Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.2019, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.2019, Blaðsíða 27
5. júlí 2019 FRÉTTIR 27 S ædýrasafnið í Hafnarf­ irði naut mikilla vinsælda á sjöunda og áttunda áratug seinustu aldar og um tíma var aðsóknin með hreinum ólíkindum. Jón Kr. Gunnarsson skipstjóri og ritstjóri stofnaði Sædýrasafnið árið 1969 ásamt félögum í Hjálparsveit skáta í Hafnarfirði en hann var jafnframt forstöðumaður safnsins allt til lokadags. Var starfsemi safnsins meðal annars fjármögnuð með tekjum sem fengust fyrir að fanga háhyrninga fyrir sædýrasöfn víða um heim. Þessi aðferð við tekjuöflun vöktu harða gagnrýni hvalaverndunarsamtaka og var síð­ ar meir lögð af. Safnið var staðsett neðar­ lega í Holtinu í Hafnarfirði gegnt álverinu. Gestir gátu þar með­ al annars virt fyrir sér seli, hvali, ísbirni, háhyrninga, kengúrur, ljón og apa, auk íslenskra húsdýra. „Sædýrasafnið, Sædýrasafnið. Apar, ljón og ísbirnir, Sædýrasafnið.“ Þessi auglýsing heyrðist í útvörpum landsmanna á áttunda áratugnum. Í byrjun níunda áratugarins fór að bera á miklum rekstrar­ erfiðleikum hjá safninu sem meðal annars mátti rekja til þess að ráðist var í dýrar endurbætur sem síðan borguðu sig ekki, auk þess sem samningar við erlenda dýragarða gengu ekki eftir. Safninu var endanlega lokað árið 1987. Ísland var dýragarðslaust næstu þrjú árin, eða þar til Húsadýragarðurinn í Laugardal opnaði árið 1990. Hér gefur að líta nokkrar vel valdar myndir úr ýmsum áttum. „Sædýrasafnið, Sædýrasafnið. Apar, ljón og ísbirnir, Sædýrasafnið“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.