Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2019, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2019, Blaðsíða 27
Veitingablaðið 14. júní 2019 KYNNINGARBLAÐ Eitt vinsælasta kaffihús landsins lækkar verðið CAFÉ ADESSO: Cafe Adesso í Smáralind hefur um árabil verið geysilega vinsælt kaffihús og veitingastaður en staðurinn var opnaður 7. apríl 2002. Cafe Adesso er vel sóttur af viðskipta- vinum Smáralindar en auk þess venur stór hópur fastagesta komur sínar á staðinn, meðal annars fólk sem vinnur í nágrenninu. Ljúffengt crepes. Cafe Adesso býður upp á hið rómaða og bragðmikla Piazza doro-kaffi. Piazza doro inniheldur Arabica kaffibaunir frá Ástralíu og er leiðandi kaffiframleiðandi þar í landi. „Með kaffinu mæli ég með sneið af franskri súkkulaðiköku með rjóma. Mikið úrval er af alls konar gómsætum kökum. Einnig eru smurbrauð með roastbeef, laxi, hangikjöti og fleiru gerð alla daga. Börnin geta valið sér crepes eða þá panini, já eða bara kleinuhring,“ segir Elís Árnason, eigandi Adesso. Fjölbreytt úrval af gómsætum mat og hádegistilboð alla daga Sem fyrr segir er Cafe Adesso í senn kaffihús og veitingastaður. Geysilegt úrval af tertum og smástykkjum er í boði alla daga en matseðla má skoða á heimasíðu staðarins, adesso.is. Meðal annars eru crepes hádegistilboð alla virka daga milli kl. 11.30 og 14.00 á 1.890 krónur, súpa dagsins með brauði á 1.190 krónur, svo má ekki gleyma Mex- ikókjúklingasalatinu okkar á 1.890 krónur alla daga. Girnilegt Mexíkósalat. Enn meiri verðlækkun Adesso er nýbúið að lækka verðið á völdum réttum og meðal annars hefur verðið á crepes réttunum okk- ar á matseðli, lækkað úr 2.390 niður í 1.990 kr. Einnig lækkar verðið á öllum kökusneiðunum okkar niður í 990 kr. Rjóminn fylgir þá með. „Svo er hægt að fá tilboð á kaffibolla og eðal franskri súkkulaðiköku á eingöngu 1.290 kr. en frönsku súkkulaðikökuna baka ég sjálfur á staðnum,“ segir Elís. Megináherslan er lögð á fjölbreytni í starfsemi Cafe Adesso þannig að allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Að ógleymdu kaffinu sem nýtur ómældra vinsælda. Nánari upplýsingar má nálgast á adesso.is Facebook: Adesso Smáralind Cafe Adesso er opið mánudaga–mið- vikudaga frá kl. 11.00 til 19.00, fimmtu- daga frá 11.00 til 21.00, föstudaga og laugardaga frá kl. 11.00 til 19.00 og sunnudaga frá kl. 12.00 til 18.00. n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.