Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.2019, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.2019, Blaðsíða 30
30 5. júlí 2019FRÉTTIR NÝTT Á DV DV hefur opnað glæsilegan veðurvef þar sem hægt er að kynna sér veðurspá fyrir landið allt. Klæddu þig eftir veðri Kíktu á dv.is/vedur Laugardagur 06. júlí 12:00 15°C HVAR ER BESTA VEÐRIÐ? 3 m/s  Teiknimyndasagan sem varð hárbeitt tímarit n MAD heyrir sögunni til í núverandi mynd n Hárbeitt ádeila sem margir sakna T ímaritið MAD kom fyrst út sem gamansöm teikni­ myndasaga árið 1952. Einkennismerki tíma ritsins hefur verið hörð ádeila á sam­ tímann, þá sérstaklega stjórnmál og skemmtanabransann. Í vik­ unni var það hins vegar tilkynnt að mánaðarlegri útgáfu MAD verður hætt eftir að ágústheftið kemur út. Eftir það verður hægt að næla sér í hefti af MAD uppfull af gömlu efni í nýjum búningi. Þá verða einnig gefin út einhver sérrit í nánustu framtíð. Þetta markar viss tímamót því MAD og lukkudýr tíma ritsins, Alfred E. Neuman, á sérstakan stað í hjörtum margra. Ekki síst fyrir þær sakir að hægt var að brjóta upp á baksíðuna til að leiða í ljós hnyttna skrítlu. Fjölmargir syrgja ritið á samfélagsmiðlum, þar á meðal skringilegi listamaðurinn Al Yankovic. „Ég er virkilega leiður að heyra fréttirnar um að MAD sé hætt út­ gáfu eftir nærri 67 ár. Ég get ekki lýst þeim áhrifum sem tímaritið hafði á mig sem ungan mann – það er eiginlega ástæðan fyrir því að ég varð skrýtinn. Ég kveð eina af merkustu stofnunum Banda­ ríkjanna,“ skrifar hann á Twitter. Grínistinn Drew Carey tekur í sama streng. „Ég er í rusli. Ein af bestu teiknimyndasögunum sem nokkurn tímann hafa komið út.“ Á þesum tímamótum ákváðum við á DV að rifja upp nokkrar goðsagnakenndar forsíður þessa sögufræga rits. Við viljum þig Sámur frændi var tíður gestur á síðum MAD og notaður sem tól fyrir MAD­liða að gagnrýna herskyldu og stjórnvöld í Bandaríkjunum. Hér er árlegri hefð flugvarnar­ stofnunar Bandaríkjanna að leita að jólasveininum gerð skil. Hún endar með heimsenda og kjarnorkustyrjöld. Blóðug leit MAD birti oft grín þar sem lukku­ dýrið Alfred E. Neuman bauð sig fram sem forseta – raunar í hvert sinn sem forsetakjör fór fram í Bandaríkjunum. Kosningaáróður Hillary heitt í hamsi Þessi forsíða af forseta­ frambjóðandanum Hillary Clinton er líka ansi skemmti­ leg og vísun í kvikmyndina Mad Max: Fury Road. MAD og Mad – fattiði? Risastór heimskingi Það slær þó fátt út þessa forsíðu af sjálfum Donald Trump. Skrýtnir hlutir Auðvitað gerði MAD grín að sjón­ varpsseríunni Stranger Things. Jafnvel poppkóngurinn Michael Jackson fékk sinn skerf af háði vegna ásakana um barnaníð. Poppkóngurinn Hræðileg tónlist og ljótt hár Meira að segja Justin Bieber fékk að kenna á MAD.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.