Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2019, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2019, Blaðsíða 34
34 PRESSAN 14. júní 2019 við grunsamlegar kringumstæð- ur. Í fyrstu var talið að eitrað hefði verið fyrir honum en læknir fjöl- skyldunnar komst að lokum að þeirri niðurstöðu að hjartasúk- dómur hefði dregið hann til dauða. Belle fékk einnig greidda háa peningaupphæð eftir dauða Mads, sem gerði henni kleift að kaupa stórt býli í La Porte í Indi- ana. Hún flutti þangað með eft- irlifandi börnum sínum; Myrtle og Lucy og fósturdótturinni Jenny. Þann 1. apríl 1902 giftist Belle Norðmanninum Peter Gunness og varð við það Belle Gunness. Peter var ekkill og átti tvær dætur. Önn- ur þeirra lést skyndilega þegar hún var ein með Belle og áður en leið á löngu lést Peter einnig. Hann fannst í eldhúsinu og hafði ver- ið sleginn fast í hnakkann. Sam- kvæmt Belle og dætrunum lést hann eftir að hafa fengið hakkavél í höfuðið. Dóttir Peter, Swanhild, var send til frænda síns í Wiscons- in og mun hafa verið eina barnið sem lifði Belle. Árið 1903 tók Belle að sér barn, Philip að nafni. Á sama tíma réð hún Ray Lamphere, einhleypan mann, til að vinna á bænum. Á sama tíma bjó Belle til nýja áætl- un, hún birti auglýsingu í blað- inu þar sem hún auglýsti eftir ein- hleypum norskum mönnum til að búa með henni og börnum henn- ar á bænum. Þetta tilboð freistaði margra Norðmanna sem höfðu komið til Bandaríkjanna til að freista gæfunnar og margir byrj- uðu að skrifast á við ekkjuna. Sendi ástarbréf til biðils Eina krafan sem Belle setti fram var að þeir myndu koma til býl- isins með peninga saumaða inn í föt sín. Margir Norðmenn komu til býlisins, þar á meðal John Moe, George Anderson, Ole B. Buds- berg og Andrew Helgelien. Á býli Helgelien í Suður-Dakóta fannst handskrifað bréf frá Belle til Andrew, dagsett 13. janúar 1908. „Til besta vinar míns: Engin kona er hamingjusamari en ég er nú. Ég veit að þú þarft að koma til mín til að verða minn. Bréfin þín sýna mér að þú ert maðurinn sem ég vil eignast. Það tekur ekki svo langan tíma að átta sig á því að manni líkar við einhvern og mér líkar best við þig af öllum í heim- inum. Ég veit það. Við verðum ein, hvort með öðru – getur þú hugs- að þér nokkuð betra? Ég er alltaf að hugsa um þig. Þegar ég heyri nafnið þitt er það þegar elsku börnin tala um þig eða þegar ég heyri sjálfa mig segja það eins, það hljómar eins og tónlist í eyr- um mér. Hjarta mitt slær fyrir þig, Andrew minn. Ég elska þig. Búðu þig undir að vera hér að eilífu.“ Þetta hlýtur að hafa hljómað eins og tónlist í eyrum Andrew því hann tók öll sín verðmæti með sér og flutti til Belle og barnanna í La Porte. Þegar þangað kom fór Belle með hann í bankann til að skipta 2900 dollara ávísuninni (sem voru mjög miklir peningar á þessum tíma) sem hann hafði tekið með sér. Hann hvarf svo nokkrum dög- um síðar. Á þessum tíma hafði Belle látið líta út fyrir að hún væri í vand- ræðum með vinnumanninn, Ray Lamphere, sem á að hafa verið yfir sig ástfanginn af henni og afbrýði- samur út í alla biðlana sem komu til býlisins. Hún var hrædd um að hann myndi brenna býlið og drepa þar með hana og börnin hennar. Hún reyndi að fá réttinn í La Por- te til að dæma hann veikan á geði, en honum var sleppt og hann var dæmdur heilbrigður. Kvenmannslík fannst í bruna- rústum á býli Belle En aðfaranótt 28. apríl 1908 gerð- ist það sem Belle hafði „óttast“, býlið brann og sá eini sem komst lífs af var vinnumaðurinn, Joe Maxon. Í brunarústunum fund- ust lík barnanna þriggja, Myrtle, Lucy og Philip ásamt höfuðlausu líki kvenmanns. Það var ályktað að þetta væri Belle en þar sem höf- uðið fannst aldrei var ekki hægt að færa sönnur á það hver konan var. Eitt var þó víst, þeir sem þekktu Belle voru sannfærðir um að líkið væri ekki af Belle Gunness sem var 183 cm á hæð og vó 90 kíló. Líkið var af mun fíngerðari konu. Þrátt fyrir þessar efasemdir lýsti lögreglustjórinn Smutzer því yfir að hún hefði látist í brunan- um. Ray Lamphere var strax grun- aður um íkveikjuna og eftir löng réttarhöld var hann dæmdur fyrir verknaðinn. Hann lést af berklum eftir eitt ár í fangelsi. Asle Helgelien fékk Smutzer lögreglustjóra og menn hans til að grafa á býlinu, þar sem hann var sannfærður um að líkamsleifar bróður hans væru á býlinu. Vinnu- maðurinn sem var ráðinn eftir að Ray var rekinn hafði nefnilega sagt frá því að Belle hefði oft beðið hann um að fylla upp í stórar hol- ur á jörðinni, Belle hafði útskýrt það með því að hún hefði verið að henda rusli. Fleiri lík finnast á býlinu Það kom svo í ljós að það var ekki rusl sem hún hafði verið að grafa, lík fjölda manna, kvenna og barna, fundust við uppgröftinn, þar á meðal fósturdóttirin Jenny Olsen, en Belle hafði sagt að Jenny hefði farið til Kaliforníu 1906 til að læra lögfræði. Lík Andrew Helgelien fannst einnig, en bróðir hans, Asle, hafði sett sig í samband við Belle eftir hvarf Andrew, en hún sagð- ist ekki vita hvar hann væri, hann hefði sennilega farið aftur til Nor- egs. Alls fundust líkamsleifar tæp- lega 40 manns á býlinu, hægt var að bera kennsl á nokkur þeirra en ekki öll. Stóra spurningin eft- ir þetta allt saman var: Hvar er Belle? Þrátt fyrir að hún hafi ver- ið lýst látin árið 1908 töldu margir sig hafa séð hana eftir það. Ráðgát- an um örlög norska raðmorðingj- ans er enn óleyst. Fólk hefur velt því fyrir sér hvort hún hafi svið- sett andlát sitt og þá hvað hafi orðið af henni. Önnur stór spurn- ing í þessu máli er, hve marga drap hún? Allt bendir til þess að hún hafi drepið börnin sín þrjú og hafi komið höfuðlausa kvenlíkinu fyrir í húsinu fyrir brunann. n Umboðsaðilar: Húsgagnaval Höfn Bara snilld ehf. Egilsstöðum Hornsófi hægri eða vinstri Verð nú 49.950 kr.Verð nú 159.415 kr. Verð nú 59.415 kr. Verð nú 34.950 kr. Verð nú 59.940 kr. Verð nú 44.950 kr. Sorento tungusófi Roberto hvíldarstóll Malmö hvíldarstóll Stockholm hvíldarstóll 10% AFSLÁTTUR Verð nú 199.920 kr. 15%AFSLÁTTUR Verð nú 245.415 kr. „Kvöld eitt þegar Bryn- hild var á dansleik var hún slegin svo fast í magann að hún missti fóstrið La Porte í Indiana-ríki.„Engin kona er hamingju- samari en ég er nú

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.