Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.2019, Qupperneq 40
40 FÓKUS 5. júlí 2019
M
aríanna Magnúsdóttir
er 31 árs gömul og geng-
ur með sitt fyrsta barn.
Þegar Maríanna komst
að því að hún væri barnshafandi
voru það mikil gleðitíðindi, enda
bæði fyrsta barn hennar og fyrsta
barnabarn foreldra hennar en fað-
ir Maríönnu er aflraunamaðurinn
Magnús Ver. Stuttu eftir að Mar-
íanna vissi af þunguninni fór hún
að upplifa mikla ógleði og uppköst
sem hún taldi eðlileg í fyrstu. Fljót-
lega kom þó í ljós að ekki var allt
með felldu og áður en Maríanna
vissi af var hún lögð inn á spítala.
Tók yfir líf hennar
„Ég er með það sem kallað er
Hyperemesis gravidarum, eða HG.
Það lýsir sér sem meðgöngukvilla
sem einkennist af massífum upp-
köstum, ofþornun, ógleði, svima
og þyngdartapi. Þetta er alvar-
legra en venjuleg morgunógleði
þar sem þetta tekur yfir líf þitt al-
gjörlega. HG á að skána í kring-
um sextándu til tuttugustu viku en
er oft alla meðgönguna, sem bet-
ur fer eru ekki margar konur sem
fá þetta en mér finnst samt mikil-
vægt að konur viti af því að þetta
sé til,“ segir Maríanna.
Hún er hjúkrunarfræðingur
á gjörgæslu Landspítalans og er
hún iðin við að ferðast og þjálfa
hundana sína tvo. Það hefur tek-
ið gríðarlega á hana að vera upp
á fjölskyldu sína komna meira og
minna alla meðgönguna.
„Ég hef verið með gríðarleg
uppköst og mikla ógleði sem olli
því að ég var á tveggja til þriggja
daga fresti uppi á göngudeild
mæðraverndar að fá vökva í æð.
Eftir tíu ferðir á spítalann, þar sem
mér voru gefnir tveir til fimm lítr-
ar af vökva í æð í hvert skipti, var
ákveðið að leggja mig inn til þess
að reyna að stilla þetta af. Ég hélt
engu niðri á þessu tímabili held-
ur kom allt upp. Vanlíðanin sem
fylgir því að vera alltaf óglatt og þar
af leiðandi alltaf svöng er ekki góð.
Þú einangrast rosalega þar sem þú
kemst ekkert út úr húsi, þú verður
það máttlítil að það að færa þig úr
rúmi yfir í sófann verður erfitt og
það þarf að skipuleggja sturtuferð-
ir svo það líði ekki yfir þig.“
Ekki eins og hver önnur
morgunógleði
Maríanna hóf að kasta upp í enda
febrúar á þessu ári og var hún
komin í veikindaleyfi frá vinnu í
byrjun mars. Hún er loksins að
komast aftur til starfa í júlí, en hún
er gengin rúmlega 24 vikur.
„Ég er ekki eins slæm og ég var
en ógleðin er enn þá til staðar. Ég
þarf að passa mig að borða reglu-
lega og drekka nóg til þess að ég
lendi ekki á sama stað.“
Maríanna lá í heildina í þrjár
vikur inni á spítala og ráðlegg-
ur hún konum sem gruna að þær
kynnu að hafa HG að tala strax við
ljósmóður sína.
„Það dugar oft að grípa inn
í með vökvagjöf og þá þarf ekki
meira inngrip en það, en þessi
veikindi eru ekki eins og hver önn-
ur morgunógleði. Ég var orðin það
næringarlaus og þurr að það var
lítið annað í stöðunni en að setja
í mig stóran æðalegg í hálsinn til
þess að gefa mér næringu, stera og
lyf í æð. Ég var búin að léttast um
12 kíló og var komin með brengl-
un á söltunum í líkamanum vegna
langvarandi næringar- og vökva-
leysis. Það náðist sem betur fer
að hressa mig við og koma nær-
ingarstandinu í ásættanlegan far-
veg og ég er þeim sem sinntu mér
ævinlega þakklát.“
Lifir fyrir hundana sína
Settur fæðingardagur er 24.
október og segir Maríanna fjöl-
skylduna vera mjög spennta. Hún
hefur alltaf haft mikinn áhuga á
hundum og þegar hún var nítján
ára létu foreldrar hennar loksins
undan og gáfu henni Silky Terrier-
-tíkina Töru. Maríanna hefur síðan
þá verið dugleg að þjálfa Töru og
er hún stór partur af lífi Maríönnu.
Eftir að Maríanna veiktist hef-
ur hún þurft að reiða sig á aðstoð
við umönnun hundanna en seg-
ist ekki geta beðið eftir því að geta
haldið áfram að þjálfa þær eftir að
meðgöngu lýkur.
„Ég hef alltaf verið hundasjúk,
alveg frá því að ég var lítil og núna
á ég tvær Silky Terrier-skvísur, þær
Töru Dúllu og Teslu. Ég lifi fyrir
hundana mína og að þjálfa þær og
æfa finnst mér stór hluti af okkar
sambandi.“ n
Reykjavik Raincoats
LAUGAVEGUR 62, 101 RVK
www.reykjavikraincoats.com
Sími: 5711177 - info@reykjavikraincoats.com
Ú T S A L A
Ú T S A L A
Ú T S A L A
10 - 40 %
AFSLÁTTUR
Í VERSLUN OKKAR
„Mikilvægt að konur viti
af því að þetta sé til“
Maríanna greindist með sjaldgæfan meðgöngukvilla sem tók yfir líf hennar
n Einkennin eru ekki „bara“ slæm
morgunógleði
Talið er að í kringum 85% kvenna
upplifi morgunógleði á með-
göngu en aðeins 2% kvenna fái
HG.
n Þú ert ekki að framkalla einkennin
HG kemur vegna meðgöngu-
hormónsins HCG og það er ekk-
ert í hegðun kvenna sem orsakar
veikindin.
n Lyf geta hjálpað
Þrátt fyrir að HG hafi ekki ver-
ið rannsakað lengi hafa lækn-
ar fundið nokkur lyf sem hjálpa
konum.
n Litlar líkur á að barnið sé í hættu
Þegar konur verða veikar á með-
göngu hafa læknarnir mestar
áhyggjur af vökvaskorti og ójafn-
vægi á söltum í líkama þeirra.
Fóstrið tekur þá næringu sem
það þarf og aðaláhersla lækna er
að koma móðurinni í gott jafn-
vægi. Fóstrin eru snillingar í því
að taka allt sem þau þurfa til þess
að vaxa. Það er þó alltaf ráðlagt
að hitta lækni ef verðandi móðir
nær hvorki að halda mat né vatni
niðri í marga klukkutíma í senn.
n Að borða minna hjálpar ekki
Þegar kona þjáist af HG er lík-
legra að hún kasti upp þjáist hún
af vökvaskorti. Það er því mikil-
vægt að nærast og í mörgum til-
fellum þurfa konur vökva í æð til
þess að slá á ógleði og uppköst.
n HG getur verið gott þegar kemur að
hormónum – fóstursins vegna
Konur sem fá HG eru ekki í meiri
áhættuhóp við að missa fóstur
þar sem ástæða þess er oft talin
vera vegna mikilla HCG horm-
óna. Ef kona með HG nær hins
vegar ekki að halda niðri vökva
og næringu en fær ekki þá að-
stoð sem hún þarf getur hún ver-
ið í áhættu. Sé henni ekki sinnt á
réttan hátt getur hún orðið fyr-
ir bein- og vöðvarýrnun og átt á
hættu að ofþorna sem getur leitt
til dauða.
n Ekki allar konur fá HG á öllum með-
göngunum
Einungis helmingur kvenna sem
greinist með HG á fyrstu með-
göngu upplifa það á seinni með-
göngum.
Kate Middleton
Amy Shumer
Kelly Clarkson
Kim Kardashian
Debra Messing
7 hlutir sem þú vissir ekki um HG
(Hyperemesis Gravidarum)
5 frægar sem hafa fengið HG
Aníta Estíva Harðardóttir
anita@dv.is
M
Y
N
D
: E
Y
Þ
Ó
R
/D
V Frumburður-
inn Maríanna er
gengin rúmlega
24 vikur með
sitt fyrsta barn.