Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2019, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2019, Blaðsíða 4
4 14. júní 2019FRÉTTIR Lúsmýið eirir engu Í sland er óðfluga að breytast í einhvers konar suðræna para- dís. Hitinn er svo mikill að sjálfsagt verður ekki langt í að pálmatré fari að spretta upp og græneðlur fari að sjást á gang- stéttum. Landsmenn flykkjast út á land í sumarbústaði og í dagsferð- ir. En þá skellur ógæfan á. Lúsmý- ið gerir vart við sig. Lúsmý er versta pest sem kom- ið hefur til landsins. Engar reglu- gerðir eða tilmæli yfirdýralækn- is gátu stöðvað komu þess fyrir nokkrum árum síðan. Ekki frekar en landnám spánarsnigilsins voðalega. Lúsmýið leggur und- ir sig heilu hreppana. Sem dæmi þá hefur Borgarfjörðurinn orðið að no-go svæði út af vargnum. Hækkandi hitastig er eina skýr- ingin. Lúsmýið eirir engu, hvorki poppstjörnum né öðrum. Tónlist- armaðurinn Bubbi Morthens varð fyrir árás, líka fjölmiðlakonan Hildur Helga Sigurðardóttir. Hinn geðþekki Kalli Tomm, trymb- ill Gildrunnar, lenti hvað verst í lúsmýinu. Hann var sundurbit- inn, bólginn og átti erfitt með svefn út af árás við heimili sitt við Meðalfellsvatn. Við Íslendingar þekkjum ekki að búa í nálægð við árásargjörn skorkvikindi. Ekki frekar en við þekkjum stríð, fellibylji eða að geta keypt bauk af bjór í stór- verslun. Okkar innfæddu pödd- ur, þessar örfáu hræður sem búa hér, eru svo miklir aumingjar að þær geta varla angrað nokkurn mann. Það er helst bitmýið á Mý- vatni sem getur gert óskunda. En þá aðeins gegn aðkomufólki og túristum. Erlendis þekkjast skordýr og áttfætlur sem eru langtum voveif- legri en lúsmýið sem Íslendingar emja nú undan. Kóngulær með banvænu eitri, ormar sem sýkja garnir, lifrur sem geta valdið andnauð, lýs sem geta valdið taugaskemmdum og býflugur sem geta drepið fólk með sam- hæfðum stungum. Listinn er endalaus. Í Afríku býr til dæmis kónguló sem staðdeyfir spendýr á nóttunni og étur síðan bita af kjöti á meðan fórnarlambið sefur rótt. Fólk hefur vaknað þar kinnalaust. Til eru þeir sem fagna eilífu sumri. Fagna hröðum loftslags- breytingum af mannavöldum og segja: Skítt með heiminn, við fáum betra veður! En Svarthöfði er ekki einn af þeim. Svarthöfði kann betur við sig í hefðbundnu íslensku sumri. Hálfskýjað, rign- ing hálfan daginn, hvasst hinn. Smá sólarglæta rétt á meðan grill- að er og kalt á nóttunni. Þá sjást í mesta lagi ein og ein húsfluga á stangli og nokkrir ánamaðkar á stéttinni. n Svarthöfði Það er staðreynd að… Kopar hefur sætistöluna 29 í lotukerfinu. Eistland fékk sjálfstæði árið 1991. Póstnúmerið á Grundarfirði er 350. Heimilisfang Landlæknisembættis- ins er Rauðarárstígur 10. Forsætisráðherra Hollands heitir Mark Rutte. Hver er hann n Er fæddur 17. janúar árið 1948. n Var forsætisráðherra Íslands árin 1991 til 2004. n Var borgarstjóri í Reykjavík árin 1982 til 1991. n Var seðlabankastjóri árin 2005 til 2009. n Er ritstjóri Morgunblaðsins. SVAR: DAVÍÐ ODDSSON. YFIRHEYRSLAN Sandra Lárusdóttir, eigandi líkamsmeðferðar- og snyrtistofunnar Heilsa og útlit í Kópavogi, vinnur alla daga við það að láta öðrum líða betur. Sandra er umboðsmaður Weyergans, þýsku undra- tækjanna hér á landi og innan tíðar á öllum Norður- löndunum. Föstudaginn 13. júní býður Sandra öllum sem vilja í 5 ára afmæli stofunnar. DV tók Söndru í yfirheyrslu. Hjúskaparstaða og börn? Gift og á tvær dætur, Stefaníu Agnesi og Guðnýju. Fyrsta minningin? Sitja úti í garði í beisli sem börn voru oft sett í, beislið var svo ég myndi ekki hlaupa frá húsinu. Ég var að undirbúa kaffiboð fyrir mig og mömmu mína. Skemmtilegast að gera? Að ganga upp á fjöll. En leiðinlegast? Ég hata ekkert meira en að taka bensín. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú varst krakki? Mig langaði til þess að verða hjúkrunar- fræðingur. Versta ráð sem þú hefur feng- ið? Að smakka gellur, ég kastaði næstum upp yfir eiginmanninn minn á veitingastað. Hverjir eru mannkostir þínir? Er mjög áreiðanleg og traust. En lestir? Er yfirleitt, ef ekki alltaf, á síðustu stundu. Fyrsta atvinnan? Ég bauð nágranna mínum að snyrta garðinn hans fyrir tjald sem mig langaði í. Safnar þú einhverju? Mér finnst gaman að pikka upp krónur á götunni og safna þeim. Mikilvægast í lífinu? Fjölskyldan mín og hamingja. Stærsta augnablikið? Fæðing barna minna. Ertu með fóbíu fyrir einhverju? Flugum. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Ég get talað í símann í marga klukkutíma. Hvað er það erfiðasta sem þú hefur upplifað? Að vera misnotuð þegar ég var ung, en það hefur gert mig að manneskjunni sem ég er í dag, sterk og og hugrökk kona. En mest gefandi? Að vinna vinnuna mína. Leiðinlegasta húsverkið? Að þvo þvott er ekki mitt uppá- haldsverk. Eitthvað að lokum? Látum drauma okk- ar rætast. Sandra Lárusdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.