Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.2019, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.2019, Blaðsíða 48
5. júlí 2019 27. tölublað 109. árgangur Leiðbeinandi verð 995 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000 Ásta farin að kela? Glæsilegar danskar innréttingar í öll herbergi heimilisins Fríform ehf. Askalind 3, 201 Kópavogur. 562–1500 Friform.is Lítt þekkt ættartengsl Fjallkonan á fjölhæfa móður F jallkonan og leikkonan Aldís Amah Hamilton vakti verðskuldaða athygli í fyrrnefnda hlut­ verkinu á sjálfan þjóðhátíðar­ daginn 17. júní og flutti ljóð eftir Bubba Morthens við mikla hrifningu viðstaddra. Aldís útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2016 og leikur aðal­ hlutverkið í nýjum tölvuleik frá Myrkur Games, The Darken. Móðir Aldísar er Alda Sigmundsdóttir, sem hefur marga fjöruna sopið. Hún er rithöfundur, blaða maður, þýðandi og bloggari og sló rækilega í gegn með bloggi sem hún hélt úti um árabil sem hét The Iceland Weather Report. Alda var tilnefnd til alþjóðlegra verðlauna fyrir bloggið á sín­ um tíma, sem gerði það að verkum að síðan var á pari við heimsþekktar bloggsíður á borð við Perez Hilton. Brynjar Dagur Alberts- son / Mynd: Aðsend Stóðu sig vel á heimsmeistara- mótinu í dansi U ndanfarna daga hafa tuttugu þúsund keppendur frá sextíu og tveimur löndum tek­ ið þátt í heimsmeistaramótinu í dansi í Braga, Portúgal. Mótið er eitt það stærsta og fjölbreyttasta sem haldið er fyrir börn og ungmenni en þar er keppt í öllum dansflokkum, bæði fyrir einstaklinga og hópa. Þónokkrir Íslendingar tóku þátt í keppninni og hrepptu meðal annars ein gull­, þrjú silfur­ og fjögur bronsverðlaun. Hópur frá Dansskóla Brynju Péturs­ dóttur hlaut fyrsta sætið fyrir Hipp Hopp í eldri hópa­flokki. Þá lenti Brynjar Dagur Alberts­ son í öðru sæti fyrir atriði sitt í flokki fyrir einstaklinga í Hipp Hopp. Aðrir dansarar sem náðu sæti í keppninni eru Guð­ rún Kara Ingudóttir, Hafdís Eyja Vésteinsdóttir, Edda Guðnadóttir, Ragnheiður Ugla Ocares Gautadóttir, Isabella Tara Antons dóttir, Rut Rebekka Hjartardótt­ ir, Eydís Gauja Eiríksdóttir og Marinó Máni Mabazza. Á sta Hrafnhildur Garðarsdóttir hefur verið lengi í sviðs­ ljósinu, hún var reglulegur gestur á síðum Séð og Heyrt í áraraðir, þar til hún hóf störf þar sem blaðamaður og tók síðan við ritstjórastólnum degi eftir að Eiríki Jónssyni var sagt að yfirgefa hann. Ásta fór nýjar leiðir þann tíma sem hún var rit­ stjóri og vöktu nokkur mál gríðarlega athygli og um­ tal. Eins og títt var sagðist enginn lesa Séð og Heyrt fyrr en eitthvað vakti um­ tal, þá kom í ljós að allir lásu blaðið. Ásta lék sér að því að vekja athygli á sér og blaðinu um leið. Eftir að útgáfa Séð og Heyrt hætti hefur minna farið fyrir Ástu, hún hóf störf á Frétta blaðinu og sá einnig um þættina Ástir með Ástu á FM957. En núna er hún hætt í blaða­ mennskunni og flutt í sveitina þar sem hún nýtur sín til fulls. „Ásta Hrafnhildur sterk og stolt, stuðla ég henni rímu. Er nú komin í Ön­ undarholt ásamt kettinum Grímu,“ skrifar séra Hjálmar Jónsson ljóðrænt á Facebook­síðu Ástu. Heyrst hefur að í sveitinni, nánar til tekið í Önundarholti, hafi Ásta líka fundið ástina í fangi Þorvaldar Steinþórssonar, sem er jafngamall og hún, árgerð '71 og fyrrverandi nemandi í Garðaskóla eins og Ásta. Heimildar maður DV segir parið geisla af hamingju og vita að þau eigi samleið í lífinu. n Sveitaástin með Ástu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.