Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2019, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2019, Blaðsíða 44
44 MATUR 12. júlí 2019 Kartöflukleinuhringir (6–8 stk. kleinuhringir) Hráefni: n 60 ml mjólk, volg n 1 msk. sykur n ½ tsk. þurrger n 2 kartöflur, soðnar, skrældar, volgar n ½ egg n 2 msk. smjör, brætt n ¼ tsk. lyftiduft n ¼ tsk. matarsódi n 110 g hveiti n salt eftir smekk n kókosolía til að steikja upp úr n flórsykur til að strá yfir Aðferð: Blandið saman volgri mjólkinni við sykurinn og þurrger- ið. Hrærið vel saman og látið standa á hlýjum stað þar til gerið myndar froðu á yfirborðinu. Til að fá kartöflurnar sem léttastar í deiginu er best að nota kartöflupressu, annars stappa þær vel og hræra svo í þeim með gaffli til að gera þær loftkenndari. Blandið saman við smjörið, athugið að kæla það niður svo eggið eldist ekki. Hrærið eggið og blandið helmingn- um af því saman við. Blandið saman við gerblönduna. Hveiti, lyftiduft og matarsódi ásamt salti sett í skál. Hinum hráefnunum blandað saman við og hrært varlega saman þar til allt hveitið hefur blandast saman við vökvann og deig hefur myndast. Ekki hnoða neitt frekar. Setjið yfir skálina hreinan klút og látið standa í kæli 6–8 klukkustundir. Að þeim tíma liðnum er kókosolían brædd, passið að hafa hana ekki of heita. Deigið flatt út og kleinuhringir skornir út. Það eru víst til sérstök form til að skera út kleinuhringi en þar sem ég átti ekkert slíkt fann ég niðursuðudós og tappa af flösku í réttum stærðum í endurvinnsluskápnum. Eldhúspappír settur á disk til að taka við hringjunum eftir steikingu. Ágætt að prófa hitastigið á olíunni með litlu hringj- unum innan úr kleinuhringjunum. Kleinuhringirnir eru svo steiktir, snúið við þegar þeir eru orðnir fallega gullbrúnir. Flórsykri stráð yfir. Þessir stoppuðu ekki lengi á disknum, rétt náði að smella mynd af þeim. Það var eiginlega staðið yfir mér á meðan. Dásamlega góðir. Athugið að þetta er lítil uppskrift þar sem ég var að nýta afgangskartöflur og átti aðeins 110 grömm (nákvæmlega) af hveiti í skáp- unum. Fínt að tvöfalda hana allavega. Sjáðu úrvalið á goddi.is Sauna- og gistitunnur GODDI.ISAuðbrekku 19 - kópAvogi - S. 544 5550 Sauna- og gistitunnur ásamt viðarkyntum pottum Sjáðu úrvalið á goddi.is Margar gerðir Eigum fjórar stærðir af lokum á lager í gráum og brúnum litum Verð aðeins 58.500 kr. JARÐEPLI í aðalhlutverki hjá Eygló Harðar n Fyrrverandi ráðherra gefur góðar uppskriftir n Söðlaði um og lærir nú matreiðslu Lilja Katrín Gunnarsdóttir lilja@dv.is Eygló Harðardóttir, fyrrverandi þingmaður og ráðherra, söðlaði um fyrir stuttu og fór í matreiðslunám. Hún nýtur sín á nýjum starfs- vettvangi og hefur samhliða honum opnað Facebook-síðuna Eygló eldar, þar sem hún gefur lesendum spennandi, skemmtilegar og nýstárlegar uppskriftir. Eygló er einstaklega hrifin af kartöflum og gefur lesendum DV tvær uppskriftir að réttum þar sem gamla, góða jarðeplið er aðalstjarnan. Bestu afgangarnir Nýbakaðir og ilmandi kleinuhringir? Hljómar vel, en hvað með heimatilbúna, nýbakaða og ilmandi kartöflukleinuhringi í hvítu flórsykurskýi? Þeir sem voru að hafa áhyggjur af brotthvarfi Krispy Kreme geta núna andað léttar og bakað sína eigin kleinuhringi, og nýtt allar kartöflurnar sín­ ar í leiðinni. Lofa að þetta voru bestu afgangar sem ég hef smakkað. Elskar kar­ töflur Ég elska kar­ töflur, skilst að það sé í genun­ um. Oft hefur kartöflugratín með smá skinku eða spínati verið aðalrétturinn á heimilinu, sem og fylltar bak­ aðar kartöflur svo ég tali nú ekki um djúp­ steiktar kar­ töflur. Hér er nýjasta tilraun­ in með kartöfl­ ur, dásamlega bragðgóðar og dúnmjúkar kartöfluvöffl­ ur. Held að ég muni héðan af alltaf baka þær svona. Kartöfluvöfflur Hráefni: n 1 bolli hveiti n 2 msk. sykur n 2 tsk. lyftiduft n ½ tsk. salt n 1–1½ bolli kartöflumús, eða 1 stór soðin bökunarkartafla eða 4–5 venjulegar kartöflur, soðnar og án hýðis n 1 bolli léttmjólk n 2 egg n 5 msk. matarolía n 1 tsk. vanilludropar, má sleppa Aðferð: Hveiti, sykri, lyftidufti og salti bland- að saman í skál. Kartöflumúsinni blandað saman við mjólkina og olíuna, eggin hrærð saman við ásamt vanilludropunum. Blandið létt saman við hveiti- blönduna. Ef þið notið soðna kartöflu, stappið hana, – best er að stappa hana í kartöflupressu til að deigið verði sem léttast. Einnig hægt að pressa hana í gegnum gróft sigti. Fylling á vöfflur (f. tvær vöfflur hver uppskrift) Skinku- og sveppafylling Hráefni: n olía n 3 skinkusneiðar, saxaðar í bita n 3–4 sveppir, skornir í sneiðar n laukur, skorinn fínt n 2 egg, steikt á pönnu í smjöri á lágum hita n salt og pipar n graslaukur, saxaður fínt Aðferð: Skinkan, sveppirnir og laukurinn svissað létt saman á pönnu. Saltað og piprað. Eggin steikt, graslaukurinn saxaður fínt. Skinkublandan sett á vöffluna, eggið yfir og graslauknum dreift yfir. Nýrnabauna- og tómatfylling Hráefni: n olía n ½ bolli nýrnabaunir, soðnar n ½ laukur, skorinn fínt n 1 tómatur, skorinn í báta n 2 msk. hummus Aðferð: Olía sett á pönnu, laukurinn svissaður létt í olíunni. Nýrnabaununum bætt út í og hitaðar. Tómatbátarnir settir síðast út á pönnuna. Hummusinn smurður á vöffluna og nýrna- og tómatblandan sett yfir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.