Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.2019, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.2019, Blaðsíða 21
Brot af því besta 5. júlí 2019 KYNNINGARBLAÐ Instamyndir varð upphaflega til árið 2014 þegar við settum upp lítinn ljósmyndakassa í brúðkaupi hjá mági mínum. Þar voru nokkrir sem heilluðust af þessu og pöntuðu kassann í afmæli og aðrar veislur. Svo fór þetta bara að spyrjast út. Saga Film hafði samband við okkur og bað okkur að koma í samstarf og í dag er þetta orðið frekar stórt hjá okkur. Við erum með 10 myndakassa sem hægt er að leigja og eitt stærsta úrval af bakgrunnum á landinu. Einnig erum við með grænskjá ef fólk vill hanna sinn eigin bakgrunn,“ segir Elías Birkir Bjarnason, einn stofnenda Insta- mynda. Með green screen er hægt að hafa hvaða bakgrunn sem er. Fólk er duglegt að lyfta sér upp Myndakassarnir frá Instamyndum eru stórsniðugir í hvers kyns veislur og mannamót og sérlega vinsælt að panta þá í slíkt húllumhæ. „Ég vissi ekki hvað Íslendingar væru duglegir að skemmta sér fyrr en ég byrjaði í þessu, en í sumar erum við að leigja út marga kassa hverja einustu helgi. Það hefur verið ótrúlega gaman að upplifa þetta tímabil og sjá hvað fólk er duglegt að lyfta sér upp.“ Hentar í allar gerðir veislna „Við eigum mikið magn af alls konar skemmtilegum leikmunum fyrir ýmiss konar veislur. Þá eigum við t.d. víkingabúningasafn. Kassarnir eru einnig ólíkir í útliti og henta næstum hvaða þema sem er, ef um er að ræða þemaveislur. Svo er mismunandi hvort kassarnir séu með snertiskjá eða bara takka til þess að taka myndir. Í því felst verðmunurinn. Við komum svo á staðinn og setjum upp flesta myndakassana. Einnig erum við með tvo kassa eða bauga sem nefnast Baugur og Rosabaugur. Þessir eru hentugir ef á að fara út á land eða halda veislu í heima- húsi. Þá er auðvelt að setja þá upp sjálfur og við þurfum ekki að koma á staðinn.“ Elías segir mynda kassana yfirleitt ekki koma í staðinn fyrir ljósmyndara. „Fólk er mikið að panta myndakassa og ljósmyndara í stórar veislur. Myndakassinn nær öðruvísi myndum en ljósmyndarinn og það er svo gaman að fá alla flóruna. Við bjóðum svo upp á að prenta út myndirnar fyrir þá sem vilja. Vikan fékk okkur í skemmtilegt partý Myndakassarnir eru ekki bara sniðugir fyrir veislur heldur líka í annars konar viðburði. „Um daginn var fenginn kassi frá okkur í grunn- skóla og þar tóku nemendur af sér myndir fyrir árbókina.“ Nánari upplýsingar má nálgast á instamyndir.is Við erum líka á Facebook: Insta- myndir og Instagram: Insttamyndir instamyndir@instamyndir.is Sími: 698-5606 „Vissi ekki hvað Íslendingar væru duglegir að skemmta sér“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.