Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2019, Side 50
50 FÓKUS 12. júlí 2019
Eftirsóttar og einhleypar
Sumarið er tíminn þegar ástin kviknar – Margar frambærilegar, íslenskar konur eru á lausu
Sumarsólin hefur svo sannarlega leikið við lands-
menn það sem af er sumri og eflaust fleiri hjörtu
sem slá í takt núna en í skammdeginu. Enn er þó
möguleiki til að láta sumarástina kvikna. DV kíkti
á einhleypa og eftirsótta íslenska karlmenn fyrir
stuttu og nú er röðin komin að konunum.
Guðrún
Sóley Gests dóttir,
31 árs
Guðrún Sóley er mikið
útivistarfrík, sjónvarpskona
og listakokkur. Hún hefur því
ansi margt til brunns að bera
til að gera sumarlegt ástar-
samband ríkt af list, menn-
ingu, mat og hreyfingu.
Margrét Friðriks-
dóttir, 41 árs
Frumkvöðla-
fræðingurinn
Margrét Friðriks-
dóttir fer mikinn í
samfélagsumræðu
á netinu og er ekki
allra. Hún berst
fyrir því sem hún
trúir á og stendur
fast á sínu.
Manuela Ósk
Harðardóttir, 35 ára
Það virðist vera fátt sem
þessi fegurðardrottn-
ing, áhrifavaldur og
athafnakona get-
ur ekki gert – svo
fjölhæf er hún.
Manuela er
með bein í
nefinu, er
kröfuhörð og
sættir sig ekki
við neitt múð-
ur. Alvöru
kjarnakona
hér á ferð.
María Sigrún Hilmars-
dóttir, 40 ára
María Sigrún, fréttakona á
RÚV, skildi nýverið við Pétur
Árna Jónsson, en þau gengu í
það heilaga árið 2011 og eiga
saman þrjú börn. María Sig-
rún er bráðgáfuð, skemmtileg
og fyndin og því leikur einn að
eyða með henni sumrinu –
jafnvel ævinni.
Sigríður Ólafs-
dóttir – Sissa , 58 ára
Sissa á að baki mjög far-
sælan feril sem ljósmyndari
og skólastjóri Ljósmyndaskól-
ans. Hún hefur marga
fjöruna sopið og því
uppfull af skemmti-
legum sögum, svo
ekki sé minnst á hve
einstaklega næmt,
listrænt auga hún
hefur.
Inga Lind Karlsdóttir, 43 ára
Inga Lind og Árni Hauksson
fluttu nýverið í sundur og því
smá smuga á sumarást með
sjónvarpskonunni og fram-
leiðandanum Ingu Lind. Hún
er fyndin með eindæmum og
einstaklega góður sögumað-
ur, sem er ekki leiðinlegt á
löngum sumarkvöldum.
Sunneva Eir Einars-
dóttir, 22 ára
Áhrifavaldurinn Sunneva
Einars lifir lúxuslífi og leyfir
fylgjendum sínum á samfélags-
miðlum að fylgjast grannt með
því. Lífið með henni gæti ver-
ið algjört partí en tilvonandi
vonbiðlar þyrftu líklegast
að sætta sig við að deila
sviðsljósinu með
stjörnunni.
SKJÁSKOT/INSTAGRAM @SUNNEVAEINARSS