Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2019, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2019, Blaðsíða 6
6 FÓKUS - VIÐTAL 14. júní 2019 NÆSTI KAFLI HEFST HJÁ OKKUR LÆKJARSMÁRI 4, 201 KÓPAVOGUR 55.900.000 kr. Tegund Stærð Herbergi Fjölbýlishús 109 M2 4 SÆVIÐARSUND 29, 104 REYKJAVÍK 43.900.000 kr. Tegund Stærð Herbergi Fjölbýlishús 86 M2 3 LANGHOLTSVEGUR 19, 104 REYKJAVÍK 42.900.000 kr. Tegund Stærð Herbergi Fjölbýli 97 M2 4 Grensásvegi 13 / 108 Reykjavík / S. 570 4800 www.gimli.is BJÓÐUM UPPÁ FRÍTT SÖLUVERÐMAT „Ég var orðin virkilega þunglynd og lömuð af kvíða“ Sara gekk út úr ástlausu sambandi og endurheimti heilsuna S ara Hlín Hilmarsdóttir er tuttugu og níu ára göm- ul einstæð móðir sem býr í Hveragerði ásamt sex ára gömlum syni sínum. Sara hefur alla sína tíð verið of þung og hefur hún margsinnis reynt að ná tökum á þyngd sinni án árangurs. Það var ekki fyrr en Sara tók andlegu líðan sína í gegn sem hún fór að sjá lík- amlegan árangur til lengri tíma. „Ég hef alltaf verið hið klass- íska jójó. Tek mig á og missi tíu kíló bara til þess að missa tökin og bæta á mig fimmtán kílóum. Ýmis áföll og erfiðleikar voru þess valdandi að ég var greind með mikla áfallastreitu, kvíða og þung- lyndi,“ segir Sara í viðtali við DV. Föst í ástlausu sambandi Sonur Söru var mikið kveisu- barn og upplifði hún alvarlegt fæðingarþunglyndi sem hún leit- aði sér aðstoðar við árið 2015. „Ég tók þá mataræðið í gegn með mjög góðum árangri en árið 2016 missti ég vinnuna og fór það mjög illa með andlegu hliðina að vera föst heima atvinnulaus. Ofan á það var ég í algjörlega ástlausu sambandi sem gerði mig ofboðs- lega veika andlega. Ég sat því bara heima á daginn í tölvunni og borð- aði nammi og skyndibita. Ég var virkilega þunglynd og lömuð af kvíða.“ Í byrjun árs 2017 ákvað Sara að slíta sambandi sínu og flytja út frá þáverandi maka sínum. Átti sú ákvörðun eftir að breyta lífi henn- ar meira en hana grunaði. „Þá fór loksins eitthvað að ger- ast. Ég var rosalega brotin og þreytt eftir sex ára samband og ég þurfti í raun að byrja á því að hreinlega átta mig á því hver ég væri og hvað ég vildi. Fljótlega fór mér að líða betur og hætti að borða tilfinn- ingar mínar sem varð til þess að ég fór að léttast. Síðan fékk ég vinnu hjá H&M þar sem ég var allt í einu farin að hlaupa allan daginn, þá léttist ég enn þá meira og undir lok árs 2017 var ég komin á það góð- an stað andlega að ég gat hætt „Þegar maður finnur líka hvernig óhollur matur ýtir undir vanlíðan og kvíða þá á maður ekki erfitt með að sleppa honum.“ MYND: HANNA/DV Aníta Estíva Harðardóttir anita@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.