Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2019, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2019, Blaðsíða 42
42 FÓKUS - VIÐTAL 1. mars 2019 láta hann inn á mig til þess að láta líta út fyrir að ég væri með „gæja“ framan á mér. Þetta var í sjötta eða sjöunda bekk. Ég sagði engum frá þessu og fór afskaplega leynt með þetta. Þegar púðinn var tilbúinn þá hljóp ég beint inn á bað og lét hann inn á mig, leit í spegilinn og hugsaði með mér að þetta væri eitthvað sem mér líkaði við. Ég vissi ekki hvað þetta var, en ég vissi að þetta var eitthvað sem hentaði mér.“ Að vera trans stangaðist á við uppeldistrúna Sævar ánetjaðist fíkniefnum snemma á lífsleiðinni og háði margar glímur við fíkniefnadjöf­ ulinn áður en hann fann sína lausn á síðasta ári. „Þegar ég fór í meðferð árið 2015 þá kom ég út sem Sævar, í miðri meðferð, og mér leið betur. Þegar ég talaði um mig sem hann í fyrstu skiptin … það var svo gott, mér fannst ég svo frjáls. Í meðferðinni hitti ég annan transeinstakling og fór aðeins að hugsa út í þetta. Gæti þetta verið ég? Þarna hafði ég ekki mikið heyrt um trans og vissi ekki um hvað það snerist, en mér leið samt alltaf eins og ég væri ekki ég. Þegar ég horfði í spegilinn hataði ég að sjá sjálfan mig. Í fyrsta skipt­ ið sem ég kom út sem Sævar tók það alveg rosalega á mig og fleiri. Ég tilkynnti mínum nánustu það með bréfsendingu því ég vildi ekki hringja í þau. Vegna alls þess sem gengið hafði á þá spurðu mig margir hvað ég væri að bulla, sem ég skil mjög vel.“ Meðferðina kláraði hann sem Sævar og eftir hana fór hann heim til sín á Akureyri, þar sem hann bjó og hafði alist upp. „Ég kom heim og þetta var ekki alveg samþykkt. Þar kemur líka vanþekkingin og allt það inn. Ég var líka búinn að svíkja fólk, bú­ inn að vera í neyslu og það skipti auðvitað miklu máli hvað ég hafði verið að gera af mér á undan. Það var ekki alveg tekið mark á mér. Ég varð að vinna aftur traust fólks. Það voru þónokkrir einstaklingar sem sögðu við mig að þeir hefðu vitað þetta allan tímann. Ég man ekki nákvæmlega hvað það var sem kom upp á, en líklega var það mikil höfnun frá samfélaginu í heild sinni sem ýtti undir að ég fór aftur inn í skápinn. Ég var líklega ekki tilbúinn til þess að taka af­ leiðingunum eða að standa á mín­ um rétti. Þetta tímabil varði í viku. Á síðasta ári fór ég aftur í meðferð, og með allri þeirri sporavinnu sem ég hef lagt á mig kom ég aftur út sem Sævar og hef ekki snúið við síðan.“ Að sögn Sævars hefur uppeldi hans, trú og gildi fjölskyldunn­ ar einnig flækt stöðu hans tölu­ vert. Fjölskylda hans hefur ávallt verið trúuð og það sem hann er að ganga í gegnum í dag rúmast illa í þeirra heimsmynd. „Ég var í sunnudagaskóla í nokkur ár, var í kirkjukór og safn­ aði Jesúmyndum. Þetta er því svo­ lítið flókið þar sem þetta stangast á við trúna hjá fólkinu mínu. Þau eru að gera allt sem þau geta til þess að reyna að samþykkja mig, en það sem ég hef lært á þessu eina ári edrú, og þessum átta til níu mánuðum sem ég hef verið Sævar, er að þetta hefur gríðarlega mikil áhrif á þau. Þau syrgja litlu systur sína, dóttur sína og frænku sína og því hef ég reynt að gefa þeim tíma. Það sem ég vil koma á framfæri er, að þrátt fyrir að ég kalli mig hann og þótt ég fari í þessa kynskipta­ aðgerð þá er ég samt alltaf sami einstaklingurinn. Burtséð frá kyn­ inu. Ég er ekki að fara að umturn­ ast. Ég vil bara fá að vera í mínum rétta líkama og vera kallaður það sem ég vil vera kallaður.“ Grét af gleði þegar hann kom út á fundi Þann 9. febrúar síðastliðinn fagn­ aði Sævar eins árs edrúafmæli. Í gegnum sporavinnu sína komst Sævar að því að allt hann líf hafi hann verið gramur vegna þeirrar staðreyndar að hann væri fastur í kvenmannslíkama. Trúnaðarmað­ ur Sævars ræddi við hann um hvort sá möguleiki væri í stöðunni að hann væri transeinstaklingur. „Þá var ég búinn að loka á það allt og sagði bara við hana að það gæti ekki verið. Hún bað mig að skoða sjálfan mig alveg inn að beini. Ég hélt áfram minni sporavinnu og ég man ekki alveg hvað leið langur tími þangað til að ég kom út á fundi. Þá kynnti ég mig sem Sævar og það var klappað fyrir mér að vera kom­ inn út. Það var þvílíkur léttir. Trún­ aðarmaðurinn minn var á þessum fundi. Hún vissi ekki að ég væri að fara að koma út þetta kvöld, ég vissi það eiginlega ekki sjálfur, en stuðn­ ingurinn var gríðarlegur. Það er svo frábært af því að ég hef aldrei pass­ að neins staðar inn nema í þess­ um tólf spora samtökum. Það sem mér finnst skipta svo miklu máli er að það er alls staðar hægt að finna stuðning. Þegar það var klappað fyrir mér á fundinum fór ég að há­ gráta. Ég er ótrúlega mikil tilfinn­ ingavera og þetta var besta upplif­ un í heimi, bara það að geta farið út úr þessari skel minni. Farið út fyr­ ir þægindarammann og geta verið ég sjálfur. Það táruðust alveg fleiri þarna inni,“ segir Sævar og glittir í tár á hvarmi hans við þessa endur­ minningu. Systirin gekk honum í móðurstað Viðbrögð fjölskyldu Sævars voru öðruvísi í annað skiptið sem hann kom út úr skápnum og segir hann systur sína vera hans helsta stuðn­ ingsaðila í dag. Þegar Sævar var á táningsaldri fékk móðir hans heilablóðfall og í kjölfar þess gekk systir hans honum í móðurstað. „Ég er ævinlega þakklátur fyr­ ir hana, hún er búin að hjálpa mér bæði með transferlið og líka með minn fíknivanda. Hún hefur geng­ ið með mér í gegnum hreint helvíti og komið hefur til árekstra okkar á milli. Sumir hafa verið mjög ljótir en einhvern veginn náum við alltaf að sættast. Þrátt fyrir alla erfið­ leika þá er hún alltaf til staðar. Hún hefur kastað lífi sínu til hliðar til þess að skutla mér í meðferðir og sömuleiðis pabbi minn. Þau hafa þurft tíma alveg eins og ég, þetta kemur bara smám saman. Systir mín á tvö börn og þetta tekur líka mjög mikið á þau. Vegna þeirra er ég ennþá kölluð hún þegar ég fer norður. Þau skilja ekki að ég hafi verið stóra frænka þeirra og ávallt kölluð hinu nafninu, það er ekkert hlaupið að því að breyta því og allt tekur tíma,“ segir Sævar. Tveimur dögum fyrir síðastliðið gamlárskvöld afhenti systir hans honum bréf sem snart hann djúpt. „Í því ávarpaði hún mig sem litlu systur sína en í lok bréfsins skrifaði hún, að þegar klukkan myndi slá tólf á miðnætti myndi hún fagna nýju ári með litla bróður sínum. Þrátt fyrir allt var hún tilbúin til þess að viðurkenna mig.“ Hefur þráð að deyja alla ævi Sævar er nú í hormónameðferð og hann kvíðir fyrir því að þurfa að fara í blóðprufur og þurfa að sprauta sig sjálfur. „Ég var í þannig neyslu að ég notaði áhöld sem eru ekkert fyrir Ráin er alhliða veitingahús í hjarta Reykjanesbæjar MATSÖLUSTAÐUR SKEMMTISTAÐUR RÁÐSTEFNUR ÁRSHÁTÍÐIR VEISLUR Framhald á síðu 44 „Tek bara einn dag í einu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.