Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2019, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2019, Blaðsíða 16
16 SPORT 1. mars 2019 Kaffihlaðborð ýmsar útfærslur, Pinnamatur, smurt brauð, tertur, o.fl. fyrir erfidrykkjuna Afgreitt á einnota fötum tilbúið á borðið Erfidrykkja HRINGDU OG PANTAÐU Í SÍMA 555 1810 Hólshraun 3, 220 Hafnarfjörður / S 555 18 10 og 565 1810 / veislulist@veislulist.is / veislulist.is SVONA HEFUR GYLFI ÞÓR SKRIFAÐ SIG Í SÖGUBÆKURNAR n Gylfi Þór Sigurðsson bætti met Eiðs Smára í vikunni n Stendur alltaf fyrir sínu á stærsta sviðinu G ylfi Þór Sigurðsson skráði sig í sögubækurnar í ensku úrvalsdeildinni síðastliðin þriðjudag þegar hann skoraði tvö mörk í sigri Everton á Cardiff. Með mörkunum varð Gylfi marka- hæsti Íslendingurinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, stærstu og vinsælustu íþrótta- keppni í heimi, og þar er Gylfi nú efstur á blaði meðal Íslendinga. Gylfi hefur nú skorað 57 mörk í deildinni en Eiður Smári skoraði 55 mörk í ensku úrvalsdeildinni. Mörk fyrir þrjú félög Gylfi hefur skorað mörkin 57 fyrir þrjú félög, hann reið á vað- ið með Swansea árið 2012 þegar hann kom á láni til félagsins frá Hoffenheim. Gylfi sló strax í gegn í deildinni og skoraði 7 mörk í 18 leikjum fyrir Swansea. Hann skoraði að meðaltali 0,39 mörk í leik sem er hans besti árangur til þessa, að meðtöldu þessu tímabili. Frammistaða Gylfi vakti mikla athygli og var hann eftirsóttur biti um sumar- ið. Bæði Liverpool og Tottenham vildu fá Gylfa sem ákvað á end- anum að ganga í raðir Totten- ham, stórs félags í Lundúnum sem var reiðubúið að greiða tals- vert hærri laun en hið sögufræga félag í Bítlaborginni. Erfið dvöl í Lundúnum Gylfi lék í tvö tímabil með Tottenham en þar fékk hann aldrei að láta ljós sitt skína al- mennilega og var oftar en ekki að spila út úr stöðu. Fyrsta tímabil Gylfa með Tottenham er það slakasta sem hann hefur átt í ensku úrvalsdeildinni þegar kemur að markaskorun. Gylfi skoraði að meðaltali 0,09 mörk í leik, hann lék 33 leiki og skor- aði í þeim þrjú mörk. Á seinna tímabilinu, eða frá 2013 til 2014, skoraði Gylfi fimm mörk í 25 leikjum. Hann hafði möguleika á að halda áfram hjá Tottenham en kaus að fara aftur til Swansea, heim í sveitina þar sem honum hafði liðið vel. Þrjú frábær tímabil í Wales Gylfi fór strax á flug í Wales og átti fínasta fyrsta tímabil, en annað tímabilið í endur- komunni var það besta hjá Swansea. Þar skoraði hann ellefu deildarmörk, sem eru jafn mörg mörk og á þessu tímabili. Hann var leið- togi Swansea innan vall- ar, tímabilið á eftir var ekki síðra og aftur fóru stærri félög að banka á dyrnar. Leicester lagði mikið kapp á að kaupa Gylfa, en Ev- erton hafði betur. Til þess þurfti fé- lagið líka að greiða metfé, Gylfi kostaði 45 milljónir punda og er enn í dag dýrasti leikmaður í sögu félagsins. Ósanngjörn gagnrýni Fyrsta tímabil Gylfa með Everton var nokkuð erfitt. Hann missti af undirbúningstímabilinu vegna þess að langan tíma tók að semja um kaupverðið. Gengi Everton var síðan slakt og hafði Gylfi þrjá knattspyrnustjóra í Bítla- borginni á sínu fyrsta tímabili. Swansea – 2012 Leikir – 18 Mörk – 7 Mark að meðaltali í leik – 0,39 Skallamörk – 1 Mörk með hægri fæti – 5 Mörk með vinstri fæti – 1 Mörk úr vítum – 0 Mörk úr aukaspyrnum – 1 Tottenham – 2012/2013 Leikir – 33 Mörk – 3 Mark að meðaltali í leik – 0,09 Skallamörk – 0 Mörk með hægri fæti – 3 Mörk með vinstri fæti – 0 Mörk úr vítum – 0 Mörk úr aukaspyrnum – 0 Tottenham – 2013/2014 Leikir – 25 Mörk – 5 Mark að meðaltali í leik – 0,20 Skallamörk – 0 Mörk með hægri fæti – 3 Mörk með vinstri fæti – 2 Mörk úr vítum – 0 Mörk úr aukaspyrnum – 0 Swansea 2014/2015 Leikir – 32 Mörk – 7 Mark að meðaltali í leik – 0,22 Skallamörk – 0 Mörk með hægri fæti – 5 Mörk með vinstri fæti – 2 Mörk úr vítum – 0 Mörk úr aukaspyrnum – 2 Swansea 2015/2016 Leikir – 36 Mörk – 11 Mark að meðaltali í leik – 0,31 Skallamörk – 1 Mörk með hægri fæti – 9 Mörk með vinstri fæti – 1 Mörk úr vítum – 3 Mörk úr aukaspyrnum – 2 Swansea 2016/2017 Leikir – 38 Mörk – 9 Mark að meðaltali í leik – 0,24 Skallamörk – 0 Mörk með hægri fæti – 5 Mörk með vinstri fæti – 4 Mörk úr vítum – 3 Mörk úr aukaspyrnum – 2 Everton 2017/2018 Leikir – 27 Mörk – 4 Mark að meðaltali í leik – 0,15 Skallamörk – 0 Mörk með hægri fæti – 4 Mörk með vinstri fæti – 0 Mörk úr vítum – 0 Mörk úr aukaspyrnum – 0 Everton 2018/2019 Leikir – 28 Mörk – 11 Mark að meðaltali í leik – 0,39 Skallamörk – 1 Mörk með hægri fæti – 7 Mörk með vinstri fæti – 3 Mörk úr vítum – 2 Mörk úr aukaspyrnum – 0 Svona hefur Gylfi bætt met Eiðs Smára: Mörk – 57 Mark að meðaltali í leik – 0,24 Skallamörk – 3 Mörk með hægri fæti – 41 Mörk með vinstri fæti – 13 Mörk úr vítum – 8 Mörk úr aukaspyrnum – 7 Skot að marki – 536 Skot á markið – 198 Skot í tréverkið – 19 Misnotuð dauðafæri – 25 Ferill Gylfa í tölum Hörður Snævar Jónsson hoddi@433.is Mörkin voru fjögur sem Gylfi skoraði og slæm meiðsli í lok tímabils voru lýsandi fyrir erfiða leiktíð. Gengi Everton á núverandi tímabili hefur svo verið undir væntingum og hef- ur Gylfi mátt þola hvað mesta gagnrýni vegna þess. Hún er að flestu leyti afar ósanngjörn. Gylfi hefur lagt allt í sölurnar í langflestum leikjum, skorað ellefu mörk sem miðjumaður og dregið vagninn. Mörkin tvö gegn Cardiff hafa líka opnað augu enskra blaðamanna og stuðningsmanna Everton, þar hefur fólk áttað sig á því hver sé stjarnan í bláa hluta Bítla- borgarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.