Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2019, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2019, Blaðsíða 8
8 FÓKUS - VIÐTAL 14. júní 2019 á þunglyndislyfjum sem ég hafði verið á frá árinu 2013.“ Boltinn fór að rúlla þegar hún fann hamingjuna Sara starfar í dag sem deildarstjóri hjá H&M ásamt því að stunda nám í viðskiptafræði og verslunar- stjórnun í fjarnámi frá Háskólan- um á Bifröst. „Það er smá bilun að vera ein- stæð móðir í fullri vinnu í stjórn- endastöðu og í fullu háskóla- námi en sem betur fer finnst mér skemmtilegt að hafa nóg fyr- ir stafni,“ segir Sara og hlær. Seg- ist Sara ekki trúa á neina öfga- , skyndi- eða töfralausnir þegar kemur að lífsstílsbreytingu og viðurkennir hún að upphaflega hafi hún ekki einu sinni tekið með- vitaða ákvörðun um það að léttast. „Boltinn fór bara að rúlla þegar ég fann hamingjuna. Frá árinu 2017 hef ég vissulega tekið tímabil þar sem ég var rosalega dugleg að mæta í ræktina og tók mig á í mataræðinu sem skilaði mér ár- angri en ég hef aðallega fókus- að á það að borða mat sem lætur mér líða vel. Ég borða yfirhöfuð nokkuð hollt af því að mér líður andlega og líkamlega betur þegar ég vel hollari kosti. En stundum langar mig líka í eitthvað óhollt og ég er ekki að banna sjálfri mér neitt. Stundum þarf maður bara smá súkkulaði fyrir sálina. Ég hefði eflaust getað náð þessum árangri á styttri tíma með því að sleppa öllu súkkulaði og mæta oftar í ræktina en ég er ekki í neinu spretthlaupi.“ Slétt sama um hvað öðrum finnst Í dag er Sara búin að finna ham- ingjuna og upplifir hún mikið stolt og þakklæti fyrir heilsu sína, son sinn, starfið og námið. „Ég á enn langt í land með það að líta út eins og mig langar að gera á endanum. Ég er með slapp- an maga og slit en ég vel bumbuna allan daginn fram yfir það að vera uppfull af kvíða og þunglyndi sem ég er blessunarlega laus við í dag. Ég er virkilega sátt við útlit mitt í dag og ég keypti mér meira að segja mitt fyrsta bikiní um daginn. Það var mikill sigur fyrir mig að fara í sund í bikiníi og ég hélt að það yrði hrikalega erfitt og vand- ræðalegt en svo var það bara ekk- ert mál og ég naut mín í botn. Svo var líka gífurlega mikill persónu- legur sigur fyrir mig að ganga upp á Helgafell um daginn en mig hef- ur alltaf langað til þess að geta gengið upp á fjöll en hef ekki get- að það áður sökum þyngdar. Núna er ég að vinna í því að ganga upp fjöll og fell í kringum höfuðborgar- svæðið og markmið mitt er að ganga upp á Esjuna í sumar. Þetta er eitthvað sem mér finnst alveg ótrúlega skemmtilegt og ég hélt ég myndi aldrei geta gert.“ Þrátt fyrir að hafa ekki tekið meðvitaða ákvörðun um að létta sig segir Sara að þegar árangurinn fór að koma í ljós hafi hún orðið meðvitaðri um mataræði sitt og hreyfingu. „Þegar maður finnur líka hvernig óhollur matur ýtir undir vanlíðan og kvíða þá á maður ekki erfitt með að sleppa honum. Mitt mottó er það að allt sé gott í hófi og þarf fólk fyrst og fremst að finna út hvað virkar fyrir sig þar sem við erum jafn ólík og við erum mörg. Það er mikilvægt að gera það sem gerir okkur hamingjusöm og læt- ur okkur líða vel. Mér finnst virki- lega gaman að bera saman myndir af mér og þá sérstaklega þessa þar sem ég er í sama jakkanum. Á fyrri myndinni má sjá stelpu sem er svo brotin og hrædd, lömuð af kvíða og þunglyndi. Stelpu sem þorði ekki að láta sjást í tennurnar þegar hún brosti. En á seinni myndinni er hins vegar sterk, metnaðarfull, sjálfstæð og hamingjusöm stelpa sem þorir að vera hún sjálf. Er sátt með lífið og brosir hringinn, slétt sama um hvað öllum öðrum finnst.“ n Góð andleg heilsa breytti lífi Söru. / Mynd: Aðsend Stundum þarf maður bara smá súkkulaði fyrir sálina MYND: HANNA/DV Sara var lömuð af þynglyndi og kvíða.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.