Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.2019, Blaðsíða 14
14 UMRÆÐA
Sandkorn
5. júlí 2019
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru
hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
Aðalnúmer: 512 7000
Auglýsingar: 512 7050
Ritstjórn: 512 7010
Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson
Framkvæmdastjóri: Karl Garðarsson Ritstjóri: Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fréttastjóri: Kristinn Haukur Guðnason Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur
Suðurlandsbraut 14
2. hæð
108 Reykjavík
FRÉTTASKOT
512 7070
ABENDING@DV.IS
Hvað finnst þér um að íslensk stjórnvöld séu að senda börn úr landi?Spurning vikunnar
„Mér finnst ömurlegt að sjá hvernig
stjórnvöld eru að taka á þessum málum.
Júlíana Dögg Chipa
„Mér finnst þetta fyrir
neðan allar hellur. Algjört kjaftæði.“
Sigurbjörg Nanna
Vignisdóttir
„Slæmt,
hættið því.“
Kolbeinn Sveinsson
„Mjög slæmt.“
Daníel Hjörvar
Guðmundsson
Guð forði okkur frá því að ala upp hugsandi börn
Þ
að virðist ein vitleysan reka
aðra í borgarstjórn Reykja
víkur. Ég er borin og barn
fædd í Reykjavík og hélt að
ég gæti aldrei búið neins staðar
annars staðar. Síðustu ár hef ég
hins vegar þakkað mínum sæla
að þurfa ekki að skipta mér af
borgarpólitíkinni.
Nýjasta útspil Vigdísar
Hauksdóttur, borgarfulltrúa
Miðflokksins, er að agnúast út
í að nokkrir unglingar í vinnu
skólanum í Reykjavík hafi lagt
niður störf og mótmælt aðgerðar
leysi yfirvalda í loftslagsmálum.
Vigdísi finnst þetta bull og ætlar að
komast til botns í þessu máli.
Þetta á ég afar erfitt með að skilja.
Er það bull að gefa nemendum í
vinnuskólanum möguleika á því
að hafa áhrif á framtíð sína? Er það
bull að fræða þau um loftslagsmál
og þróunina sem getur átt sér stað
ef við stöndum aðgerðarlaus hjá
og þegjum? Er það bull að kenna
þeim hvernig þau geta látið í sér
heyra? Er það bull að gefa þeim
frelsi til að láta hugann reika,
hlusta, fylgjast með og mynda
sínar eigin skoðanir á mikilvægum
og brýnum samfélags málum?
Eða er það ekki nákvæmlega
það sem við ættum að vera að
gera og viljum gera? Vigdís nær
náttúrlega að snúa út úr þessu
eins og henni einni er lagið og
segir nemendur í vinnuskólanum
hafa verið beðnir af Reykjavíkur
borg að búa til mótmælaspjöld
og fara í kröfugöngu. Ólögráða
einstaklingarnir misnotaðir af
borginni. Hins vegar var það
svo að þetta stóð nemendum til
boða á hefðbundnum vinnu
tíma og aðeins brotabrot af þeim
sem sækja vinnuskólann þáðu
það boð. Getur verið að Vigdís,
og reyndar aðrir í borgarstjórn,
þrífist á drama og farsakenndum
atburðarásum? Svo mikið að þegar
að rykið sest þá þarf nauðsynlega
að finna nýjan skandal til að feykja
því á nýjan leik? Vissulega hafa
mörg hneykslismál komið upp í
borginni að undanförnu og mjög
mikilvægt að komast til botns
í þeim. En þegar hver einasta
mýfluga er snert töfrasprota og
breytt í úlfalda þá falla alvarlegri
málin óneitanlega í skuggann.
Guð forði okkur frá því að víkka
út sjóndeildarhring ungmenna
sem eru við það að standa á eigin
fótum í lífinu. Það gæti verið
stórhættulegt að ala þau upp
sem þenkjandi fólk sem brennur
fyrir sitt nærumhverfi. Það er
náttúrlega vitleysa að sýna þeim
að lítil þúfa getur velt þungu hlassi
og að skoðun þeirra skipti máli. Já,
það er náttúrlega bara bull. n
Ásmundur í ruglinu
Fréttablaðið sagði frá því að
ráðuneyti og stofnanir keyptu
auglýsingar á samfélags
miðlum fyrir tæplega tuttugu
milljónir á árunum 2015 til
2018. Félagsmálaráðherrann
Ásmundur Einar Daðason vísaði
því á bug að auglýsingakaup
væri liður í stefnu yfirvalda að
styrkja íslenska fjölmiðlun.
Það er hins vegar ekki heil brú
í því svari því í gegnum tíðina
hefur styrkur frá ríkinu til fjöl
miðla falist óbeint í birtingu
á ýmiss konar auglýsingum
og til kynningum. Nú er hins
vegar leitast meira við það að
styrkja erlend stórfyrirtæki, í
stað þess að halda peningun
um innan íslenskra fjölmiðla. Í
raun hefur auglýsinga peningur
til samfélagsmiðlarisanna
margfaldast 2015 til 2018 og
á því væntanlega aðeins eft
ir að hækka. Alveg sama hve
góð ríkisstjórnin telur sig vera
við fjölmiðla með umdeildu
fjölmiðlafrumvarpi, þá virðist
alvarleg hugsanavilla standa á
bak við þá gervigóðmennsku.
Umdeildur útvarpsstjóri
Magnús Geir Þórðarson
útvarpsstjóri sótti um stöðu
þjóðleikhús stjóra og líklegt að
hann hreppi hnossið. Margir
líklegir eftir
menn hafa ver
ið nefndir á
nafn, en í þeirri
upptalningu
hefur Kristín
Þorsteinsdóttir,
útgefandi Frétta
blaðsins verið hunsuð. Hún
vann á RÚV um árabil en hefur
hins vegar ekki veigrað sér við
því að gagnrýna RÚV. Hún hef
ur viðrað þær skoðanir sínar að
fréttastofa RÚV sé of hliðholl
Sjálfstæðisflokki, fréttamenn
beri of mikla virðingu fyrir
ráða mönnum og að réttast væri
að gera sparnaðarkröfu á RÚV
fjármunum almennings væri
betur varið.Skoðanir Kristínar
hafa ekki farið vel í RÚVara, né
andstæðinga hennar sem hafa
haldið því fram að hún gangi
erinda Jóns Ásgeirs Jóhannesson-
ar, en Kristín vann um hríð á
samskiptasviði Baugs og stýrir
jú því sem oft hefur verið kallað
Baugsmiðli.
„Já, það er náttúr-
lega bara bull.
Leiðari
Lilja Katrín Gunnarsdóttir
lilja@dv.is
MYND: EYÞÓR/DV
Breyttir tímar Ungviðið lærir hand-
tök frá gamalli tíð - þau sömu og jafnaldrar
þeirra á árum áður unnu dag hvern.