Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2019, Blaðsíða 60

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2019, Blaðsíða 60
60 FÓKUS 1. mars 2019 Á gústa Kolbrún er um þess- ar mundir eina konan sem stundar nám við Tækni- skólann í Hafnarfirði. Þar er hún á sinni lokaönn við að læra pípulagnir, en einungis fjór- ar konur hafa útskrifast með sveinspróf úr greininni á Íslandi. Af píparaættum Ágústa segir áhuga sinn á pípu- lögnum hafa kviknað þegar hún ákvað að endurnýja baðherbergi íbúðar sinnar en tímdi ekki að greiða pípulagningamanni fyrir. „Ég ákvað að skrá mig og sjá hvernig mér fyndist námið. Svo þegar ég hugsa lengra, þá eru báðir afar mínir pípulagninga- menn svo það kann einnig að hafa haft áhrif á ákvörðun mína. Ég hafði gaman af því að fá að vera með þeim í vinnunni, fá að fikta og spreyta mig,“ segir Ágústa í samtali við blaðakonu. Ágústa, sem er tuttugu og átta ára, er einnig með meirapróf ásamt litlu vinnuvélaréttindun- um sem hún fékk árið 2011. Hvað er það sem þér finnst skemmtilegt við að læra pípulagnir? „Það er í rauninni hvað þetta er fjölbreytt, ég hef alltaf verið þannig að ég get ekki verið kyrr og mér leiðist að gera sama hlutinn aftur og aftur. Að sitja við tölvu finnst mér til dæmis afskaplega leiðinlegt. Það sem gaf mér hvað mestan áhuga er að fá að koma inn á heimili fólks, fá að hjálpa því og setja mína sköpunargleði í verkið. Svo hefur mér alltaf fund- ist gaman að byggja og grafa.“ Hvað er það sem þið lærið? „Ég hafði einmitt ekkert vit á pípulögnum áður en ég fór í þetta nám en þetta er mjög áhugavert. Við þurfum til dæm- is að læra hvað vatn hefur mik- il áhrif á líf okkar, hvar við fáum það og hvernig. Svo lærum við hvaða efni við þurfum að nota til þess að við séum ekki að menga vatnið. Hvað þarf að gera svo það myndist engin eiturefni ef það kviknar í og svo margt fleira. Þetta er í rauninni ekkert eitt. Svo er líka hægt að sérhæfa sig. Sumir eru kannski sérmenntaðir í því að setja upp sprinkler-kerfi í búðum, aðrir kannski í lagnafóðrun. Sum- ir vilja bara vinna í nýjum lögnum en aðrir í þeim gömlu og í endur- nýjun. Þetta er mjög fjölbreytt og þú ert aldrei að gera sama hlut- inn. Bara það að skipta um bað- vask heima hjá einhverjum getur verið mismunandi á milli íbúða.“ Ekki óþrifalegt starf Ágústa er nú á lokaönn sinni í náminu og við tekur vinna í tvö ár áður en að hún getur tekið sveinsprófið. „Ég er búin að vinna örlítið við þetta, en mig langaði svo að ná skólanum alveg fullkomlega og svo ætla ég að byrja að vinna. Þetta verður örugglega mikil spenna, en maður verður að vera búinn að vinna við pípulagnir í tvö ár áður en maður getur farið í sveinsprófið.“ Af hverju telur þú að það séu svona fáar konur sem fara í iðn- nám? „Þeim hefur sem betur fer fjölgað heilmikið, en það er enn bara í lágmarki og þeim má fjölga meira. Ég skil ekki kvenmenn, eins og þetta með pípulagnirnar. Ég var svo sem aldrei komin í þær pælingar að þetta væri bara kúk- ur og piss eins og margir hugsa. Að þetta væri bara afar óþrifan- legt starf, en það er langt frá því að vera satt. Þetta er orðið svo þrifa- legt í dag og svo getur þú líka valið þér verkefnin. Ef þú vilt ekki taka klóakið hjá einhverjum þá þarft þú þess ekki. Stelpur eru líklega almennt hræddar við að þurfa að fara í gúmmístígvél upp að hálsi og kafa í kúk, en þetta er svo langt frá því að vera svoleiðis. Í flestöll- um störfum þá er eitthvað sem þú þarft að takast á við og þú verður þá bara að tækla það, það er eins í þessu starfi. Þetta er ekki eins og það var í gamla daga og það þarf bara að opna augu kvenna og sýna þeim að þetta sé eitt- hvað sem þær geta alveg gert. Það eru ekki bara karlmenn sem geta starfað við þetta.“ Ert þú eina konan í bekknum? „Ég er eina konan að læra pípulagnir í skólanum þessa önn. Það hefur alltaf komið svona ein og ein kona, en fyrir ári þá voru þrjár stelpur að læra saman, sem hefur bara aldrei gerst í sögu pípulagningar á Íslandi. Þeir voru rosalega hrifnir af því kennararn- ir. Það eru að ég held fjórar kon- ur á Íslandi einmitt eins og staðan er núna sem eru með sveinspróf í pípulagningum – ég held reyndar að þær séu allar meistarar.“ Telur þú að fleiri konur myndu finna sig í þessu námi ef þær próf- uðu? „Það er áfangi í boði núna sem ég vildi óska að hefði verið þegar ég var að stíga mín fyrstu skref í menntaskóla. Í honum færð þú að prófa hluta af öllum iðngreinun- um og færð innsýn í þær. Þú færð að prófa að setja saman lagnir, mála, múra og fleira og ég held einmitt að fólk sé ekki alveg búið að uppgötva þennan áfanga. Ég mæli með því að allir skelli sér í djúpu laugina ef þeir hafa áhuga á og það er aldrei of seint að læra. Þú getur alltaf fundið þér eitt- hvað.“ Dýrasta vinnan Hvernig fór þetta með baðher- bergið, er það tilbúið? „Núna erum við, þökk sé pípulagningamönnunum sem ég þekki og reynslu minni af því að læra, farin að skipuleggja þetta töluvert betur en ég hefði annars gert. Við erum að vonast til þess að geta tæklað þetta á þessu ári, en annars gerum við það snemma á næsta ári. Þetta er dýrasti hlut- inn í húsinu og það þarf alltaf að gera kostnaðaráætlun. Þegar hún er tilbúin þarf alltaf að hafa eitt- hvað umfram ef eitthvað skyldi klikka og þá hefur þú rými til þess að laga það. Sem betur fer þarf ég ekki að borga einhverjum fyrir að gera þetta fyrir mig, en þetta er samt dýrasta vinnan. Ég held að ég sé komin upp í sjö hundruð þúsund krónur og baðherbergið mitt er ekki stórt.“ Að lokum hvetur Ágústa konur til þess að drífa sig í iðnnám, sann- leikurinn sé sá að það vanti fleiri konur í störfin og að þær geti sinnt þeim jafn vel og karlmennirnir. n LOKAÐIR STURTUKLEFAR MEÐ TOPPI, SPORNA GEGN RAKA OG MYGLU Kíktu á sturta.is og skoðaðu úrvalið S. 856 5566 Ágústa vill fleiri konur í pípulagninganám„Það eru ekki bara karlmenn sem geta starfað við þetta Aníta Estíva Harðardóttir anita@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.