Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2019, Blaðsíða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2019, Blaðsíða 62
62 FÓKUS 1. mars 2019 q 20% afsláttur! www.igf.isFlokkaðu HÉR af flokkunarílátum út febrúar FLISSAR EKKI Í GEGNUM FERTUGSALDURINN L eikarinn Steinþór Hróar Steinþórsson, sem er þekktur sem Steindi jr., er hættur að sprella. Að minnsta kosti í bili. Samkvæmt til­ kynningu á Instagram ætlar hann að einbeita sér að nýrri heimildaseríu um fólk­ ið í landinu sem sýnd verður næsta haust. Mun leikarinn taka að sér nýtt og alvar­ legra hlutverk hjá Stöð 2. „Góðir landsmenn. Allt mitt líf hef­ ur snúist um grín, ég hef skrifað og leik­ ið í ótal sjónvarpsþáttum, áramótaskaup­ um og öðru gríntengdu efni. Nú er kominn tími til að breyta til og hætta þessu eilífðar sprelli. Það er ekki manni á mínum aldri sæmandi að ætla að flissa sig í gegnum fertugsaldurinn,“ ritar Steindi, en það þarf vart að kynna þann urmul af sjónvarpsefni sem leikarinn hefur birst í, líkt og Stein­ danum okkar og áramótaskaupinu. „Núna langar mig að venda kvæði mínu í kross, leggja trúðsnefið á hilluna í bili og fá að kynnast ykkur, fólkinu í landinu. Fólkinu sem ræktar radísur í glugganum heima hjá sér, mál­ ar geymsluna sína í flippuðum lit, safnar skiptimiðum og álfelg­ um og maxar visakortin sín á Tenerife á hverju sumri,“ skrif­ ar Steindi sem sem landaði Edduverðlaunum í fyrra fyrir dramatískt hlutverk sitt í Und­ ir trénu. „Þetta fólk vil ég hitta í nýrri sjónvarpsseríu sem verður sýnd á stöð 2 á næstunni. Sjáumst á skjánum eða jafn­ vel fyrr því hver veit nema ég banki upp á hjá þér með myndavél og míkró­ fón. Ást og hlýja, Steinþór.“ SÓLLILJA OG JÓN VIÐAR HÆTT SAMAN S tjörnuparið Jón Viðar Arnþórsson og Sóllilja Baltasarsdóttir er hætt saman eftir tveggja ára ástarsamband. Það vakti mikla athygli þegar parið hóf að draga sig saman á sínum tíma, ekki síst vegna þrettán ára aldursmunar. Jón Viðar hafði þá nýlega skil­ ið við barnsmóður sína, leikkon­ una Ágústu Evu Erlendsdóttur. Hann er ekki síst kunnur fyrir samstarf sitt við bardagakappann Gunnar Nelson og saman stóðu þeir að einu vinsælasta íþróttafé­ lagi landsins, Mjölni. Sóllilja hefur getið sér gott orð sem hönnuður og ljósmyndari. Parið kom saman að gerð Ófærðar 2 sem faðir Sóllilju, Baltasar Kormákur, hafði veg og vanda að. Sóllilja fór þar með lítið hlutverk björgunarkonu og Jón Viðar kom við sögu sem sérsveitar­ maður í síðasta þætti sjónvarps­ seríunnar. Á dögunum var greint frá því að Baltasar Kormákur og eigin­ kona hans til tuttugu ára, Lilja Pálmadóttir, væru skilin að borði og sæng. Feðginin geta því eflaust veitt hvort öðru stuðning á þessum krossgötum í lífi þeirra. FJÖLGUN HJÁ BIRGITTU LÍF L angþráð tímamót eru framundan um helgina hjá World Class­prinsessunni Birgittu Líf. Þá mun hún fá hvolpinn Baby Bellu í hendurnar. Áður átti Birgitta Líf tíkina Bellu sem drapst fyrir nokkru síðan. Var hún harmdauði öllum sem til hennar þekktu. Reikna má með að Baby Bella muni verða augasteinn móður sinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.