Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.2019, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.2019, Blaðsíða 10
10 FÓKUS - VIÐTAL 5. júlí 2019 M aría Birta, leikkona og athafnakona með meiru, hefur verið með annan fótinn úti í Los Angel- es síðastliðin sex ár að reyna fyrir sér í einum harðasta bransanum þarna úti, Hollywood-bransanum. Nýlega skrifaði María Birta und- ir sinn stærsta samning til þessa og mun koma fram sem glímu- kappi og leikkona á sviði í Las Ve- gas og Skotlandi. Hún leikur í nýj- ustu kvikmynd stórleikstjórans Quentin Tarantino, sem er jafnan talað um sem stærstu mynd ársins. Við ræddum við Maríu Birtu um leiklistarferilinn, #MeToo- -byltinguna, Tarantino-ævintýrið, fríköfun og margt annað. Hollywood Eftir að María Birta fékk græna kortið í Bandaríkjunum hefur hún átt mun auðveldara með að fá vinnu. „Ég er búin að taka þátt í enda- lausum verkefnum síðasta hálfa árið eftir að ég fékk græna kortið,“ segir María Birta. Hún útskýrir það nánar og segir að vegabréfsáritun- in sem hún hafði verið með áður takmarkaði hvaða hlutverk hún mátti taka að sér. „Þú þarft eigin- lega að vera í aðalhlutverki í því sem þú ert að taka þátt í. Það er náttúrlega ekkert djók að koma frá Íslandi og ætla sér að keppa á móti öllum stærstu leikkonum í heimi fyrir hlutverk í stað þess að geta unnið sig hægt og rólega upp. Þannig að það er búið að vera miklu auðveldara að komast að núna.“ #MeToo-byltingin breytti miklu María Birta hefur upplifað Hollywood bæði fyrir og eft- ir #MeToo-byltinguna. Hún seg- ir að margt hafi breyst, þökk sé byltingunni. „Það er minna ætlast til af þér,“ segir María Birta og nefnir dæmi: „Ég fór í áheyrnarprufu hjá HBO fyrir stóra þáttaröð. Vanalega myndu þeir vilja að þú myndir ganga alla leið í áheyrnarprufum. Ég átti að fara úr blússunni, en mér var sagt að ég þyrfti þess ekki. Það hefði enginn pælt í þessu fyrir #MeToo,“ segir María Birta. „Það eru svona litlir hlutir sem hafa breyst mjög mikið. Sérstak- lega ef þú ert að leika í innilegri senu á setti, þá er sérstakur sam- ræmingaraðili (e. intimacy coord- inator). Það er kona, eða maður, sem vinnur sérstaklega við það að passa að öllum líði vel, til dæmis spyrja hvort það sé í lagi að mittið sé snert. Þetta eru litlu hlutirnir en gerir það að verkum að það eru allir rosalega öruggir á setti. Það munar mjög miklu, mikið betra.“ Fleiri hlutverk fyrir konur María Birta segir að margt annað hafi breyst í bransanum í kjölfarið. „Það eru miklu fleiri hlutverk í boði fyrir konur í dag. Miklu bita- stærri og skemmtilegri hlutverk. Sérstaklega fyrir eldri konur, því þær hafa átt rosalega erfitt síð- ustu árin. Við eigum svo mikið af frábærum íslenskum konum sem eru komnar yfir fertugt og það er bara eitt og eitt hlutverk sem þeim býðst sem er skemmtilegt og bita- stætt og þær langar að vinna með,“ segir María Birta og nefnir þáttinn Big Little Lies. „Þetta er risastór þáttur. Þetta hefði kannski ekki alveg verið þátturinn fyrir tuttugu árum. Þetta er það sem er að gerast, fólk vill sjá kvenhlutverkin stærri og við erum að sækjast í það. Mér finnst alltaf, og ég pæli mikið í því sjálf, að ég sé að kjósa með peningunum mín- um. Ég fer sérstaklega að borga mig inn í bíóhús að sjá öll kven- hlutverkin. Ég vil meira af þessu.“ Feimin á sviði Spennandi tímar eru fram undan hjá Maríu Birtu. „Ég er að vinna að mjög spennandi verkefni. Ég er að fara á svið í fyrsta skipti. Ég er mjög, mjög stressuð yfir því,“ seg- ir María Birta og ljóstrar því upp að hún sé rosalega feimin mann- eskja. „Ég á mjög erfitt með að fara upp á svið. Ég gæti alveg gert það ef þetta væri sena í bíómynd og það væru fimm hundruð manns úti í sal en það er eitthvað, ég bara fíla ekki að vera uppi á sviði. Mér finnst það mjög óþægilegt,“ segir María Birta. Henni bauðst þrjú önnur hlutverk á sama tíma en ákvað að taka þessu til að skora á sig sjálfa og stíga út fyrir þægindarammann. En hvaða ver- kefni er það sem María Birta er að fara að taka að sér? „Ég er í raun ráðin sem glímu- kappi og leikari,“ segir hún. „Mér bauðst þetta hlutverk því upp á síðkastið er ég búin að vera að gera mínar eigin brellur (e. stunts). Mér finnst „action sport“ mjög skemmtilegt. Mig langaði að prófa eitthvað nýtt og er búin að vera að prufa mig áfram í mismunandi bardagaíþróttum.“ Því miður getur María Birta ekki sagt okkur mikið um verk- efnið. „Ég skrifaði undir fimmtán blaðsíðna samning um að ég megi ekki segja neitt. En ég verð þarna í einhvers konar bardagasenu. Þetta verður í Skotlandi og Las Ve- gas.“ María Birta verður í tíu mánuði í Las Vegas. „Ég hef aldrei skrif- að undir svona langan samning. Það fannst mér mjög stressandi, að festa mig niður því það er svo mikið í gangi. En þetta var svo spennandi tækifæri að ég gat ekki sagt nei.“ Leikur í stærstu mynd ársins María Birta leikur í nýjustu Quentin Tarantino-myndinni, sem verður hans næstsíðasta kvik- mynd. Myndin kemur út í næsta mánuði og er talað um að þetta sé stærsta mynd ársins. María Birta leikur Playboy-kanínu í myndinni. „Ég veit í raun ekki hversu mikið sést í mig í myndinni,“ segir María Birta og segir söguna hvernig hún fékk hlutverkið ótrúlega fyndna. „Ég sótti um hlutverk og vissi að þetta yrði svona tímabilsmynd og mér fannst það æðislegt, ég elska María Birta stígur út fyrir þægindarammann María Birta um lífið og leiklistina í Hollywood - Bregður sér í glænýtt hlutverk glímukappa - Sér ekki eftir neinu - „Það var algjört djók og þannig er allt líf mitt og hefur alltaf verið“ MYND: EYÞÓR/DV Guðrún Ósk Guðjónsdóttir gudrunosk@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.