Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2019, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2019, Blaðsíða 50
50 1. mars 2019TÍMAVÉLIN E itt dularfyllsta stríð sem háð hefur verið er hið svokall- aða Þrjú hundruð þrjátíu og fimm ára stríð. Enginn veit fyrir víst hvort stríðið var nokkurn tímann háð, á milli Hollendinga og Scilly-eyjaskeggja. Að minnsta kosti var engu skoti hleypt af og enginn féll í stríðinu. Til öryggis var samið um frið árið 1986. Síðasta vígið Enska borgarastyrjöldin var raun- veruleg og áþreifanleg. Hún var háð milli konungssinna og lýð- veldissinna árin 1642 til 1651 og lauk með því að Karl II. Eng- landskonungur var hálshöggvinn. Við tók áratugur af stjórn hins óvinsæla Olivers Cromwell og svo var krúnan endurreist. Cromwell þurfti að hafa mikið fyrir að knésetja konungsmenn og elti þá til endimarka ríkis- ins. Cornwall-skagi, í suðvestur- hluta Englands, var eitt af síðustu vígjum konungssinna. Cromwell náði stærstum hluta skagans á sitt vald árið 1648 en þá flúði kon- ungsflotinn til eyjanna Scilly, suðvestur af tanganum. Scilly- eyjar voru forn áningarstaður víkinga og þar stóð mikið virki. Á þessum tíma voru eyjarnar í eigu Johns Granville, jarls af Bath og eins mesta herforingja kon- ungssinna. Stríðsyfirlýsing Tromp Víkur nú sögunni aust- ur yfir Norðursjó til Hollands. Hol- lendingar voru til- tölulega nýtt ríki og höfðu öðlast sitt sjálfstæði frá Spán- verjum með dyggum stuðningi Englendinga. Þjóðirnar voru líkar og byggðu mátt sinn á öflugum her og kaup- skipaflota. Þegar kom að borgara- styrjöldinni þurftu Hollendingar að velja sér bandamann. Völdu þeir þá Cromwell þar sem þeir töldu hann líklegri til þess að enda ofan á. En ákvörðunin varð Hol- lendingum dýrkeypt. Hinn öfl- ugi floti Granville herjaði á hol- lensk kaupskip í Ermarsundi og rændi miklu magni af dýrmæt- um varningi. Hollendingar urðu að lokum þreyttir á þessu og árið 1651 sendu þeir flotaforingjann Maarten Tromp með tólf herskip til Scilly-eyja til að krefjast bóta fyrir skipin og vörurnar. Honum varð hins vegar ekki ágengt í för sinni og fékk í raunar engin hald- bær svör frá heimamönnum. Á þessum tíma var næstum allt England í höndum Cromwell og brá Tromp þá á það ráð að lýsa yfir stríði gegn Scilly-eyjum. Tromp aðmíráll yfirgaf eyj- arnar án þess að hleypa af skoti og tveimur mánuðum síðar gafst konungsflotinn formlega upp fyrir þingsinnum. Tromp sneri aftur til Hollands en þar þótti sú ákvörðun hans að lýsa yfir stríði gegn eyjunum undarleg og hrein- lega vandræðaleg. Enn þá vand- ræðalegra hefði verið að falast eftir friðarsamningum við Scilly- eyjar eða gefa formlega út yfirlýs- ingu þess efnis. Var því ákveðið að þegja málið í hel og láta eins og þetta hefði aldrei gerst. Skömmu síðar hófst reyndar stríð milli Hol- lendinga og Englendinga, sem þá var í höndum Cromwell. Goðsögn Leið nú tíminn, árin og aldirnar, og allir leikmenn úr þessu leikriti hurfu yfir móðuna miklu. Eyja- skeggjar á Scilly gengu í gegn- um sína sjóskaða og Tyrkjarán og hugsuðu lítt um stríðið við Hol- lendinga. Hollendingar byggðu upp mikið flotaveldi og lögðu undir sig eyjaklasa í Vestur- og Austur-Indíum en létu Scilly-eyj- ar í friði. Það var ekki fyrr en á síðari hluta 20. aldar sem fræðimenn fóru að gefa þessu stríði gaum. Aðeins ein skrifleg heimild er til um stríðsyfirlýsingu Tromp, það eru æviminningar Bulstrode Whitelocke lávarðar. Hafa menn efast um þessa stríðsyfirlýsingu og sagt að hún hafi kannski frekar verið innistæðulaus hótun. Aðr- ir hafa bent á að Tromp hafi ekki haft neitt umboð til þess að lýsa yfir stríði, hvorki gegn ríkjum né eyjaklösum. Stríðið á milli Hollendinga og Scilly- eyja varð goðsögn. Friðarsamningar Árið 1890 urðu Scilly-eyjar sjálf- stætt sveitarfélag. Í dag búa þar rúmlega 2.000 manns og eru þeir, rétt eins og Hollendingar, þekktir fyrir mikla blómarækt. Sagn- fræðingur að nafni Roy Duncan sat í sveitarstjórninni árið 1985, og hafði hann mikinn áhuga á þessu meinta stríði við Hol- lendinga. Taldi hann sjálfur að stríðið hefði aldrei raunverulega átt sér stað. Duncan skrifaði hollenska sendiráðinu í Lundúnum bréf þess efnis og fékk til baka svar um að Hollendingar sjálfir litu svo á að stríðið væri raunveru- legt. Hefði það staðið yfir í þrjú hundruð þrjátíu og fimm ár með engum formlegum vopnahléum. Duncan ákvað þá að bjóða hol- lenska sendiherranum, Jonkheer Rein Huydecoper, til Scilly til þess að semja um frið. Þáði hann boð- ið og skrifaði undir 17. apríl árið 1986. n Blóðlaust stríð í 335 ár n Hollendingar gegn Scilly-eyjum n Varð að goðsögn„Duncan skrifaði hol- lenska sendiráðinu í Lundúnum bréf þess efnis og fékk til baka svar um að Hol- lendingar sjálfir litu svo á að stríðið væri raunverulegt Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is Tromp flotaforingi Lýsti yfir stríði og fór tómhentur heim. Scilly-eyjar Þekktar fyrir blómarækt. Roy Duncan Samdi um frið við Hollendinga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.