Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2019, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2019, Blaðsíða 23
Veitingablaðið 14. júní 2019 KYNNINGARBLAÐ Ábyrgðarmaður: Kolbrún Dröfn Ragnarsdóttir / kolla@dv.is Umsjón: Jóhanna María Einarsdóttir / johanna@dv.is Frábær nýr sumarseðill á Sumac Veitingastaðurinn Sumac, Laugavegi 28, dregur nafn sitt af djúprauðum villiberjum sem vaxa víða í Mið-Austurlönd- um og við Miðjarðarhaf. Matseldin á Sumac sækir innblástur í stemningu frá Beirút í Líbanon og tælandi áhrif frá Marokkó. Á staðnum er ferskt hráefni úr íslenskri náttúru matreitt undir áhrif- um Mið-Austurlanda og á matseðlinum eru eldgrillaðir réttir með framandi kryddi. Bar með Miðjarðarhafsbrag Matseðill staðarins er hann- aður af þeim Þráni Frey Vig- fússyni, Georg Halldórssyni og Hafsteini Ólafssyni, sem valinn var kokkur ársins árið 2017. Á barnum ríkir einnig andblær Miðjarðarhafsins og boðið er upp á ferska, fjöl- breytta og freistandi kok- teila. Á vínseðlinum blandast saman innblástur frá Evrópu, Marokkó og Líbanon. Grillsumar á teini Sumac kynnir um þessar mundir nýjan sumarmatseðil. „Aðaláherslan er á spjót, eða sem sagt mat grillaðan á teini,“ segir Þráinn Freyr Vig- fússon, matreiðslumaður á staðnum. Umhverfið á Sumac er sérhannað af Hálfdáni Petersen, til að skila gestum einstakri upplifun. Opið rými er hannað kringum langan barinn, en heildarsvipurinn byggir á opnu eldhúsi, hráum steyptum veggjum en lýsingin er bæði hlýleg og stílhrein í senn. Það er því sannkölluð matarupplifun að njóta nokkurra sumarspjóta á þessum nútímalega og stíl- hreina stað í hjarta miðbæj- arins. Hægt er að panta borð á heimasíðu Sumac eða í síma 537-9900. www.sumac.is Laugavegi 28 101 Reykjavík. n Þráinn Freyr Vigfússon, eigandi Sumac.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.