Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.2019, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.2019, Blaðsíða 20
Brot af því besta 5. júlí 2019KYNNINGARBLAÐ Fela reglulega trúlofunarhringa á botni kampavínsglasa Ímyndaðu þér rómantíska helgi með makanum í faðmi náttúrunnar með ótal fossa, fjöll og firnindi í nágrenninu, ótakmarkað magn af afþreyingu og notalegt andrúmsloft. Hótel Laxá við Mývatn er fullkomin staðsetning til dæmis fyrir pör sem vilja upplifa ævintýri saman eða slaka á. „Náttúran býður upp á ótal dagsferðir og styttri túra. Við starfsfólkið á hótelinu erum tilbúin að veita upplýsingar um það sem hægt er að skoða í nágrenninu sem og ferða þjónustufyrirtæki sem bjóða upp á ferðir. Íslendingar eru yfir- leitt steinhissa á hvað við stingum upp á mörgu að skoða sem þeir vissu ekki um,“ segir Edda Hrund Guðmundsdóttir, hótelstjóri Hótel Laxár. Hin fullkomna rómantíska helgi fyrir pör á öllum aldri „Fyrir þá sem vilja slaka aðeins á en langar að skoða sig um, mæli ég með hjólaferðum ef vel viðrar. Svo er tilvalið að kíkja í Fuglasafnið og líta síðan við í Dimmuborgum. Fyrir þá sem vilja aðeins meira „aksjón“ er gaman að skella sér í snjósleða- eða hundasleðaferð á veturna. Annars mæli ég eindregið með dagsferð í Öskju og kíkja svo í Lofthelli sem er engum líkur. Fólk þarf að sjálfsögðu að næra sig og veitingastaðurinn okkar, Eldey, er margrómaður fyrir frábæran mat og meistaralegt handbragð. Jarðböðin eru opin til miðnættis og eru fullkominn endir á góðum degi. Ég mæli alltaf með því að fara á kvöldin þegar mesta umferðin er farin í gegn. Þá er gott að slaka á með smá rautt eða hvítt í glasi.“ Það er ekki óvanalegt að starfs- fólkið á Hótel Laxá fái beiðnir um að hjálpa til við bónorð og slíkt. „Það lífgar alltaf upp á daginn hjá okkur þegar rómantískir makar biðja okkur um aðstoð við að biðja unnustunnar eða unnustans. Við höfum verið fengin til þess að skreyta herbergi eða fela hringa í kampavínsglösum og eftirréttum.“ Falin náttúruperla „Uppáhaldsstaðurinn minn í nágrenninu er án efa Aldeyjarfoss. Það eru alls ekki allir sem hafa heyrt um þennan undurfagra foss sem er umkringdur formfögru stuðlabergi. Hvítur og djúpblár litur jökulfljóts- ins myndar ótrúlega andstæðu við dökkt bergið. Svo er alltaf gaman að skella sér í útsýnisflug með Mýflugi. Þá upplifir maður landslagið á alveg glænýjan máta.“ Nýorðin fimm ára Hótel Laxá er með 80 herbergi og geta þar gist um 160 manns. „Hótelið er gullfallegt og stílhreint og tilvalið fyrir myndatökur. Hér hefur verið nær sami kjarni starfsfólks í fjögur ár, en hótelið var opnað 2014. Hér er frá- bær andi og gott að vera. Fólk kemur hingað í ýmsum erindagjörðum, hvort sem um er að ræða fjölskyldur, pör í brúðkaups afmælisferð, einstaklinga eða ferðamenn. Við bjóðum upp á fjölbreytta flóru herbergja; hjóna- herbergi, twin-herbergi, einstak- lings- eða fjölskylduherbergi. Hér eru haldnar ráðstefnur, fundir, árshátíðir, stórafmælisveislur og brúðkaup. Svo hafa komið hingað kvikmyndatökulið, en hótelið er byggt upp í fimm göng- um þannig að það er mikið næði. Á veturnar geta stórir hópar einnig pantað hótelið út af fyrir sig. Þegar líða tekur á haustið bjóðum við fólki að fá símhringingu upp á herbergi þegar norðurljósin láta sjá sig. Þá er nóg að koma bara út á plan og sjá þau dansa á himninum, því hér er engin ljósmengun.“ Seiðkarl í eldhúsinu Veitingastaðurinn á Hótelinu, Eld- ey, er sérlega vinsæll hjá gestum og heimamönnum og býður upp á ljúffengan mat undir íslenskum og erlendum áhrifum. „Kokkurinn, Birkir Einarsson, leggur mikla áherslu á að elda úr úrvals íslensku hráefni frá bændum í Mývatnssveit og ná- grenni þess. Þetta er gert til þess minnka flutning og tryggja ferskleika. Silungurinn kemur til dæmis frá Húsavík og kjötið af skepnum sem aldar hafa verið við kjöræðstæður á Norðurlandi Eystra. Allt grænmeti og ávextir kemur svo frá bæjunum Hveravöllum, sem rækta í jarðvarma- gróðurhúsum, og Vallarnesi, sem ræktar einungis lífrænar afurðir. Birkir hefur unun af því að leika sér með hráefnin og er mikið í því að reykja, grafa, setja í salt og súrsa. Hann er alger galdramaður í eldhús- inu. Morgunmaturinn er svo alltaf vinsæll hjá ungum sem öldnum enda gott úrval af girnilegum og seðjandi morgunverði.“ Nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðunni hotellaxa.is Olnbogaás, 660 Mývatn Sími: 464-1900

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.