GODDI.IS Auðbrekku 19 - kópAvogi - S. 544 5550 Sauna- og gistitunnur ásamt viðarkyntum pottum Sjáðu úrvalið á goddi.is Margar gerðir Eigum fjórar stærðir af lokum á lager í gráum og brúnum litum Verð aðeins 58.500 kr. Eigum fjórar stærðir af lokum á lager í gráum og brúnum litum Verð frá 58.500 kr. GLEYMDUR OG GRAFINN n Stephen Slevin var stöðvaður af vegalögreglu n Var haldið í einangrun í tvö ár n Engin formleg ákæra eða réttarhöld n Fékk himinháar bætur að lokum Áður en ósköpin hófust Stephen Slevin áður en hann var handtekinn. Eins og villimaður Stephen var neitað um nánast allt í prísundinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.