Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2019, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2019, Blaðsíða 19
Sumarnámskeið 14. júní 2019 KYNNINGARBLAÐ Ábyrgðarmaður: Kolbrún Dröfn Ragnarsdóttir / kolla@dv.is Umsjón: Jóhanna María Einarsdóttir / johanna@dv.is KOMDU OG KLIFRAÐU Í SUMAR! Spennandi sumarnámskeið Klifurhússins Klifur er fjölhliða íþróttagrein sem fyrir löngu hefur fest sig í sessi hér á landi. Klifurhúsið, Ármúla 23 í Reykjavík, er rekið af klifrurum, fyrir klifrara og hefur aldrei verið jafn vel sótt. Þar er alhliða aðstaða til klifurs bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Hægt er að kaupa staka tíma sem og kort sem gilda til lengri eða skemmri tíma. Klifur í stað kráarferðar – skemmtileg samvera fyrir alla „Það er kjörið fyrir litla hópa að koma hingað og eiga góða stund saman. Fólk hittist, fær sér kaffi og spjallar, og klifrar síðan saman í tvo tíma. Þetta kemur í staðinn fyrir að hittast á barnum,“ segir Benjamin Mokry, klifrari í Klifurhúsinu. Það er því jafn sjálfsagt að hittast í klifri og á kaffihúsi eða krá. Svo fær maður mikla og góða hreyfingu í kaupbæti. Sumarnámskeið fyrir börn – laus pláss í júlí. Frá 11. júní til 16. ágúst stendur Klifurhús- ið fyrir einnar viku námskeiðum fyrir börn á aldrinum 6–12 ára. Námskeiðin hefjast alla daga vikunnar kl. 9 og standa til kl. 16 en hægt er að bæta við gæslu fyrir og eftir þann tíma, eða frá 8.30–17. Námskeiðin eru krefjandi og henta bæði byrjendum og lengra komnum. Allir dagar byrja og enda í Klifurhúsinu en kennslan fer að mestu fram utandyra í Laugardalnum og Öskjuhlíðinni og þar í kring. „Þátttakendur kynnast helstu gerð- um klifuríþróttarinnar, grjótglímunni og línukastinu. Þá eru þau kynnt fyrir helsta útbúnaði, auk þess að njóta útiverunn- ar,“ segir Benjamín. Dagskrá sumar- námskeiðanna er að finna á heimasíðu Klifurhússins, klifurhusid.is, en skráning fer fram gegnum Nóru skráningarkerfi. Hvert námskeið kostar 26.000 krónur en eigendur árskorta fá afslátt auk þess sem veittur er 20% systkinaafsláttur. Í verðinu er innifalin leiga á öllum búnaði og grillveisla í lok námskeiðsins. Fullt er á flest námskeiðin í júní og ágúst en hægt er að fá laus pláss í júlí, að sögn Benjamíns. „Haustið er síðan kjörinn tími til að kynnast klifrinu og byrja að mæta á æfingar á fullu,“ segir hann að lokum. Klifurhúsið Ármúla 23 www.klifurhusid.is s. 553-9455 n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.