Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2019, Page 62

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2019, Page 62
62 FÓKUS 1. mars 2019 q 20% afsláttur! www.igf.isFlokkaðu HÉR af flokkunarílátum út febrúar FLISSAR EKKI Í GEGNUM FERTUGSALDURINN L eikarinn Steinþór Hróar Steinþórsson, sem er þekktur sem Steindi jr., er hættur að sprella. Að minnsta kosti í bili. Samkvæmt til­ kynningu á Instagram ætlar hann að einbeita sér að nýrri heimildaseríu um fólk­ ið í landinu sem sýnd verður næsta haust. Mun leikarinn taka að sér nýtt og alvar­ legra hlutverk hjá Stöð 2. „Góðir landsmenn. Allt mitt líf hef­ ur snúist um grín, ég hef skrifað og leik­ ið í ótal sjónvarpsþáttum, áramótaskaup­ um og öðru gríntengdu efni. Nú er kominn tími til að breyta til og hætta þessu eilífðar sprelli. Það er ekki manni á mínum aldri sæmandi að ætla að flissa sig í gegnum fertugsaldurinn,“ ritar Steindi, en það þarf vart að kynna þann urmul af sjónvarpsefni sem leikarinn hefur birst í, líkt og Stein­ danum okkar og áramótaskaupinu. „Núna langar mig að venda kvæði mínu í kross, leggja trúðsnefið á hilluna í bili og fá að kynnast ykkur, fólkinu í landinu. Fólkinu sem ræktar radísur í glugganum heima hjá sér, mál­ ar geymsluna sína í flippuðum lit, safnar skiptimiðum og álfelg­ um og maxar visakortin sín á Tenerife á hverju sumri,“ skrif­ ar Steindi sem sem landaði Edduverðlaunum í fyrra fyrir dramatískt hlutverk sitt í Und­ ir trénu. „Þetta fólk vil ég hitta í nýrri sjónvarpsseríu sem verður sýnd á stöð 2 á næstunni. Sjáumst á skjánum eða jafn­ vel fyrr því hver veit nema ég banki upp á hjá þér með myndavél og míkró­ fón. Ást og hlýja, Steinþór.“ SÓLLILJA OG JÓN VIÐAR HÆTT SAMAN S tjörnuparið Jón Viðar Arnþórsson og Sóllilja Baltasarsdóttir er hætt saman eftir tveggja ára ástarsamband. Það vakti mikla athygli þegar parið hóf að draga sig saman á sínum tíma, ekki síst vegna þrettán ára aldursmunar. Jón Viðar hafði þá nýlega skil­ ið við barnsmóður sína, leikkon­ una Ágústu Evu Erlendsdóttur. Hann er ekki síst kunnur fyrir samstarf sitt við bardagakappann Gunnar Nelson og saman stóðu þeir að einu vinsælasta íþróttafé­ lagi landsins, Mjölni. Sóllilja hefur getið sér gott orð sem hönnuður og ljósmyndari. Parið kom saman að gerð Ófærðar 2 sem faðir Sóllilju, Baltasar Kormákur, hafði veg og vanda að. Sóllilja fór þar með lítið hlutverk björgunarkonu og Jón Viðar kom við sögu sem sérsveitar­ maður í síðasta þætti sjónvarps­ seríunnar. Á dögunum var greint frá því að Baltasar Kormákur og eigin­ kona hans til tuttugu ára, Lilja Pálmadóttir, væru skilin að borði og sæng. Feðginin geta því eflaust veitt hvort öðru stuðning á þessum krossgötum í lífi þeirra. FJÖLGUN HJÁ BIRGITTU LÍF L angþráð tímamót eru framundan um helgina hjá World Class­prinsessunni Birgittu Líf. Þá mun hún fá hvolpinn Baby Bellu í hendurnar. Áður átti Birgitta Líf tíkina Bellu sem drapst fyrir nokkru síðan. Var hún harmdauði öllum sem til hennar þekktu. Reikna má með að Baby Bella muni verða augasteinn móður sinnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.