Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2019, Blaðsíða 30
Veitingablaðið 14. júní 2019KYNNINGARBLAÐ
Ekta marokkóskur matur og
stemning á Kasbah Café
Veitingastaðurinn Kasbah Café er nefndur í höfuðið á kasbah, sem er samheiti yfir virki í kring-
um borgir í Marokkó. Yfirleitt eru þau í
einkennandi rauðum lit enda unnin úr
marokkóskum leir. Svo gnæfa alla jafna
tveir turnar yfir borgina. Á veitinga-
staðnum Kasbah Café er stemn-
ingin næstum eins og að koma inn í
marokkóska borg. Allir innviðir þar eru
hannaðir af Hafsteini og Karítas hjá Haf
Studio og handgert úti í Marokkó fyrir
staðinn og kallast litirnir inni á staðnum
á við hin mikilfenglegu Kasbah-virki.
Tengingar til Marokkó
„Við fjölskyldan berum mjög sterka
þræði til Marokkó enda kem ég frá
Marokkó,“ segir Mohamed Nadhir, eða
Simo eins og hann er alltaf kallaður.
„Við hjónin, Harpa B. Nadhir Braga-
dóttir, rekum staðinn saman, en hún
er annars í fullu starfi hjá Mannvit,
verkfræðistofu og hjá Kasbah Café í
hjáverkum. Strákurinn okkar, Kristófer
Karim, þjónar svo til borðs hjá okkur en
þetta er sannkallað fjölskyldufyrirtæki.“
Simo hefur búið samtals í tuttugu ár
á Íslandi en fjölskyldan bjó saman úti
í Marokkó í þrjú ár fyrir nokkrum árum
síðan. „Fyrst vorum við í Marrakech og
svo í Casablanca, þaðan sem ég kem.
Menningin þarna úti er einstök og síðan
við fluttum aftur til Íslands hefur okkur
dreymt um að opna veitingastað með
marokkósku ívafi og kynna Íslending-
um fyrir menningunni, stemningunni
og auðvitað matseldinni þarna úti. Við
opnuðum loks veitingastaðinn núna
helgina 1. og 2. júní, en Kasbah er eini
marokkóski veitingastaðurinn í Reykja-
vík. Þetta hefur gengið vonum framar
enda er veðrið búið að leika við matar-
gesti okkar.“
Hægeldaðir réttir í leirpottum og
marokkósk léttvín
Marokkóskir réttir eru mikið til eldað-
ir í sérstökum leirpottum sem kallast
tagine. Þá er kjöt og grænmeti hægeld-
að og látið malla í eigin safa með alls
konar framandi kryddum. „Útkoman
er alveg himnesk. Marokkóskir réttir
eru ekki sterkir þótt þeir séu kryddaðir.
Þjóðarréttur Marokkóbúa er svo kúskús
og ásamt tagine-réttum erum við með
kúskús-rétti á matseðlinum.
Allt léttvínið okkar kemur frá
Marokkó. Marokkó var frönsk nýlenda
og er frönsk menning því mjög sam-
tvinnuð marokkóskri menningu og hefur
smitast meðal annars út í vínfram-
leiðsluna. Vínin okkar koma frá Domaine
De la Zouina sem framleiðir dýrindis
rauðvín, hvítvín, gris og rósavín í hæsta
gæðaflokki. Einnig erum við með briou-
ates-smárétti. Það eru djúpsteiktar
upprúllaðar deigþynnur með ýmiss
konar girnilegum fyllingum sem henta
bæði sem forréttir eða smáréttir.“
„Kokkarnir okkar koma frá Marokkó
og eru algerir snillingar í eldhúsinu.
Marokkósk matseld er afar fjölbreytt og
við erum enn að fínpússa matseðilinn.
Okkur langar að vera með nokkra fasta
rétti, og svo vera með breytilega rétti
sem við auglýsum á Facebook-síðunni
okkar, Kasbah Café Reykjavík. Því er
um að gera að fylgjast með okkur þar
og koma með uppástungur ef það
eru einhverjir réttir sem þið viljið sjá á
matseðlinum.“
„Marokkóska myntuteið sem fæst hjá
Kasbah Café fer ekki fram hjá neinum
sem hefur komið til Marokkó og er alveg
himneskt, jafnvel fyrir þá sem segjast
ekki drekka te. Svo erum við líka með
kökur sem við gerum sjálf, m.a. geggj-
aða sítrónuböku sem passar svona líka
vel með myntuteinu.“
Paradís á sumardegi
„Ég mæli eindregið með því að sitja
úti í sólinni á útisvæðinu okkar, fá sér
briouates og sötra á góðu marokkósku
rósavíni með. Útisvæðið okkar tekur
allt að 20 manns í sæti og er þar gott
skjól og sólríkt. Þetta er alger paradís á
góðum sumardegi,“ segir Simo og býður
gesti og gangandi velkomna í ekta
marokkóska stemningu á Kasbah Café.
Kasbah Café er staðsett að Geirs-
götu 7b, 101 Reykjavík.
Sími: 588-8484
Facebook: Kasbah Café Reykjavík
Instagram: kasbahcafereykjavik
Heimasíða: kasbah.is n