Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.2019, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.2019, Blaðsíða 45
FÓKUS 455. júlí 2019 „ÉG SEGI JÁ VIÐ NÝJUM TÆKIFÆRUM OG SÍÐAN GERAST HLUTIRNIR“ „Í grunnskóla tók ég aukatíma í tónsmíðum og þar vorum við að vinna með forritið FL Studio. Síð- an þegar ég flyt til Noregs þá byrja ég aftur að vinna með það forrit og gera mín fyrstu lög, sem hafa sem betur fer skánað með tímanum,“ segir Victor brosandi. „Það er svo einkennandi að þegar það er mikil pressa á mér í námi eða vinnu þá leita ég í tónlistina, sest bara við píanóið og byrja að spila.“ Í mars árið 2015, þegar Victor var á öðru ári í læknanáminu, lang- aði hann að prófa að vera plötu- snúður. „Strax á fyrsta ári var mað- ur farinn að kíkja aðeins út á lífið. Í Slovakíu og löndunum í kring er mikil klúbbamenning og allt öðru- vísi en hér, þar er áherslan á plötu- snúðinn og þá tónlist sem hann er að spila, sem er helst svokölluð House-tónlist. Ég er sjálfur að gera tónlist í þeim stíl sem er taktföst og skemmtileg og er mjög mik- ið í austrinu, en ég hef alltaf haft þennan takt í mér sem tvinnast út frá píanóinu,“ segir Victor. „Ég fæ skilaboð þar sem ég er beðinn um að spila í nemendapartýi, karni- vali þar sem allir áttu að mæta í búningi og ég segi bara já, þrátt fyrir að hafa aldrei spilað áður sem plötusnúður. Ég er svolítið þannig að ég segi bara já við tækifærum og svo gerast bara hlutirnir. Ég hef þarna nokkra daga til að æfa mig, ég var með píanóbakgrunninn sem hjálpaði mér mikið þar sem þetta snýst mikið um takt og taln- ingu, en ég var nokkur kvöld fram á nótt að undirbúa mig, safna og setja saman lög,“ segir Victor og bætir við að þegar hann mætti til að spila hafi hann loksins fundið það sem hann var búinn að leita að. Í kjölfarið var Victori boðið að spila á öðrum klúbbum í Martin, og síðan koll af kolli á sífellt stærri stöðum og nýjum löndum. Síðan spurðist það heim að hann væri að spila og hann var beðinn um að spila á Þjóðhátíð í Eyjum, þar sem hann kemur fram í þriðja sinn nú í ágúst og í júní kom hann einnig fram á Secret Solstice þar sem hann spilaði á stóra sviðinu með Svölu Björgvins og kom einnig fram einn. „Þetta er eins og snjó- bolti, maður spilar meira og meira og þannig koma ný og ný tækifæri. Eftir tvær vikur er ég á Krít og svo á Seychelles-eyjum í lok ágúst, þar sem ég kem fram með Willy William og fleiri erlendum tón- listarmönnum. Þetta hefur þróast svolítið hratt.“ Verður að vera með listamanns- nafn Á þriðja árinu í læknisfræðinni hitaði Victor upp fyrir stærsta plötusnúð Slovakíu og sagði vinur hans þá að hann yrði að vera með listamannsnafn. Victor lagði heil- ann í bleyti til að finna hvaða nafn væri mest einkennandi fyrir hann og Doctor Victor varð ofan á. „Vin- ur minn sagði að DJ Victor væri ekki nógu sterkt. Ég er bæði plötu- snúður og „pródúsent“, það er geri mína eigin tónlist, þannig að nafnið varð að gefa það til kynna, í stað þess að vera með DJ í nafn- inu,“ segir Victor. „Doctor Victor var síðan prentað á plakatið, það var fullt hús og þannig var nafnið bara meitlað í stein. Ég hef stundum verið í læknasloppnum á stærri kvöld- um. Á Seychelles-eyjum ætla ég að vera með einhverja grafík á skjá fyrir aftan mig og veit hvað ég vil hafa, ég á bara eftir að útfæra það. Ég er kominn með lógó, sem ég átti hugmyndina að og sendi svo á grafískan hönnuð, sem ákvað að hafa hjartalínuritið sem mér fannst koma mjög vel út.“ Fyrsta lagið vinsælasta lag landsins Victor gefur einnig út eigin tónlist, sem í byrjun voru remix, en árið 2017 gaf hann sitt fyrsta lag út á Spotify. „RVK Events höfðu síðan samband við mig og báðu mig að gera þemalag fyrir Sumargleðina sem er ein stærsta grunnskólahá- tíð landsins og ég segi bara já þó ég hafi verið í miðjum prófum á þeim tíma. Og ég hugsaði hvað það væri gaman að fá Ingó Veðurguð með mér, ég hringi í hann og hann var klár í slaginn. Ég fékk einnig Gumma Tóta bróður hans með, en hann býr í Svíþjóð. Við unnum síðan lagið saman í þremur lönd- um, þeir tóku hvor upp sinn hluta, ég setti það saman og síðan unn- um við saman að því að klára text- ann sem ég hafði samið.“ Lagið er núna það vinsælasta á Íslandi og þykir Victori ótrúlega gaman að fá fullt af snöppum og myndböndum send þar sem fólk er að dansa og syngja við lagið. „Þetta finnst mér svo skemmti- legt við tónlistina sem ég er að gera að það er hægt að gera hana hvar sem er. Ég er bara með tölv- una með mér, svo sit ég til dæmis á flugvellinum, skelli á mig heyrnar- tólunum og er bara byrjaður. Það er líka svo gaman að vera í 40 þús- und feta hæð að gera tónlist,“ seg- ir Victor. Þeir Ingó hittust í fyrsta sinn í lok júní við útskrift Dagbjartar. „Ég hringdi í hann og spurði hvort hann vildi ekki slá tvær flugur í einu höggi, hittast og taka saman acoustic útgáfu af Sumargleðinni, en ég spilaði á píanó og hann gítar. Nú er bara að bíða eftir að Gummi komi heim, spurning hvort við tökum lagið ekki saman á Þjóðhá- tíð.“ Nýlega kom út lagið Running Back sem Victor vann með Svölu Björgvins ásamt tónlistarmynd- bandi. „Síðasta vetur var ég byrj- aður að vinna í lagi og hugsaði að þetta væri flott klúbbalag sem væri epískt að fá kraftmikla kven- mannsrödd eins og Svölu í og hafði ég því samband við hana. Hún sló til og við hittumst tvisvar í stúdíói, tókum lagið upp og kláruðum, en vorum áður búin að vera að vinna að því saman í sitt hvoru landinu. Ég hef góða trú á að það lag verði líka vinsælt. Ég er með fullt af tilbúnum lög- um og ég hef verið að vinna með nokkrum listamönnum, þannig að það er margt spennandi á leiðinni. Það sem er skemmtilegast við tón- listina núna er að vinna með öðr- um listamönnum, eins og Svölu, þar sem maður hittir þá og vinnur með þeim, það veitir manni mik- inn innblástur. En mér finnst gam- an að vera um stund á Íslandi og mig langar að vinna með nokkrum hér, það er fullt af flottum lista- mönnum hér heima.“ Læknisfræðin og tónlistin tvinnast vel saman „Læknisfræðin og tónlistin hef- ur tvinnast vel saman, þegar ég er undir pressu þá leita ég í tón- listina,“ segir Victor aðspurður um hvort að hann muni alltaf vera bæði í lækningum og tónlist. „All- ur minn aukatími fer í tónlist, hún lífgar mig upp þegar ég kem heim þreyttur. Ég get alltaf gripið í tón- listina.“ En er tími fyrir fleiri áhuga- mál? „Já ég hef gaman af að ferð- ast, sem er hluti af bæði tónlistinni og læknisfræðinni, en svo er ég nýbyrjaður á hlaupaprógrami hjá Arnari Péturs og það er einhver mesta snilld sem ég hef kynnst. Kannski kemur eitthvað nýtt þegar ég er búinn með læknisfræðina. Ég mæli með því að fólk segi já og keyri á það sem það hefur áhuga fyrir, maður veit aldrei hvað getur gerst.“ Fylgjast má með Victor á helstu samfélagsmiðlum: Facebook og Instagram undir @doctorvict- orsound og Spotify undir Doctor Victor. n Læknir Victor að störfum á bráðamóttökunni. Píanóleikarinn Victor spilar á burt- fararprófstónleikum sínum árið 2011. Plötusnúður Victor spilar í stærsta Halloweenpartýi í Ungverjalandi. „Það er svo gaman að vera í 40 þúsund feta hæð að gera tónlist

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.