Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.2019, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.2019, Blaðsíða 36
36 PRESSAN 5. júlí 2019 T unglið okkar er ekki dauð- ur klettur sem hangir uppi á himninum á braut um jörðu. Tunglið hefur innra líf sem er falið okkur. Við erum alltaf að gera nýjar uppgötvan- ir um tunglið og við erum alltaf að læra betur hvernig heimur- inn virkar. Á sjöunda áratug síð- ustu aldar staðfestu geimfararnir sem gengu um á tunglinu að þar væri skjálftavirkni, það er að segja stundum gangi tunglskjálftar yfir, líkt og jarðskjálftar ganga yfir hér á jörðinni. Stóra spurningin hefur verið, hvaðan koma tunglskjálftarnir og þar með hvernig tunglið er sam- ansett? Nú eru vísindamenn að- eins nær því að leysa þá ráðgátu. Hingað til hafa vísindamenn skýrt tunglskjálftana á tvo vegu, annars vegar að jörðin hafi áhrif á innri hluta tunglsins og hins vegar að loftsteinar sem lenda á tunglinu skapi skjálftana. Nú hafa vísinda- menn fundið nýja skýringu, að tunglið sé að skreppa saman. Innra líf tunglsins Miðja tunglsins var heit en hef- ur á milljónum ára kólnað mikið. Við kælinguna harðnar yfirborð tunglsins á meðan tunglið skrepp- ur saman. Og vegna þess að að yf- irborðið er að harðna brotnar það þegar tunglið skreppur saman. Það er hægt að líkja þessu við vínber sem skreppur saman og verður að krumpaðri rús- ínu. Munurinn er bara sá að yfir- borð tunglsins brotnar og skapar hóla og dali. Þegar yfirborðið hins smækkandi tungls dregst saman skiptist það í plötur og kantarn- ir ýtast saman. Þetta getur verið ástæðan fyrir hinum mörgu tungl- skjálftum sem geimfarar Nasa mældu á sínum tíma. Með nýrri tækni og nýjum myndum af yfirborði tunglsins hafa vísindamenn NASA, Smith- sonian-stofnunarinnar og fleiri stofnana, kortlagt hvar tungl- skjálftarnir sem geimfararnir fundu fyrir áttu upptök sín. Gamlar upplýsingar í nýrri rannsókn Í ljós hefur komið að flestir skjálftanna áttu upptök sín þar sem flekarnir á yfirborði tungls- ins mætast. Á toppum hæðanna á þeim svæðum tunglsins sem eru hæðótt er yfirborðið ljósara en á svæðunum í kring. Í tímans rás dökkna steinarnir og mölin á yf- irborði tunglsins af geislum sól- arinnar og ljósi liturinn á hæð- unum bendir til þess að þar hafi sólin ekki náð að skína eins lengi og annars staðar á tunglinu. Þess vegna hafa vísindamenn dregið þá ályktun að hæðirnar hafi myndast við jarðhræringar. Það er ótrúlegt að hægt hafi ver- ið að nýta fimmtíu ára gömul gögn í bland við nýjar myndir til að læra eitthvað nýtt um tunglið. Einnig sýna þessar nýju upplýsingar okk- ur fram á að það er margt sem við eigum eftir að læra um tunglið og hvernig það er samansett. Jörðin og tunglið hafa áhrif hvort á annað Auk þess að skýra frá því hvern- ig nýir hólar og hæðir mynd- ast á yfirborði tunglsins, hafa vís- indamennirnir sem stóðu að verkefninu komist að því að flestir tungskjálftanna eiga sér stað þegar tunglið er lengst frá jörðu. Skýringin á því er sú að áhrifin af þyngdarkrafti jarðarinnar eru mest á þeim tíma. Einnig benda niðurstöðurnar til þess að þeir gríðarlegu kraftar sem sjá um að halda tunglinu á sínum stað geti komið hreyfingu á flekana sem orsaka tunglskjálfta. Þetta er þó ekki eini leyndar- dómurinn um tunglið sem upp- lýstur hefur verið á undanförnum mánuðum. Fyrir nokkrum vik- um síðan var skýrt frá því að mik- ið vatn sé að finna undir yfirborði tunglsins sem þyrlast upp þegar stórir loftsteinar lenda á tunglinu. n EIGUM MARGA LITI Á LAGER Nánari upplýsingar á mt.is og í s: 580 4500 HANNAÐ FYRIR ÍSLENSKT VEÐURFAR ÁLKLÆÐNINGAR & UNDIRKERFI „Það er ótrúlegt að hægt hafi verið að nýta fimmtíu ára göm- ul gögn í bland við nýjar myndir til að læra eitt- hvað nýtt um tunglið. Tunglið skreppur saman eins og rúsína n Vísindamenn nær því að leysa ráðgátuna um tunglskjálfta n Enn hvílir dulúð yfir tunglinu Kristján Kristjánsson ritstjorn@dv.is Það er margt enn óvitað um tunglið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.