Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.2019, Blaðsíða 18
18 5. júlí 2019FRÉTTIR
U
pplifun barna af tveimur
kynþáttum er oftast góð
í íslenskum grunnskól-
um en hins vegar er margt
sem má bæta í íslensku skóla-
kerfi, og sömuleiðis samfélaginu.
Grunnskólanemendur sem til-
heyra tveimur kynþáttum upplifa
staðalímyndir, rasisma og kyn-
þáttauppnefni í skólanum en hjá
kennurum finna þeir þó frekar
til mismunar vegna tungumáls
frekar en vegna útlits. Þá upplifa
þeir að kennurum finnist óþægi-
legt eða hunsi aðstæður þegar þeir
heyra eitthvað er varðar kynþátta-
uppnefni. Þau telja þörf á frekari
fræðslu í skólanum fyrir kennara
og nemendur.
Þetta er meðal þess sem kemur
fram í niðurstöðum lokaverkefnis
Amelíu Christine Scholl til M.Ed.-
-prófs í kennslufræði við Háskóla
Íslands. Í tengslum við verkefnið
rannsakaði hún upplifun barna
sem tilheyra tveimur kynþáttum í
íslenskum grunnskólum.
„Þú ert bara ljót og svört“
„Þú ert bara ljót og svört“ eru orð
sem ég hef oft heyrt í huga mín-
um frá því ég heyrði samnem-
anda minn segja þau þegar ég var
í 2. bekk. Hann var ekki að beina
þessum orðum að mér, heldur
vinkonu minni sem var af tveim-
ur kynþáttum. Hún hafði tekið lit-
inn sem hann vildi nota til að lita
mynd af ís. Þetta virtist vera sak-
laus árekstur á milli 7 ára barna,
en ég hef oft hugsað til þessar-
ar stelpu í gegnum árin og íhug-
að hvernig hún hafi upplifað sína
skólagöngu eftir að leiðir skildu
þegar við vorum 8 ára gamlar,“
segir Amelía Christine. Í samtali
við DV segir hún fáar rannsóknir
hafi verið gerðar hér á landi sem
snúa að upplifun tvítyngdra barna
af grunnskólakerfinu.
„Ég hef haft mikla skoðun á
jafnréttismálum frá því ég man eft-
ir mér, þá sérstaklega þegar kem-
ur að rasisma. Ég varð móðursyst-
ir í fyrsta skipti þriggja ára gömul
og var litli frændi minn af tveim-
ur kynþáttum. Ég man hvað ég gat
orðið reið og leið þegar hann lenti
í einhverjum átökum sökum útlit-
is á Íslandi. Nú á ég sex systrabörn
af tveimur kynþáttum sem hafa
öll sagt mér einhverjar sögur úr
grunnskólum á Íslandi og fannst
mér því tilvalið að rannsaka þetta.“
Hún segir upplifun viðmæl-
enda af kennurunum hafa komið
hvað mest á óvart. „Þá að kennar-
ar ættu það til að „hunsa“ ef þeir
heyrðu kynþáttauppnefni í skól-
anum. En það sem var líka áhuga-
vert við þetta var að viðmælendur
töldu að þetta væri vegna þess að
kennarar vissu kannski bara ekki
hvernig ætti að taka á þessu á rétt-
an hátt og forðuðust það þá, frekar
heldur en að gera eitthvað rangt.“
„Góð, hvít stelpa“
Í tengslum við rannsóknina ræddi
Amelía við fjögur tvítyngd ung-
menni, tvö börn í 7. bekk, eitt barn
í 9. bekk og eitt barn í 10. bekk.
Ungmennin telja sig finna fyrir
staðalímyndum að einhverju leyti
í íslenskum grunnskólum og upp-
lifa meðal annars öll að „allir haldi
að maður sé frá Afríku“.
Þá nefnir annar piltur að staðalí-
myndir lýsi sér meðal annars í því
að „svörtum mönnum er alltaf lýst
sem geðveikt grimmum köllum“.
Annar piltur nefnir atvik þar sem
skólafélagi taldi fullvíst að hann
væri góður í körfubolta, og dró þá
ályktun vegna húðlitarins.
Stúlka í hópnum segir frá því
þegar stúlka í bekknum henn-
ar sagði: „Ég hata alla svertingja
nema þig“ en þá hafði stúlkan
„þekkt til leiðinlegrar stelpu sem
var svört í bæjarfélaginu þar sem
hún bjó áður“.
„Þannig að hún var búin að
dæma allt svart fólk. Það var ein-
hver sem var leiðinleg við hana
og þá voru bara allir svertingjar
leiðinlegir.“
Þá segjast einhverjir í hópnum
hafa lent í því að vera uppnefnd-
ir í skólanum og af jafnöldrum.
Einn þeirra segist til að mynda
hafa verið kallaður „negri með
negrafléttur“.
Annar nefnir sem dæmi að
hann hafi fengið snapchat frá
drengjum víða af landinu þar sem
hann var kallaður negri og sagt við
hann „shut the fuck up you Afric-
an bitch“. Þá segist hann einnig
hafa verið kallaður „negrapési“.
Kallaður negri
Ungmennin eru ekki sammála
um hvort kennarar hunsi að ræða
málefni sem varða kynþátt eða
n-orðið. Telja þau að kennurum
finnist óþægilegt að ræða slíka
hluti og kjósi frekar að hunsa það
vegna þess að þeir telja að þetta sé
ekki í íslenskri menningu.
Einn úr hópnum rifjar upp
þegar tvær stúlkur í bekknum
kölluðu hann „negra“ í tíma og
kennarinn brást ekki við. Þegar
pilturinn sjálfur kallaði stúlkurn-
ar „hóru“ og „svín“ var hins vegar
þrýst á hann að biðja þær afsök-
unar.
Þá segir annar úr hópnum:
„Við megum ekki blóta í tíma.
Það er alveg „hey ekki nota svona
orðbragð“, – en það má segja og
kalla mig negra í tíma, sem mér
finnst mjög spes. Orðið þú veist, er
þrefalt sinnum ljótara heldur en
orð sem krakkar nota venjulega“
Fram kemur að ungmenn-
in telji mikilvægt að kynþættir og
saga svartra séu til umræðu í ís-
lenskum grunnskólum, en það
geti þó vakið upp óþægilega líð-
an hjá þeim nemendum sem hafa
tengsl við umræðuefnið. Einn úr
hópnum rifjar upp þegar hann var
í 4. bekk og í skólum var haldin
svokölluð Afríkuhátíð. Kennarinn
sagði við krakkanna að Afríka væri
fátækasta heimsálfan.
„Það var það fyrsta sem hann
sagði. Og ég man að ég var eini
svarti krakkinn þarna. Og það
horfðu allir á mig.“
Þá telja ungmennin að kennar-
ar eigi að þekkja betur til, eða fá
fræðslu um, sögu kynþátta og
hvernig eigi að takast á við ras-
isma. Einnig upplifa þau að
kennurum finnist óþægilegt að
ræða slíka hluti.
„Það er ekki frætt um þetta
nóg,“ segir ein úr hópnum og bæt-
ir við að hún telji ástæðuna vera að
viðfangsefnið er ekki tengt Íslandi
og íslenskri menningu.
Annar úr hópnum nefnir sem
dæmi að þegar hann var í sjöunda
bekk í skólanum hafi bekkurinn
fengið fræðslu um transbörn. Þau
hafa hins vegar aldrei fengið neina
kennslu um mismunandi kyn-
þætti. Hann bendir á að hlutfalls-
lega sé meira af svörtu fólki í heim-
inum en transfólki.
„Ég veit ekki af hverju kennar-
ana langar ekki til að tala um það,“
segir hann og bætir við að í hvert
sinn sem þetta viðfangsefni komi
upp þá breyti kennararnir um um-
ræðuefni.
Ungmennin nefna sömuleiðis
að lítið sé um þetta viðfangsefni í
kennslubókunum, eins og í samfé-
lagsfræði. Einn úr hópnum bend-
ir á að svart fólk sé yfirleitt teikn-
að „geðveikt skringilega, kolsvart
með eldrauðar stórar varir“.
Þá kemur einnig fram að frekari
fræðsla í grunnskólum muni að-
stoða samnemendur.
Í samtali við DV segir Amel-
ía niðurstöðurnar varpa ljósi á
mikilvægi fræðslu um þetta við-
fangsefni. „Með þessari umræðu
getum við reynt að finna möguleg
úrræði til þess að öllum líði sem
best í skólanum.“n
„Þú ert bara ljót og svört“
Tvítyngd ungmenni upplifa staðalímyndir, rasisma og kynþáttauppnefni í íslenskum grunnskólum
Auður Ösp Guðmundsdóttir
audur@dv.is „Ég hata alla
svertingja nema þig