Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2019, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2019, Blaðsíða 46
46 FERÐALÖG 1. mars 2019 Átta skemmtilegir hlutir til að upplifa í F áar borgir búa yfir jafnmikl- um töfraljóma og Havana enda er saga borgarinn- ar, og landsins, um margt einstök. Havana er að breytast hratt um þessar mundir og í ör- væntingarfullri þrá til þess að ná að upplifa borgina áður en allt yrði breytt dögunum skellti greinarhöfundur sér í ferðalag til Kúbu ásamt fjölskyldu sinni. Hér verða teknar saman nokkrar ráð- leggingar og ábendingar til þess að njóta Havana í botn. Til stuðnings kúbversku þjóðinni Beint flug frá Bandaríkjunum til Havana hófst í ágúst 2016. Strangt tiltekið mega Bandaríkja- menn, sem og einstaklingar sem eru að ferðast frá Bandaríkjun- um, ekki ferðast til Kúbu sem ferðamenn. Ferðalangar þurfa að uppfylla nokkur skilyrði, til dæmis vera blaðamenn eða ferð- ast af mannúðarástæðum. Á flug- miðum okkar var skráð að við værum að ferðast til stuðnings kúbversku þjóðinni. Það kunni ég vel að meta og hugsaði ég oft til þess þegar kúbverskir sölumenn og götulistamenn voru að plata af manni krónurnar. Þá var tek- ið fram að ekki mætti skipta við hótel í eigu ríkisins, sem eru eig- inlega öll hótel borgarinnar, og því er ágætt að hafa það í huga. Staðfestingarpappírarnir um það voru þó ekki skoðaðir hjá okkur í þessari för. Undirritaður forð- ast við hvert tækifæri að hafa út- prentaða flugmiða með í för og notast yfirleitt við rafræna miða. Það er þó ráðlagt að hafa papp- írana til taks í þessari för því við vorum krafin um staðfestingu á að við ættum bókaða brottför frá eyjunni. Peningamálin eru flóknari á Kúbu en víðast hvar annars stað- ar. Tveir gjaldmiðlar eru í gangi, kúbverskir pesóar fyrir heima- menn (CUP) og kúbverskir pesóar fyrir ferðamenn (CUC). Best er að nota síðarnefnda gjaldmiðilinn eingöngu en gengi hans er tengt dollara – 1 CUC fyrir 1 USD. Þegar komið er með peninga í dollur- um inn í landið er þó tekinn 10% skattur af aurunum sem og 4% þóknun. Því er í raun viðunandi að fá 0,86 CUC fyrir 1 USD hjá hótelum og gjaldeyrisbröskurum sem eru víða um borgina. Helstu svikin sem ferðamenn lenda í er að borga fyrir vörur eða þjónustu með CUC og fá skiptimyntina til baka í CUP en gengi þess miðils er margfalt lægra. Það er ágætt að vera vakandi fyrir því. Við gistum á litlu gistiheimili í Vedado-hverfi sem hét Elegancia Suites og óhætt er að mæla með. Aðeins fimm herbergi eru í boði og þjónustan er afar persónuleg og góð. Þetta er í raun eins og af- slappaður griðastaður í þessari ágengu borg og fær hæstu með- mæli frá greinarhöfundi. Havana er ótrúlega litrík og lífleg borg og andstæðurnar eru stundum lygilegar. Ef glæsihýsum borgarinnar hefði verið haldið við væri borgin líklega eins sú fal- legasta og tilkomumesta í heimi. Niðurníðslan sem blasir við á hverju götuhorni hefur þó sinn sjarma og gerir að verkum að Ha- vana er paradís ljósmyndara. Það er afar öruggt að rölta um borgina og þrátt fyrir ágenga sölumennsku og einstaka betlara þá eru Ha- vanabúar einstaklega brosmildir og hjálplegir í hverri raun. Hér koma nokkrar hugmyndir að skemmtilegum uppátækjum í borginni. Einn frægasti bar Havana-borgar er „El Floridita“ þar sem Ernest Hemingway sat að sumbli tímunum saman og full- yrti að besti daiquiri-kokteill veraldar væri framreiddur þar. Hemingway situr enn við barinn því forláta stytta af rithöf- undinum laðar nú að þyrsta ferðamenn. Þó að allt við stað- inn æpi á mann að um túristagildru sé að ræða þá svífur þar enn mikill sjarmi yfir vötnum. Því er að mörgu leyti algjör- lega nauðsynlegt að setjast þar niður og bragða á einum daiquiri. Jafnvel þó að verðið sé tvöfalt á við annars staðar og margir staðir bjóði upp á betri útgáfu! Í Vedado-hverfi borgarinnar er kirkjugarðurinn El Cementerio de Cristobal Colon, sem var stofnaður árið 1876. Þetta er einn merki- legasti kirkjugarður Suður-Ameríku og svipar nokkuð til La Recoleta í Buenos Aires. Í Colon-garði eru um 500 hundruð grafhýsi, hvert öðru glæsilegra, enda kepptust auðugir menn um að reisa sér að- eins glæsilegri hvílustað en nágranninn. Eftir göngutúr um daginn er kjörið að ganga um Vedado-hverfið og skoða ótrúleg glæsihýsin sem prýða hverfið, mörg hver þó í niðurníðslu. Stóri bróðir er víða á Kúbu og því eru margir veitingastaðir í eigu ríkisins. Sem mótvægi við þá eru svokallaðir „paladar“ – veitingastaðir í einkaeigu. Oft er um litla fjölskyldurekna staði að ræða en sá stærsti og flottasti er La- Guardia við Concordia-stræti. Aðkom- an að staðnum er ansi sérstök – fyrsta hæðin er í niðurníðslu og þegar gengið er upp á að aðra hæð blasir við glæsi- legur veislusalur. Hann er þó alveg tómur fyrir utan nokkra stóla á strjáli. Áfram er haldið upp á þriðju hæðina og þar er glæsilegur veitingastaður sem er einn sá vinsælasti í Havana. Vert er að hafa í huga að nauðsynlegt að panta með talsverðum fyrirvara borð. Greinarhöfundur sendi fyrirspurn í tölvupósti með löngum fyrirvara og fékk þá sjálfkrafa svar um að staðfesting gæti dregist því netsambandið ytra væri svo stopult. Jákvætt svar barst svo þremur vikum síðar! Úti um alla borg má sjá Coco-taxa en um er að ræða bifhjól sem er klætt með hlífðarskel sem minnir á hálfa kókoshnetu. Þaðan er nafnið dregið. Hjólin eru yfirleitt ódýrari en leigu- bílar og frábær valkostur þegar verið er að stökkva á milli staða í borginni. Það er þrælskemmtilegt að sitja aftan á hjól- inu og láta vindinn leika um hárið. Hótel Nacional er frægasta hótel Kúbu og stendur á tignarlegum og áberandi stað við El Malecon-breiðstrætið. Hótelið er í eigu ríkis- ins og er eiginlega stofnun út af fyrir sig. Þar hafa mörg launráðin verið brugguð. Það er engu líkt að setjast út í hótelgarðinn, panta sér mojito og horfa yfir strandlengjuna. Eitt af einkennismerkjum Havana eru amerísku glæsi- kerrurnar frá miðri síðustu öld sem prýða götur bæjarins. Nánast á hverju horni borgarinnar stendur til boða að kaupa sér far í slíkri kerru og það er algjörlega nauðsynlegur hluti af heimsókn til Havana. Gjaldið er hærra en fyrir hefðbund- in leigubíl en hverrar krónu virði. Hægt er að fara í lengri eða skemmri skoðunarferðir í slíkum bílum eða bara láta skutla sér upp á hótel. Það er óviðjafnanleg reynsla að sitja í slíkum vagni og bruna niður títtnefnt El Malecon-stræti. Havana Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Havana er litrík með afbrigðum Heimsæktu hina dauðu Snæddu kvöldverð á LaGuardia Mojito á Hótel Nacional Drekktu með Hemingway Á rúntinn í amerískri glæsikerru Skelltu þér í Coco-taxi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.