Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2019, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2019, Blaðsíða 16
16 FÓKUS - VIÐTAL 14. júní 2019 S íðasta sumar var Emilíönu Bened Andrésardóttur haldið fanginni á heim- ili sínu á Akureyri og hún beitt hrottalegu ofbeldi í rúmlega þrjár klukkustundir. Gerandinn var barnsfaðir hennar. Að lok- um tók það lögreglu tæpa klukku- stund að fjarlægja manninn úr íbúðinni en alvarleiki brotanna var slíkur að farið var fram á nálg- unarbann. Ákæra á hendur mann- inum var þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra síðastliðinn þriðjudag en þrátt fyrir játningu og fjölda sönnunargagna hefur ákæruvaldið einungis farið fram á sex mánaða fangelsisdóm. Emil- íana segir andlegt og líkamlegt of- beldi af hálfu barnsföðurins hafa staðið yfir í fjögur ár, og í mörg skipti hafi kornung dóttir þeirra verið viðstödd. „Ég var sannfærð um að ég myndi deyja“ „Við byrjuðum saman í febrúar 2015. Sambandið þróaðist strax hratt og fór út í öfgar. Andlega of- beldið byrjaði um leið og þróaðist hratt. Líkamlega ofbeldið byrjaði ekki fyrr en rúmlega tíu mánuðum seinna. Það sitja mörg dæmi í mér, þau eru óteljandi,“ segir Emilíana. Hún rifjar upp atvik sem átti sér stað þegar hún var ófrísk að dóttur þeirra. „Þá braut hann allt inni í íbúð- inni minni, þar á meðal persónu- lega hluti sem voru mér mjög kærir. Hann mölbraut til dæm- is bakarofninn. Lögreglan mætti á staðinn en þá var hann búinn að hlaupa út. Ég var spurð að því hvort hann hefði lagt hendur á mig. Ég sagði að hann hefði hrint mér og ég dottið á skápahurð.“ Hún segir mörg tilfelli hafa ver- ið svo alvarleg að hún hafi verið sannfærð um að hún myndi deyja. Oft hafi barnsfaðir hennar beitt hana ofbeldi fyrir framan dóttur þeirra eða á meðan hún hélt á barninu í fanginu. „Í eitt skipti reyndi ég að hlaupa með hana út um nóttina. Hann reif mig upp á hárinu við útidyrn- ar og negldi hausnum á mér aft- ur og aftur í vegginn þannig dóttir okkar hristist og hristist og við vor- um báðar skælandi. Það blæddi úr hausnum á mér. Dóttir okkar var þarna fimm mánaða og rétt byrjuð að halda haus. Hún hefði auðveld- lega getað dáið.“ Hún segist hafa reynt af fremsta megni að fela ofbeldið á þessum tíma. Eins og svo margir þolendur upplifði hún skömm yfir aðstæð- um sínum. „Hann lofaði líka alltaf öllu fögru eftir á. Lögreglan var oft köll- uð til á heimili okkar eða á heimili foreldra hans. Þannig að það eru til skýrslur. Ég kærði hann samt aldrei. Um leið og lögreglan mætti þá annaðhvort opnaði ég ekki fyrir þeim eða ég reyndi að fegra hann og segja að það væri allt í góðu.“ Hún rifjar upp annað skipti þegar barnsfaðir hennar braut á henni fingur. „Ástæðan fyrir því var sú að ég gat ekki hætt að skæla eftir að hann hafði legið ofan á mér og tekið mig hálstaki þannig að ég missti andann.“ Emelíana segist jafnframt hafa undir höndum ljósmyndir sem sýna áverka sem hún hefur hlotið af hálfu barnsföðurins og í sum- um tilvikum hafi verið vitni að of- beldinu. Hún bendir á að ofbeldismenn séu oftar en ekki snillingar í að „manipulera“ aðstæður og sía út hentug fórnarlömb. „Sem þeir fá síðan til að treysta og trúa á sig. Brjóta þau svo hægt niður þangað til þeur geta byrjað að beita alvöru ofbeldi. Siðblinda heitir það.“ Marin, blóðug og útötuð í áfengi Alvarlegasta tilfellið átt sér stað síðasta sumar. „Þá hélt hann mér inni í íbúð- inni gegn vilja mínum í tæpa þrjá Fríform ehf. Askalind 3, 201 Kópavogur. 562–1500 Friform.is Mán.–Fös. 09–17 Glæsilegar danskar innréttingar í öll herbergi heimilisins „Ég var borin út nakin, blóðug og útötuð í áfengi“ Emilíana var frelsissvipt af barnsföður sínum „Andlega ofbeldið byrjaði um leið og þróaðist hratt“ Auður Ösp Guðmundsdóttir audur@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.