Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2019, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2019, Blaðsíða 31
 1. mars 2019 KYNNINGARBLAÐ Gott betra BEST Fyrir og eftir málun á stiga. Alltaf frábær stemning á KRYDD Veitingahúsi KRYDD Veitingahús er glænýr og glæsilegur veitingastaður í Hafnarfirði sem var opnaður í maí 2018. Eigendur staðarins eru þrjú hafnfirsk pör, þau Hilmar Þór Harðar- son og Hulda Heiðrún Óladóttir, Signý Eiríksdóttir og Jón Tryggva- son, og Geirþrúður Guttormsdóttir og Hafsteinn Hafsteinsson. „Okkur bráðlangaði að opna veitingastað hér í hjarta Hafnarfjarðar sem bæri fram góðan mat í skemmtilegu og fallegu umhverfi og dúndrandi stemningu,“ segir Hilmar. Á fáum mánuðum hefur veitingastaðurinn fest sig rækilega í sessi sem einn besti og skemmtileg- asti veitingastaður Hafnarfjarðar. Hollt í hádeginu „Við prófuðum að hafa holl hádegishlaðborð í janúar til að koma til móts við fólk á vinnumarkaðnum. Á hlaðborðinu fengust næringarríkir hádegisréttir, flottir veganréttir og fiskur dagsins. Þetta hefur verið svo ótrúlega vinsælt hjá okkur að við höfum ákveðið að halda áfram með hollt hlaðborð í hádeginu. Fólk get- ur því skellt sér hingað í hádeginu í hollan hádegisverð og farið svo aftur í vinnu endurnært og stútfullt af vítamínum.“ Árshátíðir á KRYDD KRYDD Veitingahús er ekki bara veitingastaður heldur leggja eigendurnir upp úr því að gestir upplifi skemmtilega kvöldstund ásamt því að snæða gómsætan mat. „Við erum með skemmtilega tónlist, góða stemningu og létt andrúmsloft. Við erum dugleg að halda alls konar spennandi viðburði. Það er til dæmis „sing along“-kvöld fyrsta föstudag hvers mánaðar. Hin landsþekkta söngkona Guðrún Árný kemur þá og syngur þekkta slagara og salurinn tekur undir. Það er líka alger snilld að halda árshátíðir fyrirtækjanna hjá okkur á sing along-kvöldunum. Það myndast alltaf alveg feiknagóð stemning á þessum kvöldum enda elska allir að syngja. Næstu sing along-kvöld verða 1. og 8. mars. Einnig fáum við plötusnúða og Siggu Kling reglulega til okkar.“ Viðburðir eru auglýstir á facebooksíð- unni. Drekkutími Alla daga frá 16–18 er hamingju- stund þar sem rautt, hvítt og danskt öl fæst á spottprís. „Einnig erum við með úrval kokteila á frábæru verði og ætlum enn fremur að gera vel við gestina og setja saman hamingju- stundarseðil á kokteilum.“ Það er því um að gera að skella sér í létta hamingjustund áður en sest er að snæðingi á KRYDD Veitingahúsi. Gerðu meira úr kvöldinu! Einnig býður staðurinn upp á leik- hús- eða tónleikamatseðil enda eru Bæjarbíó og Gaflaraleikhús- ið staðsett í göngufjarlægð frá veitingastaðnum. „Við bjóðum upp á matseðla sem henta þeim tímara- mma sem fólk hefur. Fólk getur einnig komið hingað í tveggja rétta matseðil, skellt sér á tónleika eða í leikhús og komið svo aftur og fengið sér eftir- rétt. Þá þarf ekki að gúffa í sig þriggja rétta matseðli heldur má gera aðeins meira úr kvöldstundinni.“ Matseðillinn á staðnum er fjölbreyttur og er hægt að fá allt frá heiðarlegum hamborgurum, hollum og góðum veganréttum upp í dýrindis steikur. „Hingað kemur afar fjölbreyttur hópur fólks, á öllum aldri enda er staðurinn fjölskylduvænn og stemningin frábær.“ Fyrirtækjaþjónusta KRYDD Veitingahús býður einnig upp á þjónustu fyrir fyrirtæki þar sem hægt er að panta hádegismat handa starfsmönnum þeirra og annaðhvort sótt á staðinn eða fengið sent í mötu- neyti. „Fólk pantar sjálft af matseðl- inum, hvort sem um er að ræða hádegisveganréttina, fisk dagsins eða af hefðbundnum hádegisréttaseðli,“ segir Hilmar. Hægt er að nálgast vikuveganseð- ilinn á Facebook-síðunni. KRYDD Veitingahús er staðsett að Strandgötu 34, Hafnarfirði. Nánari upplýsingar má nálgast á kryddveitingahus.is Facebook: KRYDD Veitingahús Instagram: kryddveitingahus 1. mars 2019
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.