Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2019, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2019, Blaðsíða 18
18 UMRÆÐA Sandkorn 14. júní 2019 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. Aðalnúmer: 512 7000 Auglýsingar: 512 7050 Ritstjórn: 512 7010 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson Framkvæmdastjóri: Karl Garðarsson Ritstjóri: Lilja Katrín Gunnarsdóttir Fréttastjóri: Kristinn Haukur Guðnason Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur Suðurlandsbraut 14 2. hæð 108 Reykjavík FRÉTTASKOT 512 7070 ABENDING@DV.IS A llar líkur eru á að Boris Johnson verði næsti formaður Íhalds- flokksins í Bretlandi og þar með forsætisráðherra landsins þar sem flokkurinn leiðir ríkisstjórn. Boris hefur verið fráfar- andi forsætisráðherra, Theresu May, óþægur ljár í þúfu og fer fremstur í flokki Brexit-sinna. Johnson fékk langflest atkvæði í annarri umferð atkvæðagreiðslu flokksins og eru nú aðeins sjö frambjóðendur eftir. Johnson fékk alls 114 atkvæði en í öðru sæti var Jeremy Hunt með 43. Nýr formaður tek- ur við þann 22. júlí næstkomandi. En hver er Boris Johnson? Nefndur eftir sovéskum flóttamanni Fullt nafn hans er Alexander Boris de Pfeffel Johnson. Hann er fæddur þann 19. júní árið 1964 á Manhattan-eyju í New York. Foreldrar hans eru albreskir en Johnson er engu að síður með tvöfalt ríkisfang, breskt og bandarískt. Hann var nefndur Boris eftir sovéskum flóttamanni sem foreldrar hans þekktu. Johnson er af efnuðu fólki kominn og gekk í fínan einkaskóla. Fimm ára gamall flutti hann með fjölskyldu sinni til Lundúna en um tíma bjó fjölskyldan í Brussel þar sem faðir hans, Stanley, starfaði fyrir Evrópu- ráðið. Sem barn glímdi hann við heyrnarskerðingu en gekk þó einstak- lega vel í tungumálanámi. Eins og margir ungir menn á framabraut gekk Johnson í bæði Eton og Oxford. Þar varð hann vinsæll og þótti einstaklega vel máli farinn. Hann lék ruðning, gekk í bræðralag og varð forseti stúdentafélagsins. Á háskólaárunum kynntist hann Allegru Mostyn-Owen, sem var af aðalsættum, og fljótlega trúlofuðust þau. Eftir útskrift árið 1987 giftu- st Johnson og Mostyn-Owen en hjónabandið varði aðeins í sex ár. Árið 1993 kvæntist hann lögmanninum Marinu Wheeler en þau standa nú í skilnaði. Johnson á alls fimm börn. Uppáhaldsblaðamaður Margrétar Thatcher Eftir útskrift hófst ferill Johnson sem blaðamaður og þar átti hann eft- ir að verða áberandi og umdeildur. Árið 1987 var hann rekinn frá dag- blaðinu The Times eftir að hafa falsað tilvitnun en fékk þá starf hjá The Daily Telegraph, sem gjarnan er flokkað á hægri vængnum. Þar byrjaði hann að láta stjórnmálaskoðanir sínar í ljós, sérstaklega efasemdir um veru Bretlands í Evrópusambandinu. Varð hann að uppáhaldsblaða- manni forsætisráðherrans Margaret Thatcher. Á níunda áratugnum var Johnson þekktur fyrir pólitíska pistla sína og sýndi áhuga á að bjóða sig sjálfur fram til embættis. Árið 2001 var Johnson kjörinn á breska þingið og endurkjörinn árið 2005. Á sínum þingmannsferli komst hann nokkrum sinnum í slúður- blöðin fyrir meint framhjáhöld og barneignir utan hjónabands. Klaufalegur borgarstjóri Johnson var óvænt kjörinn borgarstjóri Lundúna árið 2008 og bar sig- urorð af „Rauða“ Ken Livingstone. Kosningabaráttan byggðist á að ná til úthverfafólks og beita sér fyrir fækkun glæpa og uppfærðu vegakerfi. Ýmis ummæli voru hins vegar dregin fram í dagsljósið sem verða að teljast rasísk og niðrandi í garð samkynhneigðra. Árið 2012 var hann endurkjörinn en þá var hann orðinn þekktur utan landsteinanna. Fólki fannst eitthvað sniðugt við þennan ljós- hærða og úfna klaufabárð sem elskaði ruðning. Beið síns tíma Johnson kom aftur inn á þingið árið 2015, en þá hafði David Camer- on forsætisráðherra gefið loforð um þjóðaratkvæðagreiðslu um veru landsins í Evrópusambandinu. Johnson hljóp að sjálfsögðu á „Brexit- -vagninn“ gegn formanninum. Eftir að úrslit kosninganna voru ljós hrökklaðist Cameron frá völdum og nýr forsætisráðherra, Theresa May, gerði Johnson að utanríkisráð- herra. En vandræði stjórnarinnar með að leysa hnútinn hafa engum dulist og harð- línu Brexit-sinnar eins og Johnson óánægð- ir með stefnu May. Í júlí í fyrra sagði Johnson af sér embætti. Síðan þá hefur hann setið á meðal „bak- bekkjunga“ eða valdalítilla þing- manna og beðið eftir að stóll- inn hryndi undan May. Það er nú að raungerast og tími Johnson að renna upp. n Nýtt umferðarmerki Drög að reglugerð um breytingu á reglugerð um um- ferðarmerki og notkun þeirra voru birt á samráðsgátt og er nú umsagnarfrestur liðinn. Engar umsagnir bárust og verður nú unnið úr málinu. Samkvæmt drögunum verður nýju umferðarmerki bætt við í 13. grein sem fjallar um veg- vísa. Á umrætt merki að nota til að gefa til kynna að um- ferð á veg sem merkið er við fari um ferðamannaleið sem tengir saman við áhugaverða áfangastaði sem hafa sögulegt, menningarlegt eða fagurfræði- legt gildi. Merkið verður rétthyrndur fer- hyrningur, 500 millimetrar á breidd og 600 millimetrar á hæð. Á því verður merki við- komandi ferðamannaleiðar á hvítum grunni og með brúnum ramma. Sjálfstæðisflokkurinn heldur ESB-dyrunum opnum Bráðlega fagnar umsókn Ís- lands að Evrópusambandinu tíu ára afmæli sínu en hún var samþykkt á Alþingi þann 16. júlí árið 2009 en var síðan sett á ís. Árið 2013 komst Sjálfstæð- isflokkurinn í ríkisstjórn og hefur verið þar síðan og hefur formaðurinn, Bjarni Benedikts- son, lýst því yfir að umsóknin verði ekki stöðvuð án þjóðarat- kvæðagreiðslu. Eins og frægt er fór Gunnar Bragi Sveinsson, þáverandi utanríkis- ráðherra Framsóknarflokksins, í erindisleysu árið 2015 til að stöðva umsóknina. Nú eru þrír flokkar, sem allir eru á móti aðild, að minnsta kosti á pappírunum, að sam- bandinu við völd og samkvæmt könnunum nýtur umsókn- in ekki velvildar þjóðarinnar. Engu að síður kemst málið ekki á dagskrá. Ætla má að forysta Sjálfstæðisflokksins vilji því halda dyrunum opnum þar til réttar aðstæður skapast. LOF & LAST – Erik Hamrén og Miðflokkurinn Erik Hamrén Lof vikunnar fær Erik Hamrén landsliðsþjálfari karlalandsliðsins í knattspyrnu. Alger viðsnúningur hefur orðið á gengi liðsins undanfarið. Eftir tvo góða sigra í júní á Laugardalsvelli á liðið skyndilega góða möguleika á að komast upp úr riðlinum í undankeppni Evrópumeistaramótsins. Þegar illa gekk fékk Hamrén harða gagnrýni og því er verðskuldað að hann fái lofið núna. Miðflokkurinn Aftur stefnir í málþóf á Alþingi í boði Miðflokksins. Þingmenn flokksins raða sér nú á mælendaskrá í umræðu um frumvarp um loftslagsmál og tilgangurinn er augljós, rétt eins og í umræðunni um þriðja orkupakkann. Virðist þetta gert til þess eins að reyna að rífa upp fylgið í kjölfar Klaustursmálsins. Það gekk vel í upphafi en hefur nú snúist í andhverfu sína. Aðgerðir gera því ekkert nema að minnka virðingu þeirra sjálfra. M Y N D : E Y Þ Ó R /D V Austurvöllur Heitur dagur fyrir menn og dýr. Boris færist nær

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.