Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.2019, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.2019, Blaðsíða 2
2 5. júlí 2019FRÉTTIR Á þessum degi, 5. júlí 1865 – William Booth heldur fyrsta fund Austur London Christian Mission í tjaldi í Whitechapel í London. Í maí 1878 breytti hann nafninu í Salvation Army (Hjálpræðisherinn). 1946 – Bikíní er sýnt í fyrsta sinn við sundlaug á tískusýningu í París. 1980 – Eftir fjögurra klukkustunda keppni vinnur Björn Borg sigur á John McEnroe í tennis á Wimbledon, þetta er sögulegur fimmti sigur Borg í röð. 1994 – Amazon.com stofnað í Bellevue í Washington. 1996 – Einræktun kindarinnar Dolly kemst í heimsfréttirnar. Breski vísindamaðurinn Ian Wilmut og sam- starfsmenn hans við Roslin-stofnunina í Skotlandi fjarlægðu kjarna úr eggfrum- um kindar og settu í staðinn tvílitna kjarna úr líkamsfrumum kindar af öðru kyni. Ein tilraun af 277 heppnaðist og Dolly þroskaðist eðlilega. Síðustu orðin „Það eru þrjár leiðir til glötunar: konur, fjárhættu- spil og tæknimenn. Sú ánægjulegasta er með konum, sú fljótlegasta með fjárhættuspili og sú örugg- asta með tæknimönnum.“ – Georges Pompidou, forsætis- ráðherra Frakklands 1962–1968 og forseti frá 1969 til dánardags, 2. apríl 1974. n Yfirvöld reyna að fela vandann n Fólk sefur í búrum n Vill hjálpa heimilislausum í London S íðasti göngutúrinn í Hong Kong var erfiður. Ég var far- inn að þekkja marga og sjá sama fólkið aftur og aftur. Það er erfitt að sjá gaurana sem maður er búinn að hanga með hálfdauða úti á götu með sprautu- nál í handleggnum. Það er ekki sérstaklega gaman,“ segir Úlf Mork. Úlf er fæddur og uppalinn á Ís- landi. Móðir hans er íslensk og fað- ir hans hálfur Norðmaður og hálf- ur Íslendingur. Úlf flutti til Noregs með fjölskyldu sinni tíu ára gam- all og hefur síðustu ár búið í Hong Kong. Undanfarna mánuði hefur hann lagt hönd á plóg með góð- gerðarsamtökunum ImpactHK. Samtökin voru stofnuð fyrir þrem- ur árum og hafa vaxið hratt. Mark- mið þeirra er að hjálpa heimilis- lausum í Hong Kong, veita þeim stuðning og tækifæri til betra lífs. Missti fjölskylduna og fór á götuna Úlf byrjaði að vinna fyrir Impact- HK fyrir nokkrum mánuðum og tók til að byrja með þátt í svoköll- uðum kærleiksgöngum þar sem sjálfboðaliðar ImpactHK fara um þekkta íverustaði heimilislausra og gefa þeim mat, drykk, föt og annað. Smátt og smátt komst Úlf meira inn í starfið og fór að bjóða heimilislausum uppá klippingu og rakstur í nafni ImpactHK. „Margir sem setjast í stólinn eru spenntir að spyrja mig spjörunum úr. Vilja vita hvaðan ég kem og hver ég er. Þeir eru spenntir að æfa sig í enskunni því margir tala enga ensku. Ég kann ekki mikið við að spyrja þetta fólk um þeirra fortíð, því starf HK Impact snýst um að byggja upp vinatengsl og einskon- ar fjölskyldu – eitthvað sem marga vantar því þeir eru aleinir,“ seg- ir Úlf og rifjar upp sögu af einum 72ja ára gömlum manni sem kom í klippingu. „Hann er gífurlega vel mennt- aður. Hann lærði í Japan, ferðað- ist um heiminn og var háskóla- kennari í Hong Kong. Hann missti fjölskyldu sína og þegar sonur hans svipti sig lífi fór hann að halda til í garði í Hong Kong og hefur dval- ið þar í tólf ár. Hann á íbúð en vill ekki búa þar. Mér finnst saga hans sýna vel að það er ekki nóg að gefa þessu fólki íbúð eða peninga. Eftir viku gæti það verið komið á sama stað og áður. Þess vegna reyn- um við að binda saman þennan vinahóp og mynda litla fjölskyldu saman,“ segir Úlf. „Sumt af þessu fólki hefur bara tekið vitlausa beygju í lífinu og þarf hjálp. En þetta tekur allt tíma. Það tók þenn- an gamla mann tvö ár að koma til HK Impact í klippingu. Nú sæki ég hann alltaf þegar ég er að klippa og hann kemur með mér. Vonin er að hann ákveði að koma einhvern tímann upp á eigin spýtur.“ Heimilislausir sofa í búrum HK Impact er opið frá 10 til 21 alla daga og boðið er upp á þrjár máltíðir á dag fyrir þá sem vinna. Þeir sem hafa áhuga á að komast af götunni, fá vinnu og húsnæði er hjálpað með það, en Úlf seg- ir að engu sé þröngvað upp á fólk. Hann segir úrræði sem þessi þörf þar sem heimilisleysi sé gríðar- stórt vandamál í Hong Kong. „Yfirvöld gera svo mikið til að fela þetta. Það læsir af brýr og kem- ur fyrir steinum svo fólk geti ekki sofið undir þeim. Þannig að við þurfum oft að leita þetta fólk uppi. Einu sinni rakst ég á mann sem var bara í bol. Það var það eina sem hann var í, annars var hann alls- ber. Það er engin hjálp fyrir menn eins og hann. Heimilislausir fá fjögur þúsund krónur á mánuði frá ríkinu en fyrir tvö þúsund krónur er hægt að leigja sér búr til að sofa í. Þá er fjögur hundruð hundabúr- um staflað ofan á hvort annað og fólk sefur þar. Alveg hræðilegt. Það eru margir sem deyja á götunni og oft gengur maður fram á hálfdautt fólk í gönguferðum. Það er skelfi- legt.“ Stórir draumar í London Úlf er í sambandi með ástral- skri konu og eiga þau tveggja ára dóttur saman auk þess sem kon- an hans á níu ára dóttur úr fyrra sambandi. Þau eru á Íslandi fram í næsta mánuð þegar nýtt ævin- týri tekur við. Fjölskyldan ætl- ar að setja að í London þar sem kona Úlfs fékk gott atvinnutilboð í bankageiranum. Úlf ætlar að næla sér í meistarpróf í hárgreiðslu í London og dreymir um að opna góðgerðadrifna hárgreiðslustofu þar sem hver keypt klipping þýð- ir ókeypis klippingu fyrir einhvern í neyð. „Ég vona að ég nái að skapa það sama í London og HK Impact náði að skapa í Hong Kong.“ n Lilja Katrín Gunnarsdóttir lilja@dv.is Nóg að gera Úlf klippir konu sem þrífur göturnar á lúsaralaunum. „Einu sinni rakst ég á mann sem var bara í bol. Það var það eina sem hann var í, annars var hann allsber. Klippir heimilis- lausa í Hong Kong Slökun á Ísland Úlf dvelur nú á Íslandi með fjölskyldunni en flytur til London í næsta mánuði. MYND: EYÞÓR/DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.