Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2019, Side 48

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2019, Side 48
48 1. mars 2019 Tímavélin Gamla auglýsinginVísir 3. maí 1952 Suðurlandsbraut 14 • 108 Reykjavík • Sími 588 0188 • slysabaetur@slysabaetur.is VIÐ SÆKJUM BÆTURNAR Ekki flækja málin. Hrafninn var einn vinsælasti bjórlíkisstaðurinn n Guðmundur blandaði bjórlíki fjórtán ára n Rod Stewart smakkaði B jórinn á Íslandi fagnar nú þrjátíu ára afmæli sínu en hann var leyfður þann 1. mars árið 1989. Á níunda áratugnum var kominn mik- ill þrýstingur frá almenningi um að fá að kaupa bjór og drekka án þess að það kostaði utanlands- ferð. Útlandaferðir voru þá orðnar tíðari og Íslendingar þekktu bjór- krárnar ytra vel. Árin 1983 til 1989 blönduðu íslenskir veitingamenn pilsner saman við vodka og viskí og kölluðu það bjórlíki, sem var geysivinsælt. DV ræddi við Guð- mund Hrafnkelsson sem starf- aði hjá föður sínum á Hrafninum í Skipholti og blandaði bjórlíki á unglingsaldri. Blandaði bjórlíki fjórtán ára Veitingastaðurinn Hrafninn stóð í Skipholti 37, þar sem Lumex er nú til húsa. Þar var seldur matur á daginn en á kvöldin kom fólk til að fá bjórlíki. Þar var einnig spiluð lif- andi tónlist. Hrafnkell Guðjónsson opnað staðinn haustið 1984. Hann hafði áður stofnað samlokufyrir- tækið Júmbó og rekið bílaleigu og fasteignafélag svo eitthvað sé nefnt. Guðmundur sonur hans starfaði hjá föður sínum frá unga aldri. „Bjórlíkið var aðalaðdráttar- aflið,“ segir Guðmundur. „Ég var fjórtán eða fimmtán ára farinn að blanda það í skúrnum heima þar sem það var ekki aðstaða á staðn- um. Þetta var svo mikið magn.“ Hrafnkell pantaði tunnur af pilsner frá Vífilfelli og var 2,25 lítr- um tappað af tunnunum og tveim- ur flöskum af kláravíni og svolitlu af Glenfield-maltviskíi hellt í stað- inn. Þú varst mjög ungur í þessu? „Já, það var enginn miskunn hjá gamla. Ég var farinn að vinna fyrir hann sex ára þegar hann rak biljarðstofuna Júnó,“ segir Guð- mundur. Varst þú stundum að stelast í bjórlíkið? „Nei, ég byrjaði ekki að drekka fyrr en ég var nítján ára, í kringum bjórdaginn sjálfan. Ég vissi aldrei hvort þetta var gott eða vont bjór- líki sem ég var að blanda. Mér var bara sagt að blanda þetta í ákveðn- um hlutföllum og vanda mig. Fimmtán kúta fyrir hvert kvöld. Ég prófaði að blanda bjórlíki aftur fyr- ir nokkrum árum og það var ekki bragðgott.“ Ekkert til sparað Þrátt fyrir að bragðið af bjórlíki jafnist ekki á við alvöru bjór þá var það geysivinsælt og Hrafninn troð- fullur allar helgar. Guðmundur segir að eina helgina hafi selst fyrir jafn mikið og nýi Daihatsu Charade föður hans kostaði. Í dag væri það um þrjár milljónir króna. „Stundum kom það fyrir að magnið dugði ekki og ég var vak- inn um miðnætti til að blanda meira.“ Guðmundur vann á Hrafni eft- ir skóla og allan daginn um helg- ar, fram á kvöld. „Það yrði ábyggi- lega tekið hart á þessu í dag,“ segir hann og skellir upp úr. Var hann þá í uppvaski, að tína af borðum og fleira. Hrafnkell fékk enga aukvisa til starfa á Hrafni. Einn þekktasti barþjónn landsins, Valur Kristinn Jónsson, var fenginn af Hótel Sögu eftir tuttugu ára starf á Mímisbar. Yfirkokkurinn Jóhann Bragason kom af Naustinu. Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is Guðmundur Hrafnkelsson Starfaði hjá föður sínum frá unga aldri. Íslendingar hin útvalda þjóð Á rið 1937 gaf breski dul- spekingurinn Adam Rutherford út rit sem kom flatt upp á marga. Bar það heitið Iceland’s Great Inheritence og fékk mikla út- breiðslu. Í ritinu var því haldið fram að íslenska þjóðin væri í raun framhald af ættbálki Benja- míns í landinu helga. Ritið féll inn í þá stefnu sem upp kom undir lok 20. aldarinnar að nor- rænu þjóðirnar væru allar af- komendur gyðinganna. Hér á Íslandi bergmálaði þingmaður- inn Jónas Guðmundsson þessar skoðanir um arfleifð Íslands. Litlar, blandaðar og umburðar- lyndar þjóðir Ættbálkur Benjamíns var einn af hinum tólf ættbálk- um Ísraels, stað- settur sunnan við Júdeu. Ruther- ford dregur fram ýmis líkindi með íslensku þjóðinni og þess- um ættbálki, svo sem smæðina og aldurinn. Benjamín var yngsti sonur Jakobs og ættbálkur hans sá smæsti. Önnur líkindi samkvæmt kenningu Rutherford voru hinn blandaði uppruni. Landnemar hér á Íslandi hafi að stórum hluta verið norrænir karlmenn en konurnar þrælar frá Bret- landseyjum. Þetta samsvari sér vel við þá kenningu að allar kon- ur ættbálks Benjamíns hafi verið drepnar í stríði við aðra gyðinga á tólftu öld fyrir Krist. Hafi eft- irlifandi karlar ættbálksins þá sótt konur frá bænum Jabesh- -Gilead, austan við ána Jórdan. Enn önnur líkindi væru um- burðarlyndið og frelsið. Líkt og í ættbálki Benjamíns væri hér á Íslandi mikið umburðarlyndi gagnvart öðrum trúarbrögðum. 2.520 ár Með því að sýna fram á þessi líkindi og fleiri vildi Rutherford sýna að Íslendingar væru útvalin Jónas Guð- mundsson Þingmaður úr Múlasýslum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.