Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2019, Síða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2019, Síða 43
FÓKUS 4312. júlí 2019 Sögurnar á bak við dægurperlurnar Ástarlagið Tvær stjörnur er að finna á plötu Megasar Bláir draumar sem kom út á níunda áratugnum. Margir telja það eitt besta ástarlag íslenskrar dæg- urlagasögu. Árið 2015 gaf Óttar Guðmunds- son geðlæknir út bók um ævi og verk Megasar þar sem hann braut hverja einustu hljómplötu Megasar til mergjar, allt frá þeirri fyrstu frá árinu 1972 til þeirrar nýjustu frá 2012. Óttar ræddi um útgáfu bókarinnar við Morgunblað- ið á sínum tíma og kom þá til tals lagið Tvær stjörnur sem Óttar kallaði „ástarlag aldarinnar.“ Á níunda áratugn- um dvaldi Megas í Taílandi og kynntist þar manni sem nefnd- ur er Mú. Óttar sagði Megas hafa hrifist af Mú og bjuggu þeir saman á Íslandi um skeið. „Mú hafði gríðarleg áhrif á Magga og til dæm- is orti hann til Mú ástarlag aldar- innar, Tvær stjörnur. Þótt kjaftasögurn- ar færu á flug hefur ekki verið fjallað áður um þetta samband með raunsæj- um hætti eins og ég geri í bókinni.“ Birgir Baldursson, fyrrverandi for- maður Vantrúar, ritaði bloggfærslu í febrúar 2004 þar sem hann lýsti sam- ræðum sem hann átti við Megas á öldurhúsi í Reykjavík en þar kom lag- ið Tvær stjörnur meðal annars til tals. „Þetta hugverk er samið um söknuð eftir lifandi manneskju og vonina um að fá að hitta hana aftur síðar og endur- taka ástarævintýrið. En svo virðist sem þeir sem misst hafa börn sín nái að bindast þessum texta meira en aðrir og höf- undurinn er stöðugt að heyra frá slíku fólki og af því hve verð- mætt þetta lag/ ljóð er í hugum þess.“ Ég veit þú kemur var gert ódauðlegt í flutningi Ellyjar Vilhjálms á sjöunda ára- tugnum. Lagið samdi Oddgeir Kristjánsson, tónlistarkennari í Vestmannaeyjum, en textann orti Ástgeir Ólafsson, einn ástsælasti tónlistarmaður Vestmanna- eyja sem ávallt var þekktur sem Ási í Bæ. Tvíeykið samdi fjölmörg þjóðhátíðarlög saman í gegnum tíðina. Þegar hlustað er á textann er auðvelt að draga þá ályktun að lagið fjalli um rómantískar ástir manns og konu. Staðreyndin er hins vegar sú að textinn fjallar um samskipti þeirra félaga, Ása og Oddgeirs. Guðfinnur Eiríksson tónlistarmaður rifjar upp söguna á bak við lagið í færslu á bloggsíðu sinni Guf.Fi. árið 2012. „Eitthvert árið var Oddgeir löngu búinn að semja lagið og koma því til Ása, sem hafði hins vegar dregið það úr hófi að semja textann við lagið. Það var farið að styttast í Þjóðhátíð og Oddgeir byrjaður að ókyrrast svo hann gerði sér ferð heim til Ása. Hann var heima hjá sér timbraður þegar Oddgeir kom og hitti hann og var mikið niðri fyrir. Hann væri löngu búinn að skila af sér laginu en Ási væri ekki að standa við sinn part samkomulagsins. Nú væri orðið stutt í Þjóðhátíð og lagið yrði að fara að verða klárt og með þessari framkomu sinni væri Ási að koma óorði á þá báða. Með þessum orðum kvaddi Oddgeir svo Ása. Ási vissi vel upp á sig sökina og daginn eftir mætti hann heim til Oddgeirs vinar sínast og færði honum þennan texta.“ Fjölmargir textar Bubba Morthens vísa í at- burði úr samtímanum og lagið Móðir, sem kom út á plötu Egó árið 1982, er þar engin undantekning. Lengi gengu þær sögur að texti lagsins væri innblásinn af óhugnan- legu atviki sem átti sér stað í Reykjavík í upphafi níunda áratugarins, þegar ung stúlka varð fyrir hrottalegri lík- amsárás og nauðgun í miðbænum. Í desember 1997 var Bubbi í viðtali í þætti Lísu Páls á Rás 2 og ræddi hvernig Móðir varð til. „Þetta varð svo rosaleg- ur smellur. Það hefði verið skemmtilegra ef það hefði ver- ið betri texti við svona stór- an smell. Málið er að þetta lag var samið á fimm mínútum uppi í Tónabæ sem þá var og hét, í hljóðprufu. Það hafði nefnilega komið í fréttum að ein- hver geðveikur ofbeldis- maður hefði misþyrmt og nauðgað ungri stúlku í Þverholtinu. Við heyrðum um þetta í bílnum á leiðinni upp í Tónabæ. Ég skrifa textann semsagt inni í Tónabæ. En lagið var allt í lagi, þetta var svona katsí-lag. En ég hefði nú glaður viljað leggja meiri vinnu í textann.“ Hljómsveitin Brimkló gerði lagið Skólaball ódauðlegt á níunda áratug seinustu aldar en það var Magnús Kjartansson sem samdi smellinn. „Þetta bara lak úr pennanum og varð til. Þarna var ég að rifja upp það sem við kölluðum skólaböll og æskulýðsböll um helgar. Þarna vorum við tveir mjög góð- ir vinir að slást um sömu stúlkuna eins og gerist og gengur. Ég tók þetta mjög alvar- lega víst, samkvæmt textanum. Og ekki lýgur minnið þegar maður skrifar svona,“ rifjaði Magnús upp í samtali við Víkurfréttir árið 2014. Í samtali við Morgunblaðið sama ár rifj- aði Magnús upp að á umræddu skólaballi hefði hann séð á eft ir vin i sínum og stúlk- unni læðast í burtu en sjálf ur gekk hann „særður út í nótt ina“ eins og segir í laginu. Rétt eins og segir í textanum kom hann sér síðan fyr ir í skoti ná lægt heim ili stúlkunnar og beið þar eftir henni. Stúlk an birt ist síðan, snöktandi og hallaði sér upp að ljósastaur. „Magnús tók þá á sig rögg, fór til stúlk- unn ar og huggaði og til að gera langa sögu stutta þá eru þau Magnús hjón enn þann dag í dag.“ Ég veit að þú kemur Tvær stjörnur Skólaball Móðir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.